Ekkert gert til að gera nikótínpúða jafn óaðlaðandi og sígarettur Lovísa Arnardóttir skrifar 27. september 2024 07:00 Nikótínpúðarnir eru í upplýstum skápum nærri inngangi í Hagkaup. Joe Camel selur sígrettur eins og Svens selur nikótínpúða. Vísir/Hjalti Eyrún Magnúsdóttir, foreldri og blaðamaður, segir mikilvægt að stjórnvöld sofi ekki á verðinum hvað varðar nikótínpúða. Fyrir um 30 árum hafi 33 prósent fólks reykt, en nú aðeins um þrjú prósent. Í dag noti um 33 prósent fólks nikótínpúða. Stjórnvöld ættu að stefna að því að taka sér ekki 30 ár í að ná þessari prósentutölu niður. Eyrún fjallar um þetta í aðsendri grein á Vísí í dag. „Við sem erum komin yfir fertugt munum vel þann tíma þegar víða var reykt, bæði á kennarastofum og í flugvélum. Börn þekktu helstu sígarettuvörumerki vel, hvort sem reykt var á heimilinu eða ekki. Litríkir pakkarnir voru áberandi í búðinni og blöstu við í sjoppunni þegar sem við völdum okkur bland í poka. Winston voru í rauðum pökkum, Salem í grænum og Camel í ljósbrúnum pökkum prýddum kameldýri. Þetta vissu allir. Reykingar eru orðnar svo sjaldséðar nú að við gleymum nánast hvað sígarettur voru litríkar, sýnilegar og aðgengilegar áður fyrr. Rifjum aðeins upp,“ segir Eyrún í grein sinni. Hún segir breytinguna frá 33 prósent í þrjú prósent ekki hafa komið af sjálfu sér. „Til að minnka reykingar þurfti samstillt átak, hugrakka stjórnmálamenn sem þorðu að taka slaginn, þrýsting frá heilbrigðisstéttum og ýmsum hópum, skattabreytingar, ýmis þjóðarátök og kröftugar tóbaksvarnir, heilmikla fræðslu, samtakamátt foreldra, bann við reykingum innandyra og svo má lengi telja. Auk þess voru sígaretturnar settar undir borðið og úr augsýn á sölustöðum í stað þess að prýða hillurnar. Sígaretturnar eru ekki farnar neitt …en þær bara sjást ekki. Börn vita ekki lengur muninn á Winston og Camel, enda hafa þau jafnvel aldrei séð þessar vörur.“ Ekkert gert til að gera púðana óaðlaðandi Eyrún segir ekkert hafa verið gert til að tryggja að nikótínpúðar séu gerðir jafn óaðlaðandi og sígarettur. „Á þeim fimm árum sem nikótínpúðar hafa fengist hér á landi er dagleg notkun þeirra meðal ungs fólks (18-29 ára) komin upp í 33%. Glöggir lesendur sjá að það er sama hlutfall ungs fólks og reykti daglega árið 1989. Nikótínpúðarnir eru nefnilega ódýrir, aðgengilegir, litríkir og sýnilegir, alveg eins og retturnar forðum daga,“ segir Eyrún. Þá bendir hún á að í Hagkaup séu púðarnir sem dæmi settir upp fremst í búðinni í skáp sem er fallega blálýstur. „Það tekur dágóða stund að rölta innst í búðina eftir til dæmis mjólk eða brauði, á sama tíma eru nikótínpúðarnir í hugum Hagkaups slík akút-vara að þeir verða að vera í sjónlínu fólks um leið og það gengur inn í búðina.“ Krakkar og unglingar voru afar hrifnir af Joe Camel.Aðsend Eyrún fjallar einnig í grein sinni um teiknimyndafígúruna Joe Camel sem var notaður í markaðssetningu Camel sígarettna. Eyrún segir hafa orðið ákveðin vatnaskil þegar nokkrar fræðigreinar birtust um Joe Camel og vörumerkjavitund barna, unglinga og fullorðinna í ritrýndu læknatímariti í Bandaríkjunum árið 1991. „Niðurstöðurnar sem þar birtust leiddu í ljós að sex ára börn voru jafnkunnug Joe Camel og Mikka mús. Ung börn vissu vel hver Joe Camel var og þau vissu líka hvað hann var að selja,“ segir Eyrún og að sömuleiðis hafi unglingar þekkt hann vel. Þá sýndu rannsóknir að hann hafi höfðað frekar til barna og unglinga en fullorðinna. Börn skilji auglýsingar mjög vel „Börn, meira að segja mjög ung börn, sjá, skilja og muna auglýsingar og vörumerki. Börnin sem nú ganga á hverjum degi framhjá flennistórum og litríkum skiltum með vörumerki sem þau vita vel að tengist nikótínpúðum muna það vörumerki. Þau skilja hvað það merkir og þau vita upp á hár hvað viðkunnanlega teiknimyndafígúran er að reyna að selja. Þó hafa þau ekki aldur eða þroska til að skilja hættuna sem felst í því að ánetjast nikótíni. Einmitt þess vegna eru varnaglar almennt slegnir þegar kemur að markaðssetningu gagnvart börnum og unglingum. Hagsmunir þeirra til að vera varin fyrir skaðlegum áhrifum vega þyngra en hagsmunir þess sem markaðssetur skaðlega vöru,“ segir Eyrún. Hún segir það gott fyrsta skref að heilbrigðisráðherra hyggist takmarka aðgengi að þessum vörum. En það þurfi meira til. Hún segir ekki þörf á að finna upp hjólið. Stjórnvöld hafi þegar tekist á við sígaretturnar og geti gert það eins núna með nikótínpúða. Þurfa að fara undir borð „Nikótínpúðar þurfa að hætta að vera ódýrir, aðgengilegir, litríkir og sýnilegir. Nikótínpúðar þurfa að fara undir borð, í óspennandi umbúðir, það þarf að hætta að hafa þá í blálýstum skápum og álögur þurfa að aukast og verða á pari við álögur á sígarettur. Svo þarf aukna fræðslu, læknar og heilbrigðisstéttir þurfa að stíga fram og ræða af alvöru um skaðsemina …og allt hitt sem við gerðum til að útrýma sígarettum úr umhverfi okkar,“ segir Eyrún og að lokum þurfi að taka fyrir alla „Joe Camel-lega markaðssetningu“. „Það tók um þrjátíu ár að ná reykingum ungmenna úr 33% niður fyrir 3%. Nú erum við, þökk sé andvaraleysi stjórnvalda, komin á sama stað með nýjan nikótínskaðvald. Við erum aftur komin með 33% nikótínneyslu hjá ungu fólki, alveg eins og árið 1989. Boltinn er hjá Willum og félögum við Austurvöll. Ekki eyða næstu þrjátíu árum í að hugsa málið. Gerið eitthvað í þessu strax,“ segir Eyrún að lokum. Áfengi og tóbak Nikótínpúðar Verslun Neytendur Börn og uppeldi Bandaríkin Tengdar fréttir „Það er öllum brögðum beitt til að koma vörunum sem víðast“ Lára Guðrún Sigurðardóttir læknir segir sárvanta meira fjármagn til að koma í veg fyrir neyslu nikótíns. Neysla á nikótínpúðum og rafsígarettum hafi aukist síðustu ár. 13. ágúst 2024 08:21 Mest lesið „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Fleiri fréttir „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Sjá meira
„Við sem erum komin yfir fertugt munum vel þann tíma þegar víða var reykt, bæði á kennarastofum og í flugvélum. Börn þekktu helstu sígarettuvörumerki vel, hvort sem reykt var á heimilinu eða ekki. Litríkir pakkarnir voru áberandi í búðinni og blöstu við í sjoppunni þegar sem við völdum okkur bland í poka. Winston voru í rauðum pökkum, Salem í grænum og Camel í ljósbrúnum pökkum prýddum kameldýri. Þetta vissu allir. Reykingar eru orðnar svo sjaldséðar nú að við gleymum nánast hvað sígarettur voru litríkar, sýnilegar og aðgengilegar áður fyrr. Rifjum aðeins upp,“ segir Eyrún í grein sinni. Hún segir breytinguna frá 33 prósent í þrjú prósent ekki hafa komið af sjálfu sér. „Til að minnka reykingar þurfti samstillt átak, hugrakka stjórnmálamenn sem þorðu að taka slaginn, þrýsting frá heilbrigðisstéttum og ýmsum hópum, skattabreytingar, ýmis þjóðarátök og kröftugar tóbaksvarnir, heilmikla fræðslu, samtakamátt foreldra, bann við reykingum innandyra og svo má lengi telja. Auk þess voru sígaretturnar settar undir borðið og úr augsýn á sölustöðum í stað þess að prýða hillurnar. Sígaretturnar eru ekki farnar neitt …en þær bara sjást ekki. Börn vita ekki lengur muninn á Winston og Camel, enda hafa þau jafnvel aldrei séð þessar vörur.“ Ekkert gert til að gera púðana óaðlaðandi Eyrún segir ekkert hafa verið gert til að tryggja að nikótínpúðar séu gerðir jafn óaðlaðandi og sígarettur. „Á þeim fimm árum sem nikótínpúðar hafa fengist hér á landi er dagleg notkun þeirra meðal ungs fólks (18-29 ára) komin upp í 33%. Glöggir lesendur sjá að það er sama hlutfall ungs fólks og reykti daglega árið 1989. Nikótínpúðarnir eru nefnilega ódýrir, aðgengilegir, litríkir og sýnilegir, alveg eins og retturnar forðum daga,“ segir Eyrún. Þá bendir hún á að í Hagkaup séu púðarnir sem dæmi settir upp fremst í búðinni í skáp sem er fallega blálýstur. „Það tekur dágóða stund að rölta innst í búðina eftir til dæmis mjólk eða brauði, á sama tíma eru nikótínpúðarnir í hugum Hagkaups slík akút-vara að þeir verða að vera í sjónlínu fólks um leið og það gengur inn í búðina.“ Krakkar og unglingar voru afar hrifnir af Joe Camel.Aðsend Eyrún fjallar einnig í grein sinni um teiknimyndafígúruna Joe Camel sem var notaður í markaðssetningu Camel sígarettna. Eyrún segir hafa orðið ákveðin vatnaskil þegar nokkrar fræðigreinar birtust um Joe Camel og vörumerkjavitund barna, unglinga og fullorðinna í ritrýndu læknatímariti í Bandaríkjunum árið 1991. „Niðurstöðurnar sem þar birtust leiddu í ljós að sex ára börn voru jafnkunnug Joe Camel og Mikka mús. Ung börn vissu vel hver Joe Camel var og þau vissu líka hvað hann var að selja,“ segir Eyrún og að sömuleiðis hafi unglingar þekkt hann vel. Þá sýndu rannsóknir að hann hafi höfðað frekar til barna og unglinga en fullorðinna. Börn skilji auglýsingar mjög vel „Börn, meira að segja mjög ung börn, sjá, skilja og muna auglýsingar og vörumerki. Börnin sem nú ganga á hverjum degi framhjá flennistórum og litríkum skiltum með vörumerki sem þau vita vel að tengist nikótínpúðum muna það vörumerki. Þau skilja hvað það merkir og þau vita upp á hár hvað viðkunnanlega teiknimyndafígúran er að reyna að selja. Þó hafa þau ekki aldur eða þroska til að skilja hættuna sem felst í því að ánetjast nikótíni. Einmitt þess vegna eru varnaglar almennt slegnir þegar kemur að markaðssetningu gagnvart börnum og unglingum. Hagsmunir þeirra til að vera varin fyrir skaðlegum áhrifum vega þyngra en hagsmunir þess sem markaðssetur skaðlega vöru,“ segir Eyrún. Hún segir það gott fyrsta skref að heilbrigðisráðherra hyggist takmarka aðgengi að þessum vörum. En það þurfi meira til. Hún segir ekki þörf á að finna upp hjólið. Stjórnvöld hafi þegar tekist á við sígaretturnar og geti gert það eins núna með nikótínpúða. Þurfa að fara undir borð „Nikótínpúðar þurfa að hætta að vera ódýrir, aðgengilegir, litríkir og sýnilegir. Nikótínpúðar þurfa að fara undir borð, í óspennandi umbúðir, það þarf að hætta að hafa þá í blálýstum skápum og álögur þurfa að aukast og verða á pari við álögur á sígarettur. Svo þarf aukna fræðslu, læknar og heilbrigðisstéttir þurfa að stíga fram og ræða af alvöru um skaðsemina …og allt hitt sem við gerðum til að útrýma sígarettum úr umhverfi okkar,“ segir Eyrún og að lokum þurfi að taka fyrir alla „Joe Camel-lega markaðssetningu“. „Það tók um þrjátíu ár að ná reykingum ungmenna úr 33% niður fyrir 3%. Nú erum við, þökk sé andvaraleysi stjórnvalda, komin á sama stað með nýjan nikótínskaðvald. Við erum aftur komin með 33% nikótínneyslu hjá ungu fólki, alveg eins og árið 1989. Boltinn er hjá Willum og félögum við Austurvöll. Ekki eyða næstu þrjátíu árum í að hugsa málið. Gerið eitthvað í þessu strax,“ segir Eyrún að lokum.
Áfengi og tóbak Nikótínpúðar Verslun Neytendur Börn og uppeldi Bandaríkin Tengdar fréttir „Það er öllum brögðum beitt til að koma vörunum sem víðast“ Lára Guðrún Sigurðardóttir læknir segir sárvanta meira fjármagn til að koma í veg fyrir neyslu nikótíns. Neysla á nikótínpúðum og rafsígarettum hafi aukist síðustu ár. 13. ágúst 2024 08:21 Mest lesið „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Fleiri fréttir „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Sjá meira
„Það er öllum brögðum beitt til að koma vörunum sem víðast“ Lára Guðrún Sigurðardóttir læknir segir sárvanta meira fjármagn til að koma í veg fyrir neyslu nikótíns. Neysla á nikótínpúðum og rafsígarettum hafi aukist síðustu ár. 13. ágúst 2024 08:21