Börn og uppeldi

Fréttamynd

Beitir þú ofbeldi?

Fyrir mörgum árum ég eyddi kvöldstundum í spjalli með einstakling sem ég trúði að væri sammála mér, spjallið fór oft út í þá sálma hvað fólk sem beitti ofbeldi væri hræðilegt, þessi einstaklingur hafði stór orð um það hvað þau ættu skilið svartholið. Líklega átti það ekki við hann þegar „stóri dómurinn“ féll og Litla Hraun varð vistarveran í nokkur ár eftir hrottalegt og gróft ofbeldi á fjölskyldumeðlim.

Skoðun
Fréttamynd

Krakkar oft komnir lengra en fagfólk í kynfræðslu

Samræma þarf kynfræðslu í grunnskólum og gera hana betri að mati fagstjóra heilsuverndar skólabarna. Nauðsynlegt sé að uppfæra hana því oft séu krakkarnir komnir mun lengra en fagfólk. Hún segir slæmt að nánast engin kynfræðsla sé á leikskóla-og framhaldsskólastigi.

Innlent
Fréttamynd

Jólin eru há­tíð barnanna

‘Jólin eru hátíð barnanna’ er hugtak sem ég tengdi lítið við þangað til ég eignaðist mitt fyrsta barn. Þegar hún var ekki orðin tveggja ára skildu leiðir mín og pabba hennar. Tilveran fyrir „skilnaðarbarn” er ekki einföld.

Skoðun
Fréttamynd

Jólajóga fyrir krakka: „Það getur verið krefjandi að vera öll heima“

„Þættirnir eru hugsaðir fyrir leikskólabörn og fyrstu stig grunnskóla en auðvitað geta allir í fjölskyldunni haft gaman af þáttunum. Þetta getur verið kósý fjölskyldustund yfir hátíðarnar,“ segir Þóra Rós Guðbjartsdóttir. Hún gerði krakkajógainnslög sem sýnd verða á Vísi og Stöð 2 Vísi um hátíðarnar. 

Jól
Fréttamynd

Gefur út bók sem hann skrifaði tíu ára gamall

Fyrrverandi upplýsingafulltrúi Strætó gefur nú út bók sem hann skrifaði fyrir tuttugu og fjórum árum - þegar hann var tíu ára. Sagan lá í rykföllnum pappakassa allt þar til nú og er fyrsta bók höfundarins.

Menning
Fréttamynd

Tvö börn fót­brotin og Rush breytti reglunum

Trampólíngarðurinn Rush hefur tilkynnt breytingar á reglum sínum til að auka öryggi gesta. Eldri systkini barna fimm ára og yngri mega ekki fylgja þeim í krakkatíma án forráðamanns. Þar að auki mega börn á þessum aldri einungis sækja garðinn þegar fyrrnefndir krakkatímar eru. 

Innlent
Fréttamynd

„Tíminn læknar ekki öll sár og síst af öllu sál­ræn sár“

„Fyrir tíu árum þennan dag, var ég einn á heimleið norður í jólafrí. Í þann mund sem ég er að byrja að brölta upp Öxnadalsheiðina er mér allt í einu hugsað til frænda míns, að ég verði að hringja í hann þegar heim er komið. Í sömu andrá sé ég einstaklega fallegt stjörnuhrap. Það sem ég vissi ekki þá, var að okkar síðasta samverustund og samtal væri þegar búið að eiga sér stað.“ 

Lífið
Fréttamynd

Björg og Tryggvi eignuðust son

Fjölmiðlakonan Björg Magnúsdóttir og auglýsingahönnuðurinn Tryggvi Þór Hilmarsson eignuðust son þann 7. desember síðastliðinn. Frá þessu greinir Björg á Instagram.

Lífið
Fréttamynd

Hvenær leiddist þér síðast?

Hvenær varst þú seinast á biðstofu og neyddist til að horfa út í loftið eða spjalla við einstaklinginn við hliðina á þér þar sem þú hafðir ekkert annað að gera?

Skoðun
Fréttamynd

Tveggja ára stal senunni í umræðu um leikskólamál

„Flautið. Það var bíll. Þeir voru með dekk. Já. Þau voru að keyra svo hratt. Já. Ætti hann að keyra hægar? Nei.“ Á þessum nótum talaði senuþjófurinn Víðir Ágúst tveggja ára í viðtali sem átti að vera við móður hans Albínu Huldu Pálsdóttur í Íslandi í dag á miðvikudag.

Innlent
Fréttamynd

Af betri borg fyrir börn

„Þessar tillögur bera það með sér að við verndum framlínuþjónustuna, svo sem skóla- og velferðarmál og málefni þeirra sem höllustum fæti standa,“ sagði formaður borgarráðs í kvöldfréttum sjónvarps 30. nóvember um fjárhagsáætlun borgarinnar … og skar svo niður opnun félagsmiðstöðva fyrir unglinga um 16%, ásamt félögum sínum í borgarstjórn? Hvort vanþekking á mikilvægi félagsmiðstöðva eða viðhorf ráði för skal hér ósagt látið.

Skoðun
Fréttamynd

Ekkert til í því að nemandi hafi nauðgað litlu frænku sinni

Ráðgjafahópur sem skoðaði meint eineltismál vegna nafna drengja sem rituð voru á spegla Menntaskólans við Hamrahlíð, segir að drengir hafi orðið fyrir einelti og útilokun. Ein gróf saga er sögð ekki eiga neina stoð í raunveruleikanum eftir ítarlega könnun hópsins. 

Innlent
Fréttamynd

Dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn þremur unglingsstúlkum

Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt átján ára mann í fangelsi fyrir ítrekuð og alvarleg kynferðisbrot gegn þremur barnungum stúlkum. Var hann dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi en dómurinn er skilorðsbundinn vegna mikilla tafa á meðferð og ungs aldurs. Hann játaði brot sín skýlaust í dómssal.

Innlent
Fréttamynd

Þrettán hlutu varan­legt heilsu­tjón vegna flug­elda­slysa á rúmum ára­tug

Tuttugu og einn einstaklingur þarf að meðaltali að leita á bráðamóttöku á hverju ári vegna flugeldaslysa og er þar af að meðaltali eitt barn á leikskólaaldri. Rannsakendur segja vert að íhuga að setja frekari skorður við innflutningi, sölu og notkun flugelda auk þess sem efla þurfi forvarnarstarf en slys vegna flugeldanotkunar séu umtalsvert vandamál hér á landi. 

Innlent
Fréttamynd

Halda jóla­ball fyrir úkraínsk börn og óska eftir gjöfum

Samtökin Flotta Fólk sem hafa rekið viðamikla starfsemi í þágu Úkraínskra flóttamanna, halda jólaball fyrir Úkraínsk börn í næstkomandi laugardag. Samtökin bjóða þeim sem vilja gefa barni gjöf, að skila innpakkaðri gjöf í úthlutunarmiðstöð þeirra að Neskirkju milli klukkan17:30 og 19:30 í dag eða á Aflagranda 40 á morgun á milli klukkan 11-12:00.

Jól
Fréttamynd

Fjöl­margar niður­skurðar­til­lögur munu hafa bein á­hrif á vel­ferð barna

Umboðsmaður barna hvetur borgarstjórn til þess að virða ákvæði Barnasáttmálans og taka til endurskoðunar allar þær niðurskurðartillögur sem snúa að börnum, að höfðu samráði við þá hópa barna sem tillögurnar varða með beinum hætti, til þess að takmarka neikvæð áhrif sparnaðar á börn og um leið tryggja rétt þeirra til viðunandi þjónustu og góðra uppeldisaðstæðna.

Innlent
Fréttamynd

Kaldir og blautir eftir svaðil­för við Elliða­vatn

Betur fór en á horfðist í gær þegar tíu og ellefu ára drengir lentu í vandræðum á Elliðavatni þegar þeir fóru út á ísilagt vatnið og ísinn brotnaði undan þeim. Þeir komust í land, kaldir og blautir með aðstoð slökkviliðsins. Varðstjóri slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu segir aldrei óhætt að fara út á ísilagt vatn.

Innlent