Segir sambýlið úrelt og henta illa fyrir fólk með fötlun Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 24. janúar 2020 19:00 Forstöðumaður á sambýli fyrir fatlað fólk segir að húsnæði fólksins sé úrelt. Það uppfylli hvorki lög um fatlaða né nútímakröfur. Þrír af fjórum íbúum sambýlisins bjuggu á Kópavogshælinu og hafa fengið sanngirnisbætur vegna slæms aðbúnaðar þar.Í lögum um þjónustu við fatlað fólk fram að fatlað fólk á rétt á húsnæði í samræmi við þarfir þess og óskir og félagslegri þjónustu sem gerir því kleift að búa á eigin heimili. Þá á það rétt á því að velja sér búsetustað og hvar og með hverjum það býr. Loks kemur að fötluðu fólki sem býr nú á stofnunum eða sambýlum skulu bjóðast aðrir búsetukostir. Sigurður Sigurðsson forstöðumaður Sigurhæðar segir að íbúar á sambýlinu njóti ekki þessara réttinda. „Ég held að það sé nú alvitað í þessum bransa að það eru ansi margir sem bíða eftir úrræðum og það eru mörg sambýli eins og þetta hér sem eru orðin úrelt,“ segir Sigurður. Fjórir einstaklingar með fötlun búa á sambýlinu Sighæð af tveir hjólastól. Þrír þeirra fluttu þangað beint frá Kópavogshæli en þeir hafa nú fengið sanngirnisbætur vegna slæms aðbúnaðar þar. Þeir hafa alla sína ævi búið með öðrum á sambýlum. „Fólkið er sumt orðið aldrað og það væri nú gott að það fengi að prófa einhvern tíma á ævinni að búa í íbúð þar sem það ræður sjálft ríkjum,“ segir Sigurður. Íbúar búa í 13-14 fermetra herbergjum en önnur aðstaða er sameiginleg. Sigurður nefnir að eldhúsið henti ekki vel því það þarf að loka því reglulega vegna veikinda eins íbúans sem bitnar þá á öðrum. „Við þurfum reglulega að læsa eldhúsinu svo einn íbúinn fari sér ekki að voða en á meðan geta aðrir íbúar ekki aðstöðuna. Þá komast tveir íbúar illa hingað inn því þeir eru í hjólastól þannig að við þurfum að bera þá inní eldhúsið ef þeir vilja sitja hér. Við erum með borðstofu þar sem við borðum en þeir eiga auðvitað að geta farið um í eldhúsinu til jafns við aðra,“ segir Sigurður. Tveir karlmenn í hjólastól hafa sameiginlega salernisaðstöðu. „Salernið er barn síns tíma enda var húsið ekki byggt sem sambýli. Það er erfitt að athafna sig þar inni en stundum þurfa tveir starfsmenn að aðstoða þar inni,“ segir Sigurður. Sigurður telur að stjórnvöld séu ekki að vinna hlutina nógu hratt í málaflokknum. „Þessi málaflokkur fellur stundum milli stafs og bryggju. Það þarf að setja meira vítamín í hann,“ segir Sigurður að lokum. Garðabær Heilbrigðismál Mest lesið Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Erlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Fleiri fréttir Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Sjá meira
Forstöðumaður á sambýli fyrir fatlað fólk segir að húsnæði fólksins sé úrelt. Það uppfylli hvorki lög um fatlaða né nútímakröfur. Þrír af fjórum íbúum sambýlisins bjuggu á Kópavogshælinu og hafa fengið sanngirnisbætur vegna slæms aðbúnaðar þar.Í lögum um þjónustu við fatlað fólk fram að fatlað fólk á rétt á húsnæði í samræmi við þarfir þess og óskir og félagslegri þjónustu sem gerir því kleift að búa á eigin heimili. Þá á það rétt á því að velja sér búsetustað og hvar og með hverjum það býr. Loks kemur að fötluðu fólki sem býr nú á stofnunum eða sambýlum skulu bjóðast aðrir búsetukostir. Sigurður Sigurðsson forstöðumaður Sigurhæðar segir að íbúar á sambýlinu njóti ekki þessara réttinda. „Ég held að það sé nú alvitað í þessum bransa að það eru ansi margir sem bíða eftir úrræðum og það eru mörg sambýli eins og þetta hér sem eru orðin úrelt,“ segir Sigurður. Fjórir einstaklingar með fötlun búa á sambýlinu Sighæð af tveir hjólastól. Þrír þeirra fluttu þangað beint frá Kópavogshæli en þeir hafa nú fengið sanngirnisbætur vegna slæms aðbúnaðar þar. Þeir hafa alla sína ævi búið með öðrum á sambýlum. „Fólkið er sumt orðið aldrað og það væri nú gott að það fengi að prófa einhvern tíma á ævinni að búa í íbúð þar sem það ræður sjálft ríkjum,“ segir Sigurður. Íbúar búa í 13-14 fermetra herbergjum en önnur aðstaða er sameiginleg. Sigurður nefnir að eldhúsið henti ekki vel því það þarf að loka því reglulega vegna veikinda eins íbúans sem bitnar þá á öðrum. „Við þurfum reglulega að læsa eldhúsinu svo einn íbúinn fari sér ekki að voða en á meðan geta aðrir íbúar ekki aðstöðuna. Þá komast tveir íbúar illa hingað inn því þeir eru í hjólastól þannig að við þurfum að bera þá inní eldhúsið ef þeir vilja sitja hér. Við erum með borðstofu þar sem við borðum en þeir eiga auðvitað að geta farið um í eldhúsinu til jafns við aðra,“ segir Sigurður. Tveir karlmenn í hjólastól hafa sameiginlega salernisaðstöðu. „Salernið er barn síns tíma enda var húsið ekki byggt sem sambýli. Það er erfitt að athafna sig þar inni en stundum þurfa tveir starfsmenn að aðstoða þar inni,“ segir Sigurður. Sigurður telur að stjórnvöld séu ekki að vinna hlutina nógu hratt í málaflokknum. „Þessi málaflokkur fellur stundum milli stafs og bryggju. Það þarf að setja meira vítamín í hann,“ segir Sigurður að lokum.
Garðabær Heilbrigðismál Mest lesið Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Erlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Fleiri fréttir Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Sjá meira