Íslensk börn skorti meiri aga Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 27. september 2024 10:21 Margrét Lilja hvetur foreldra til þess að setja börnum sínum mörk. Vísir/Baldur Margrét Lilja Guðmundsdóttir háskólakennari og þekkingarstjóri Planet Youth segir rannsóknir sýna að íslenskum börnum séu ekki sett nægilega mikil mörk. Aðrar uppeldisaðferðir séu of ráðandi hér á landi þar sem foreldrar vilji frekar vera bestu vinir barna sinna í stað þess að setja þeim skýrar reglur. Þetta er meðal þess sem fram kemur í Bítinu á Bylgjunni. Margrét Lilja hefur undanfarin ár unnið við barna- og ungmennarannsóknir. Hún segir svör íslenskra barna í nýjustu rannsóknum sýna ákveðinn slaka í þeirra garð af hálfu foreldra. Foreldra sem séu ragir við að setja þeim skýrar reglur og skýr mörk. Mikilvægt að einblína á það sem virkar „Ég hef verið að benda á að við erum með aðrar uppeldisaðferðir, við erum með aðra nálgun, við reynum að fókusa á að vera bestu vinir barnanna okkar í stað þess að vera foreldrið sem við þurfum að vera,“ segir Margrét meðal annars í Bítinu. Margrét tekur fram að hún sé með þessu ekki að húðskamma foreldra. Það sem sé mikilvægt í málinu sé að einblína á það sem vita er að virki þegar kemur að uppeldi barna. „Við vitum að ef börn eru að fá skýran ramma, að foreldrar séu að vera þeir foreldrar sem þeir eiga að vera og einmitt segja hvað þú átt að gera og hvað ekki, að þá hjálpar það til í öllu.“ Ekki að hlekkja börn við rúmin Margrét tekur fram að hún sé ekki að leggja til að börnin séu hlekkjuð við mjaðmir foreldra sinna. Heldur að þeim sé settur ákveðinn rammi. „Ég segi nei af því ég elska þig, hann á svo vel við og það er líka það sem krakkarnir eru að biðja um. Þau eru að biðja um samveru, þau eru jafnvel að biðja um samveru þar sem við leggjum símana frá okkur, erum í samskiptum og tölum um hlutina sem skipta máli.“ Hún hvetur foreldra til þess að vera tilbúin til að hlusta. Það þurfi ekki að kunna allt þegar tekið sé á móti nýfæddu barni en það sé mikilvægt að hlusta á rannsóknir og reynslu. Aldrei hafi verið eins mikið af upplýsingum til, en sumt misgáfulegt og sumt beinlínis skaðlegt. Eldri kynslóðin þurfi líka að vera duglegri að miðla sinni reynslu. „Ég segi nú gjarnan söguna af því þegar móðir mín var að ráðleggja mér þegar ég var með börnin mín ung og ég svona hálfhvæsti af því að mér fannst að ég ætti að kunna þetta og það er einmitt þetta viðmót og ég skynja það líka mjög vel af því að ég geri svolítið af því að hitta foreldra og tala við þá, að þau eru hrædd um að barnið þeirra sé eina barnið. Þessi tilfinning, ég vil ekki að barnið mitt sé eina barnið sem fær ekki að vera úti seint á kvöldin eða fær ekki að eiga snjallsíma og svo framvegis.“ Bítið Börn og uppeldi Mest lesið Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið Fjölgar mannkyninu enn frekar Lífið Laufey treður upp með Justin Bieber Tónlist Fleiri fréttir Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kemur í Bítinu á Bylgjunni. Margrét Lilja hefur undanfarin ár unnið við barna- og ungmennarannsóknir. Hún segir svör íslenskra barna í nýjustu rannsóknum sýna ákveðinn slaka í þeirra garð af hálfu foreldra. Foreldra sem séu ragir við að setja þeim skýrar reglur og skýr mörk. Mikilvægt að einblína á það sem virkar „Ég hef verið að benda á að við erum með aðrar uppeldisaðferðir, við erum með aðra nálgun, við reynum að fókusa á að vera bestu vinir barnanna okkar í stað þess að vera foreldrið sem við þurfum að vera,“ segir Margrét meðal annars í Bítinu. Margrét tekur fram að hún sé með þessu ekki að húðskamma foreldra. Það sem sé mikilvægt í málinu sé að einblína á það sem vita er að virki þegar kemur að uppeldi barna. „Við vitum að ef börn eru að fá skýran ramma, að foreldrar séu að vera þeir foreldrar sem þeir eiga að vera og einmitt segja hvað þú átt að gera og hvað ekki, að þá hjálpar það til í öllu.“ Ekki að hlekkja börn við rúmin Margrét tekur fram að hún sé ekki að leggja til að börnin séu hlekkjuð við mjaðmir foreldra sinna. Heldur að þeim sé settur ákveðinn rammi. „Ég segi nei af því ég elska þig, hann á svo vel við og það er líka það sem krakkarnir eru að biðja um. Þau eru að biðja um samveru, þau eru jafnvel að biðja um samveru þar sem við leggjum símana frá okkur, erum í samskiptum og tölum um hlutina sem skipta máli.“ Hún hvetur foreldra til þess að vera tilbúin til að hlusta. Það þurfi ekki að kunna allt þegar tekið sé á móti nýfæddu barni en það sé mikilvægt að hlusta á rannsóknir og reynslu. Aldrei hafi verið eins mikið af upplýsingum til, en sumt misgáfulegt og sumt beinlínis skaðlegt. Eldri kynslóðin þurfi líka að vera duglegri að miðla sinni reynslu. „Ég segi nú gjarnan söguna af því þegar móðir mín var að ráðleggja mér þegar ég var með börnin mín ung og ég svona hálfhvæsti af því að mér fannst að ég ætti að kunna þetta og það er einmitt þetta viðmót og ég skynja það líka mjög vel af því að ég geri svolítið af því að hitta foreldra og tala við þá, að þau eru hrædd um að barnið þeirra sé eina barnið. Þessi tilfinning, ég vil ekki að barnið mitt sé eina barnið sem fær ekki að vera úti seint á kvöldin eða fær ekki að eiga snjallsíma og svo framvegis.“
Bítið Börn og uppeldi Mest lesið Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið Fjölgar mannkyninu enn frekar Lífið Laufey treður upp með Justin Bieber Tónlist Fleiri fréttir Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Sjá meira