Tölum um það sem er í boði fyrir ungt fólk Bjarney Rún Haraldsdóttir og Eva Rós Ólafsdóttir skrifa 24. september 2024 09:31 Undanfarið hefur verið hávær umræða í samfélaginu um stöðu ungmenna, aukna vanlíðan þeirra og áhættuhegðun. Geta til að takast á við erfiðar tilfinningar með hjálplegum aðferðum er grunnur að geðheilbrigði allra. Aukin krafa er gerð um þjónustu fyrir ungt fólk og samfélagsumræðan snýr fremur að skorti á viðeigandi úrræðum í stað umræðu um þau úrræði sem eru í boði. Bergið headspace var stofnað árið 2018 í kjölfar ákalls ungmenna fyrir þjónustu á þeirra forsendum. Bergið er ráðgjafarþjónusta fyrir öll ungmenni frá 12 - 25 ára, byggt á ástralskri hugmyndafræði headspace. Frá árinu 2019 hefur Bergið verið vettvangur fyrir ungmenni þar sem þau geta talað um tilfinningar sínar við reynda fagaðila, sem starfa af áhuga og metnaði fyrir velferð ungs fólks. Þjónustan kostar ekkert og er lágþröskulda. Það þýðir að hún er aðgengileg, án hindrana og skilyrða, með það markmið að ungt fólk fái stuðning eins snemma og eins auðveldlega og mögulegt er. Eina forsendan fyrir þjónustunni er að ungmennið vilji nýta sér hana. Frá opnun Bergsins hafa 2500 ungmenni nýtt sér þjónustuna á eigin forsendum og af miklu hugrekki. Það gera þau til þess að fá aðstoð, til þess að tala um og finna tilfinningar sínar í öruggu rými og til þess að geta skilið þarfir sínar og sjálf sig betur. Þegar þetta er skrifað eru 100 ungmenni að nýta sér þjónustuna í hverri viku. Þjónusta Bergsins er mikilvæg forvörn fyrir ungmenni, hún sparar samfélaginu fjármuni sé litið til lengri tíma, ásamt því að létta á biðlistum hjá heilbrigðis- og félagsmálakerfinu. Áföll og óhófleg streita í bernsku hafa mótandi áhrif á streituþol einstaklinga út lífið en helmingur þeirra sem sækja þjónustu Bergsins hafa alist upp við geðrænan og/eða fíknivanda foreldris eða systkinis. Það er mikilvægt að þau ungmenni séu gripin snemma og að þau tali um áföllin sín við fullorðinn aðila sem þau geta treyst. Ein umfangsmesta rannsókn sem gerð hefur verið á tengslum áfalla og erfiðrar reynslu í bernsku og heilsufarsvandamálum síðar á lífsleiðinni er ACE rannsóknin (e. Adverse Childhood Experiences). ACE spurningarlistinn skoðar einstaklinginn út frá streituvaldandi þáttum eða áföllum sem varða ofbeldi, vanrækslu og vanvirkar heimilisaðstæður, á fyrstu 18 árum ævinnar. Sýnt hefur verið fram á að sterkt samband er milli fjölda ACE-stiga og þróunar og algengi margvíslegra heilsufarsvandamála. Einstaklingar með fjögur eða fleiri ACE-stig eru fjórfalt til tólffalt líklegri til þess að þróa með sér þunglyndi, fíknivanda, eða gera tilraun til sjálfsvígs. Samkvæmt gögnum Bergsins eru 40% ungmenna sem þangað leita með fjögur eða fleiri ACE-stig. Það gefur auga leið að það er ódýrara fyrir okkur sem samfélag að ungmenni burðist ekki með vanlíðan, áhyggjur og áföll fram á fullorðinsár án þess að fá aðstoð. Geðheilbrigði ungs fólks er góð fjárfesting fyrir samfélagið og Bergið er úrræði sem er til staðar fyrir ungmenni og hlúir að geðheilbrigði þeirra. Gögn sýna að 80% af ungmennum sem sækja Bergið þurfa ekki frekari þjónustu og að marktækt dragi úr þunglyndi, kvíða og streitu eftir komu í Bergið. Þau upplifa einnig að á þau sé hlustað. Í Berginu er biðlistum haldið í lágmarki og vilji er fyrir því að tryggja að svo verði áfram með vaxandi aðsókn. Forsvarsmenn Bergsins eru í virku samtali við heilbrigðisráðuneytið, félags- og vinnumarkaðsráðuneytið og barna- og menntamálaráðuneytið um áframhaldandi fjármögnun. Fáist sú fjármögnun mun hún þó ekki ná utan um kostnaðinn við að veita 5000 viðtöl á ári eins og þörfin er. Bergið gæti stækkað enn frekar og fært sig nær ungmennum um allt land, því áhugi á þjónustunni er sannarlega til staðar. Til að tryggja áframhaldandi starfsemi og vöxt er afar mikilvægt að Bergið hljóti stuðning almennings og fyrirtækja. Hægt er að gerast Bergrisi, sem eru mánaðarlegir styrktaraðilar Bergsins. Starfsemin er á almannaheillaskrá og eru styrkir frádráttarbærir frá skattskyldum tekjum. Við hvetjum öll sem hefðu þurft á Berginu að halda, sem þekkja ungt fólk sem þarf á Berginu að halda eða vinna með ungu fólki sem þarf á Berginu að halda, að gerast Bergrisar. Tökum höndum saman fyrir unga fólkið okkar, framtíðarauð samfélagsins og tryggjum þeim þjónustu sem hefur sýnt fram á bæði mikilvægi og forvarnargildi. Höfundar eru Bjarney Rún Haraldsdóttir, stjórnarformaður og Eva Rós Ólafsdóttir, fagstjóri í Berginu headspace. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Börn og uppeldi Mest lesið Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson Skoðun Tryggjum gæði í mannvirkjaiðnaði Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir Skoðun Óverðtryggð húsnæðislán til 25 ára Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Er samfélagslegt stórslys í uppsiglingu? Davíð Bergmann Skoðun Skjánotkun foreldra - tímarnir breytast og tengslin með? Stefán Þorri Helgason Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun Hvar stendur barnið mitt í námi? Helga Sigurrós Valgeirsdóttir Skoðun Minning fórnarlamba helfararinnar svívirt Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Tryggjum gæði í mannvirkjaiðnaði Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson skrifar Skoðun Fjárfestum í vegakerfinu Stefán Broddi Guðjónsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Ísland og lausnir – I – stéttarfélög Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Skjánotkun foreldra - tímarnir breytast og tengslin með? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Til þjónustu reiðubúin í Garðabæ Almar Guðmundsson skrifar Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar Skoðun Tilvistarkreppa leikskólakennara? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nauðgunarmál, 2. grein. Upplýsingar fást ekki Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ekki láta aðra kjósa fyrir þig Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Er tantra einungis um kynlíf? Rajan Parrikar skrifar Skoðun Óverðtryggð húsnæðislán til 25 ára Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Alþjóðlegir straumar í menntamálum: Valdeflum kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Háskóli á heimsmælikvarða - Silju Báru í rektorinn! Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson skrifar Skoðun Hvar stendur barnið mitt í námi? Helga Sigurrós Valgeirsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Minning fórnarlamba helfararinnar svívirt Einar Ólafsson skrifar Skoðun Minna af þér og meira af öðrum Heiða Björk Sturludóttir skrifar Skoðun Að byggja upp öfluga og flotta leikskóla til framtíðar Ísabella Markan skrifar Skoðun Að koma skriðdreka á Snæfellsnes Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Ræstitækni ehf.: Fríríki atvinnurekandans Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Er samfélagslegt stórslys í uppsiglingu? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Skiptir hugarfarið máli? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum ekki að hafa alla með okkur í liði Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Verkfærakistan er alltaf opin Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Píratar til forystu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Beðið fyrir verðbólgu Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarið hefur verið hávær umræða í samfélaginu um stöðu ungmenna, aukna vanlíðan þeirra og áhættuhegðun. Geta til að takast á við erfiðar tilfinningar með hjálplegum aðferðum er grunnur að geðheilbrigði allra. Aukin krafa er gerð um þjónustu fyrir ungt fólk og samfélagsumræðan snýr fremur að skorti á viðeigandi úrræðum í stað umræðu um þau úrræði sem eru í boði. Bergið headspace var stofnað árið 2018 í kjölfar ákalls ungmenna fyrir þjónustu á þeirra forsendum. Bergið er ráðgjafarþjónusta fyrir öll ungmenni frá 12 - 25 ára, byggt á ástralskri hugmyndafræði headspace. Frá árinu 2019 hefur Bergið verið vettvangur fyrir ungmenni þar sem þau geta talað um tilfinningar sínar við reynda fagaðila, sem starfa af áhuga og metnaði fyrir velferð ungs fólks. Þjónustan kostar ekkert og er lágþröskulda. Það þýðir að hún er aðgengileg, án hindrana og skilyrða, með það markmið að ungt fólk fái stuðning eins snemma og eins auðveldlega og mögulegt er. Eina forsendan fyrir þjónustunni er að ungmennið vilji nýta sér hana. Frá opnun Bergsins hafa 2500 ungmenni nýtt sér þjónustuna á eigin forsendum og af miklu hugrekki. Það gera þau til þess að fá aðstoð, til þess að tala um og finna tilfinningar sínar í öruggu rými og til þess að geta skilið þarfir sínar og sjálf sig betur. Þegar þetta er skrifað eru 100 ungmenni að nýta sér þjónustuna í hverri viku. Þjónusta Bergsins er mikilvæg forvörn fyrir ungmenni, hún sparar samfélaginu fjármuni sé litið til lengri tíma, ásamt því að létta á biðlistum hjá heilbrigðis- og félagsmálakerfinu. Áföll og óhófleg streita í bernsku hafa mótandi áhrif á streituþol einstaklinga út lífið en helmingur þeirra sem sækja þjónustu Bergsins hafa alist upp við geðrænan og/eða fíknivanda foreldris eða systkinis. Það er mikilvægt að þau ungmenni séu gripin snemma og að þau tali um áföllin sín við fullorðinn aðila sem þau geta treyst. Ein umfangsmesta rannsókn sem gerð hefur verið á tengslum áfalla og erfiðrar reynslu í bernsku og heilsufarsvandamálum síðar á lífsleiðinni er ACE rannsóknin (e. Adverse Childhood Experiences). ACE spurningarlistinn skoðar einstaklinginn út frá streituvaldandi þáttum eða áföllum sem varða ofbeldi, vanrækslu og vanvirkar heimilisaðstæður, á fyrstu 18 árum ævinnar. Sýnt hefur verið fram á að sterkt samband er milli fjölda ACE-stiga og þróunar og algengi margvíslegra heilsufarsvandamála. Einstaklingar með fjögur eða fleiri ACE-stig eru fjórfalt til tólffalt líklegri til þess að þróa með sér þunglyndi, fíknivanda, eða gera tilraun til sjálfsvígs. Samkvæmt gögnum Bergsins eru 40% ungmenna sem þangað leita með fjögur eða fleiri ACE-stig. Það gefur auga leið að það er ódýrara fyrir okkur sem samfélag að ungmenni burðist ekki með vanlíðan, áhyggjur og áföll fram á fullorðinsár án þess að fá aðstoð. Geðheilbrigði ungs fólks er góð fjárfesting fyrir samfélagið og Bergið er úrræði sem er til staðar fyrir ungmenni og hlúir að geðheilbrigði þeirra. Gögn sýna að 80% af ungmennum sem sækja Bergið þurfa ekki frekari þjónustu og að marktækt dragi úr þunglyndi, kvíða og streitu eftir komu í Bergið. Þau upplifa einnig að á þau sé hlustað. Í Berginu er biðlistum haldið í lágmarki og vilji er fyrir því að tryggja að svo verði áfram með vaxandi aðsókn. Forsvarsmenn Bergsins eru í virku samtali við heilbrigðisráðuneytið, félags- og vinnumarkaðsráðuneytið og barna- og menntamálaráðuneytið um áframhaldandi fjármögnun. Fáist sú fjármögnun mun hún þó ekki ná utan um kostnaðinn við að veita 5000 viðtöl á ári eins og þörfin er. Bergið gæti stækkað enn frekar og fært sig nær ungmennum um allt land, því áhugi á þjónustunni er sannarlega til staðar. Til að tryggja áframhaldandi starfsemi og vöxt er afar mikilvægt að Bergið hljóti stuðning almennings og fyrirtækja. Hægt er að gerast Bergrisi, sem eru mánaðarlegir styrktaraðilar Bergsins. Starfsemin er á almannaheillaskrá og eru styrkir frádráttarbærir frá skattskyldum tekjum. Við hvetjum öll sem hefðu þurft á Berginu að halda, sem þekkja ungt fólk sem þarf á Berginu að halda eða vinna með ungu fólki sem þarf á Berginu að halda, að gerast Bergrisar. Tökum höndum saman fyrir unga fólkið okkar, framtíðarauð samfélagsins og tryggjum þeim þjónustu sem hefur sýnt fram á bæði mikilvægi og forvarnargildi. Höfundar eru Bjarney Rún Haraldsdóttir, stjórnarformaður og Eva Rós Ólafsdóttir, fagstjóri í Berginu headspace.
Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson Skoðun
Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir Skoðun
Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun
Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar
Skoðun Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson skrifar
Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar
Skoðun Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar
Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson Skoðun
Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir Skoðun
Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun