Ítalía tekur aftur upp agaviðurlög frá tíma Mussolini Hólmfríður Gísladóttir skrifar 27. september 2024 07:48 Nýju agaviðurlögin gilda í grunn- og framhaldsskólum. Getty Ítalska þingið samþykkti á miðvikudag nýtt frumvarp um menntamál sem meðal annars felur í sér heimild til handa skólum að fella nemendur sökum slæmrar hegðunar. Um er að ræða úrræði sem ríkisstjórn Benito Mussolini tók upp árið 1924. Samkvæmt nýjum lögum munu þeir nemendur sem fá fimm af tíu eða minna fyrir „hegðun“ þurfa að endurtaka námsárið, óháð því hvernig þeir hafa staðið sig námslega séð. Eldri nemendur sem fá sex þurfa að gangast undir sérstakt próf. Forsætisráðherrann Giorgia Meloni segir nýja kerfið miða að því að „endurheimta virðinguna“ í skólum og menntamálaráðherrann Giuseppe Valditara segir breytinguna meðal annars undirstrika ábyrgð einstaklingsins og valdefla kennara. Samtök yfirkennara á Ítalíu hafa fagnað nýju lögunum. Kennarar geti nú beitt umræddri einkunn og hættunni á falli sem agaviðurlögum. Upphaflega var fallið frá úrræðinu frá 1924 um miðan 8. áratug síðustu aldar, vegna mótmæla nemenda. Þá var það algjörlega farið úr notkun í öllum skólum um aldamót. Ekki eru allir á einu máli um ágæti nýju laganna, sem voru samþykkt með 154 atkvæðum gegn 97. Anna Ascani, þingmaður ítalska Demókrataflokksins, sagði nýju reglurnar „afturhvarf til tíma sem við vildum heldur gleyma“. Ítalía Grunnskólar Framhaldsskólar Skóla- og menntamál Börn og uppeldi Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Fleiri fréttir Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Sjá meira
Um er að ræða úrræði sem ríkisstjórn Benito Mussolini tók upp árið 1924. Samkvæmt nýjum lögum munu þeir nemendur sem fá fimm af tíu eða minna fyrir „hegðun“ þurfa að endurtaka námsárið, óháð því hvernig þeir hafa staðið sig námslega séð. Eldri nemendur sem fá sex þurfa að gangast undir sérstakt próf. Forsætisráðherrann Giorgia Meloni segir nýja kerfið miða að því að „endurheimta virðinguna“ í skólum og menntamálaráðherrann Giuseppe Valditara segir breytinguna meðal annars undirstrika ábyrgð einstaklingsins og valdefla kennara. Samtök yfirkennara á Ítalíu hafa fagnað nýju lögunum. Kennarar geti nú beitt umræddri einkunn og hættunni á falli sem agaviðurlögum. Upphaflega var fallið frá úrræðinu frá 1924 um miðan 8. áratug síðustu aldar, vegna mótmæla nemenda. Þá var það algjörlega farið úr notkun í öllum skólum um aldamót. Ekki eru allir á einu máli um ágæti nýju laganna, sem voru samþykkt með 154 atkvæðum gegn 97. Anna Ascani, þingmaður ítalska Demókrataflokksins, sagði nýju reglurnar „afturhvarf til tíma sem við vildum heldur gleyma“.
Ítalía Grunnskólar Framhaldsskólar Skóla- og menntamál Börn og uppeldi Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Fleiri fréttir Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Sjá meira