Ormarnir í maga Kristínar bárust líklega með grænmeti Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. janúar 2020 13:47 Kristín Sigurjónsdóttir ritstjóri Trölla.is lýsir veikindum sínum af völdum ormasýkingar. Til hægri er mynd úr safni af einstaklingi með sambærilega sýkingu og Kristín fékk. Samsett/Gunnar Smári Helgason/getty Kristín Sigurjónsdóttir ritstjóri Trölla.is greindist með ormasýkingu í fríi á Kanaríeyjum síðla árs í fyrra. Ormar sem fundust í þörmum hennar gerðu hana mjög veika en hún kveðst líklega hafa smitast af þeim með neyslu á grænmeti sem vaxið hefur í sýktum jarðvegi. Kristín greindi fyrst frá málinu á Trölla.is í pistli undir heitinu „Með orma inni í mér“ en fór einnig ítarlega yfir málavexti í viðtali í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar sagði hún frá því að hún og maður hennar hefðu dvalið á Kanaríeyjum í þrjá mánuði síðla árs 2019. Kristín varð lasin úti á Kanarí, fékk mikla magaverki og varð þreklaus. „Ég var stanslaust með óþægindi í maga og niðurgang. Og þessi ótrúlega grjóttilfinning í maganum og verkir. Svo var ég alltaf svöng, mér fannst ég alltaf þurfa að vera að borða en ég var samt ekkert að þyngjast eða neitt svoleiðis.“ Við fyrstu innlögn á sjúkrahús vegna veikindanna fannst ekkert og Kristín var send heim. „Svo tveimur vikum síðar veikist ég heiftarlega um nótt þar sem ég fæ kuldaskjálfta og það kreppast á mér hendur, þetta var bara ógeðslegt. Ég var farin að fá blóðnasir og blóðbragð í munninn og bara ekkert þrek,“ sagði Kristín. „Svo er það þarna þennan morgun að ég verð vör við þessa „fínerís“-orma sem koma frá mér.“ Kristín á sjúkrahúsi vegna ormanna.Aðsend Kristín var þá aftur lögð inn á sjúkrahús og lá þar í þrjá daga. Hún var nær strax greind með ormasýkingu, helminthiasis, þ.e. sníkjuorma sem geta tekið sér bólfestu í og á líkama fólks og valdið veikindum. Tegundir slíkra orma eru til að mynda bandormar, þráðormar og ögður, að því er fram kemur á Wikipedia-grein um sýkinguna. Talið er að Kristín hafi smitast af ormunum með neyslu á grænmeti úr sýktum jarðvegi. Þá sagði hún ómögulegt að segja til um það hvar hún hefði sýkst: á Kanaríeyjum, heima á Íslandi eða jafnvel árlegri „detox“-ferð til Póllands. „Og þeir sögðu mér jafnframt, doktor Alfonso, hann sagði mér frá því að þessi ormategund kemur úr sýktum jarðvegi. Eggin berast í grænmeti og ávexti sem eru ræktuð í þessum sýkta jarðvegi og er töluvert algengt þarna. Og til þess að sýkjast þá þarf ég að borða þetta grænmeti og það benti ýmislegt til þess að ég væri búin að vera svolítið lengi með þetta,“ sagði Kristín. „En þetta er alltaf að verða algengara og algengara. Þess vegna ákvað ég að opna mig um þetta því það er algjört tabú að lenda í svona og ég hef verið að fá skilaboð frá fullt af fólki sem hefur lent í þessu en aldrei þorað að nefna þetta.“ Meðferðin við ormunum var lyfjakúr, sem Kristín sagði að hefði átt að vera nóg. Hún fékk þó einkenni sýkingarinnar aftur, fékk aukaskammt af lyfjum og hefur nú náð sér að fullu. „Það voru tekin sýni og ég fékk þær gleðifréttir á Þorláksmessu að ég væri algjörlega laus við þetta.“ Viðtalið við Kristínu í Bítinu má hlusta á í spilaranum hér að neðan. Heilbrigðismál Íslendingar erlendis Spánn Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira
Kristín Sigurjónsdóttir ritstjóri Trölla.is greindist með ormasýkingu í fríi á Kanaríeyjum síðla árs í fyrra. Ormar sem fundust í þörmum hennar gerðu hana mjög veika en hún kveðst líklega hafa smitast af þeim með neyslu á grænmeti sem vaxið hefur í sýktum jarðvegi. Kristín greindi fyrst frá málinu á Trölla.is í pistli undir heitinu „Með orma inni í mér“ en fór einnig ítarlega yfir málavexti í viðtali í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar sagði hún frá því að hún og maður hennar hefðu dvalið á Kanaríeyjum í þrjá mánuði síðla árs 2019. Kristín varð lasin úti á Kanarí, fékk mikla magaverki og varð þreklaus. „Ég var stanslaust með óþægindi í maga og niðurgang. Og þessi ótrúlega grjóttilfinning í maganum og verkir. Svo var ég alltaf svöng, mér fannst ég alltaf þurfa að vera að borða en ég var samt ekkert að þyngjast eða neitt svoleiðis.“ Við fyrstu innlögn á sjúkrahús vegna veikindanna fannst ekkert og Kristín var send heim. „Svo tveimur vikum síðar veikist ég heiftarlega um nótt þar sem ég fæ kuldaskjálfta og það kreppast á mér hendur, þetta var bara ógeðslegt. Ég var farin að fá blóðnasir og blóðbragð í munninn og bara ekkert þrek,“ sagði Kristín. „Svo er það þarna þennan morgun að ég verð vör við þessa „fínerís“-orma sem koma frá mér.“ Kristín á sjúkrahúsi vegna ormanna.Aðsend Kristín var þá aftur lögð inn á sjúkrahús og lá þar í þrjá daga. Hún var nær strax greind með ormasýkingu, helminthiasis, þ.e. sníkjuorma sem geta tekið sér bólfestu í og á líkama fólks og valdið veikindum. Tegundir slíkra orma eru til að mynda bandormar, þráðormar og ögður, að því er fram kemur á Wikipedia-grein um sýkinguna. Talið er að Kristín hafi smitast af ormunum með neyslu á grænmeti úr sýktum jarðvegi. Þá sagði hún ómögulegt að segja til um það hvar hún hefði sýkst: á Kanaríeyjum, heima á Íslandi eða jafnvel árlegri „detox“-ferð til Póllands. „Og þeir sögðu mér jafnframt, doktor Alfonso, hann sagði mér frá því að þessi ormategund kemur úr sýktum jarðvegi. Eggin berast í grænmeti og ávexti sem eru ræktuð í þessum sýkta jarðvegi og er töluvert algengt þarna. Og til þess að sýkjast þá þarf ég að borða þetta grænmeti og það benti ýmislegt til þess að ég væri búin að vera svolítið lengi með þetta,“ sagði Kristín. „En þetta er alltaf að verða algengara og algengara. Þess vegna ákvað ég að opna mig um þetta því það er algjört tabú að lenda í svona og ég hef verið að fá skilaboð frá fullt af fólki sem hefur lent í þessu en aldrei þorað að nefna þetta.“ Meðferðin við ormunum var lyfjakúr, sem Kristín sagði að hefði átt að vera nóg. Hún fékk þó einkenni sýkingarinnar aftur, fékk aukaskammt af lyfjum og hefur nú náð sér að fullu. „Það voru tekin sýni og ég fékk þær gleðifréttir á Þorláksmessu að ég væri algjörlega laus við þetta.“ Viðtalið við Kristínu í Bítinu má hlusta á í spilaranum hér að neðan.
Heilbrigðismál Íslendingar erlendis Spánn Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira