Foreldrar eru sérfræðingar í sínum börnum Valdimar Víðisson skrifar 4. október 2024 13:33 Góð samvinna heimilis og skóla er einn af hornsteinum farsællar skólagöngu barna. Skólinn gerir ekkert einn og sér, foreldrar gera ekkert einir og sér og barnið gerir ekkert eitt og sér. Hér þarf góða og virka samvinnu. Sem betur fer gengur oftast vel en eðlilega geta komið upp atvik sem vinna þarf úr. Þegar það gerist erum við ekkert alltaf sammála um leiðir og þess vegna er mikilvægt að samvinnan sé góð og einkennist af trausti og virðingu. Ræðum málin og komumst að bestu lausninni barninu til heilla. Vanlíðan barna hefur aukist síðustu ár. Við sjáum það í þeim mælingum sem gerðar eru, t.d. í íslensku æskulýðsrannsókninni og í Skólapúlsinum. Samhliða aukinni vanlíðan hefur ofbeldi aukist og einnig er meira um ofbeldisumræðu barnanna í milli, bæði í raunheimum sem og í skjóli samfélagsmiðla. Við heyrum og sjáum þetta í skólum landsins. Þetta getur skólinn ekki unnið með nema í samvinnu við foreldra. Foreldrar eru sérfræðingar í sínum börnum. Í skólanum fáum við stundum þá spurningu hvað ætlar skólinn að gera í þessu? Eins og ég kom að hér á undan þá gerir skólinn ekkert einn og sér og það þarf að umorða þessa spurningu og segja, hvað ætlum við saman að gera í þessu? Það er skýrt í reglugerð um ábyrgð og skyldur aðila skólasamfélagsins að foreldrar bera ábyrgð á hegðun sinna barna og þurfa að bregðast við ef barnið er að vanrækja sínar skyldur gagnvart námi og skólasókn eða sýnir ofbeldi. En hvaða leiðir eru þá til fyrir foreldra að vinna með skólanum að bættri líðan barna? Það er mikilvægt að vera virk í öllu foreldrasamstarfi, vera dugleg að mæta á fundi og taka þátt í því sem fram fer innan skólans. Einnig er mikilvægt að tala vel um skólann í eyru barnanna því neikvæð umræða um skólann stuðlar að neikvæðni barnsins gagnvart honum. Í þeim skóla sem ég starfa í erum við með sérstaka líðanfundi fyrir foreldra. Þeir eru einu sinni til tvisvar á hverju skólaári og á fundina mæta foreldrar einungis til að ræða líðan sinna barna. Virkilega góðir fundir sem hafa skilað góðum árangri. En fyrst og síðast snýst þetta um traust milli allra aðila. Skólafólk þarf að finna traust frá foreldrum og nemendum. Ef traustið er brostið er afar brýnt að setjast niður og finna leiðir og lausnir. Það vinnst ekkert ef vantraust svífur yfir. Þá skiptir máli að byggja upp traust á ný. Við sem samfélag þurfum að taka höndum saman. Vellíðan barna er forgangsmál. Ef barni líður ekki vel þá fer minna nám fram og skólasókn minnkar. Vanlíðan skerðir félagslega þætti og getur stuðlað að auknu ofbeldi. Það er ekkert við og þið þegar við tölum um grunnskólann. Það er bara við sem skólasamfélag. Höfundur er skólastjóri í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Valdimar Víðisson Skóla- og menntamál Börn og uppeldi Mest lesið Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Hvað er friður? Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar Skoðun Kennarar: hvernig höldum við þeim við efnið? Davíð Már Sigurðsson skrifar Sjá meira
Góð samvinna heimilis og skóla er einn af hornsteinum farsællar skólagöngu barna. Skólinn gerir ekkert einn og sér, foreldrar gera ekkert einir og sér og barnið gerir ekkert eitt og sér. Hér þarf góða og virka samvinnu. Sem betur fer gengur oftast vel en eðlilega geta komið upp atvik sem vinna þarf úr. Þegar það gerist erum við ekkert alltaf sammála um leiðir og þess vegna er mikilvægt að samvinnan sé góð og einkennist af trausti og virðingu. Ræðum málin og komumst að bestu lausninni barninu til heilla. Vanlíðan barna hefur aukist síðustu ár. Við sjáum það í þeim mælingum sem gerðar eru, t.d. í íslensku æskulýðsrannsókninni og í Skólapúlsinum. Samhliða aukinni vanlíðan hefur ofbeldi aukist og einnig er meira um ofbeldisumræðu barnanna í milli, bæði í raunheimum sem og í skjóli samfélagsmiðla. Við heyrum og sjáum þetta í skólum landsins. Þetta getur skólinn ekki unnið með nema í samvinnu við foreldra. Foreldrar eru sérfræðingar í sínum börnum. Í skólanum fáum við stundum þá spurningu hvað ætlar skólinn að gera í þessu? Eins og ég kom að hér á undan þá gerir skólinn ekkert einn og sér og það þarf að umorða þessa spurningu og segja, hvað ætlum við saman að gera í þessu? Það er skýrt í reglugerð um ábyrgð og skyldur aðila skólasamfélagsins að foreldrar bera ábyrgð á hegðun sinna barna og þurfa að bregðast við ef barnið er að vanrækja sínar skyldur gagnvart námi og skólasókn eða sýnir ofbeldi. En hvaða leiðir eru þá til fyrir foreldra að vinna með skólanum að bættri líðan barna? Það er mikilvægt að vera virk í öllu foreldrasamstarfi, vera dugleg að mæta á fundi og taka þátt í því sem fram fer innan skólans. Einnig er mikilvægt að tala vel um skólann í eyru barnanna því neikvæð umræða um skólann stuðlar að neikvæðni barnsins gagnvart honum. Í þeim skóla sem ég starfa í erum við með sérstaka líðanfundi fyrir foreldra. Þeir eru einu sinni til tvisvar á hverju skólaári og á fundina mæta foreldrar einungis til að ræða líðan sinna barna. Virkilega góðir fundir sem hafa skilað góðum árangri. En fyrst og síðast snýst þetta um traust milli allra aðila. Skólafólk þarf að finna traust frá foreldrum og nemendum. Ef traustið er brostið er afar brýnt að setjast niður og finna leiðir og lausnir. Það vinnst ekkert ef vantraust svífur yfir. Þá skiptir máli að byggja upp traust á ný. Við sem samfélag þurfum að taka höndum saman. Vellíðan barna er forgangsmál. Ef barni líður ekki vel þá fer minna nám fram og skólasókn minnkar. Vanlíðan skerðir félagslega þætti og getur stuðlað að auknu ofbeldi. Það er ekkert við og þið þegar við tölum um grunnskólann. Það er bara við sem skólasamfélag. Höfundur er skólastjóri í Hafnarfirði.
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar
Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun