Neikvæð samskipti barna og ungmenna á samfélagsmiðlunum Þórarinn Torfi Finnbogason skrifar 26. september 2024 10:31 Á tímum samfélagsmiðla hafa samskipti barna og ungmenna orðið bæði flóknari og viðkvæmari en nokkru sinni áður. Samfélagsmiðlar bjóða upp á ómetanleg tækifæri til að tengjast, deila reynslu og brúa fjarlægðir en leiða líka til nýrra áskorana. Sérstaklega er vert að nefna neikvæðu samskiptin sem virðast viðurkennd í þessum stafræna heimi. Slík samskipti hafa djúpstæð áhrif á andlega velferð barna og ungmenna og geta haft langtímaáhrif á sjálfsmynd og líðan þeirra. Á sama tíma og samfélagsmiðlar veita nýja möguleika er mikilvægt að við gerum okkur grein fyrir þeim ógnunum sem fylgja. Nauðsynlegt er að leita leiða til að draga úr neikvæðum áhrifum miðlana á yngri kynslóðir. Greinin er skrifuð til að vekja fólk, þá sérstaklega foreldra og foráraðamenn, til umhugsunar um þær hættur og þau glerbrot sem þarf að varast í heimi samfélagsmiðlanna. Áhrif neikvæðra samskipta Neikvæð samskipti á samfélagsmiðlum, svo sem áreitni eða illvirkni, geta haft alvarlegar afleiðingar fyrir börn og ungmenni. Þau upplifa oft aukin kvíða, þunglyndi og sjálfsniðurrif. Börn og ungmenni sem verða fyrir neikvæðum ummælum á netinu glíma oft við lágt sjálfsmat og eiga í erfiðleikum með að treysta öðrum. Elísabet Ýrr Steinarsdóttir og Erla Gunnarsdóttir benda á að rannsóknir sýni fram á að slík samskipti geta einnig haft áhrif á námsárangur, félagsleg tengsl og almenn lífsgæði einstaklings. Orsakir neikvæðra samskipta Þegar talað er um neikvæð samskipti á netinu hjá börnum og ungmennum er þetta helsta umfjöllunarefnið: Félagsleg Pressa: Börn og ungmenni eru oft undir þrýstingi frá jafningjum um að sýna ákveðna hegðun eða deila ákveðnu efni. Þetta getur leitt til þess að þau taki þátt í eða verða vitni að neikvæðum samskiptum til að falla inn í hópinn eða fá viðurkenningu. Ómeðvituð um aðgengi: Þegar börn og ungmenni deila persónulegum upplýsingum á samfélagsmiðlum án meðvitundar um afleiðingar þess getur það leitt til misnotkunar á upplýsingunum. Misnotkunin getur aukið óvissu og stress í lífi þeirra, sérstaklega ef upplýsingarnar verða aðgengilegar öllum eða þeim deilt án þeirra samþykkis. Óábyrg Notkun: Mörg börn og ungmenni hafa ekki þroska eða nægjanlega viðbragðshæfni til að takast á við neikvætt umhverfi á samfélagsmiðlum. Þetta getur leitt til að þau taki þátt í eða verði fyrir neikvæðum samskiptum án þess að vita hvernig bregðast eigi við eða leita sér hjálpar. Lausnir og úrræði Til að takast á við neikvæð samskipti barna og ungmenna á samfélagsmiðlum er mikilvægt að fjölskyldur, skólar og samfélagið grípi til aðgerða. Má þar nefna: Menntun og Fræðsla: Foreldrar og kennarar ættu að fræða börn og ungmenni um ábyrgðarfulla notkun samfélagsmiðla. Þar með talið hvernig tekist er á við einelti á miðlunum og hvernig á að vernda persónulegar upplýsingar. Regluleg umræða um netöryggi og siðferðislegar leiðbeiningar eru nauðsynlegar. Aukið Eftirlit: Foreldrar geta fylgst með hvernig börn þeirra og ungmenni nota samfélagsmiðla með þeirra samþykki og bjóða þeim stuðning ef þau verða fyrir neikvæðum samskiptum. Þetta felur í sér að fylgst sé með virkni þeirra á netinu og opna ætti umræðuna um hvernig bregðast skuli við vandamálum sem upp kunna að koma. Stuðningur og úrræði: Skólar og sveitarfélög ættu að veita börnum og ungmennum sem verða fyrir neikvæðum samskiptum stuðning, til dæmis með því að bjóða upp á ráðgjöf og leiðsögn. Það er einnig mikilvægt að bjóða börnum og ungmennum leiðir til að tilkynna misjafna hegðun á netinu. Tryggja þarf aðgerðaáætlun svo að þau mál sem upp koma geti farið í farveg úrlausna. Að lokum Neikvæð samskipti barna og ungmenna á samfélagsmiðlum er vaxandi áhyggjuefni. Nauðsynlegt er að bregðast við. Stýring frá hinu opinberra gæti verið ein lausn, en til þess að sporna við vandanum þarf að finna leiðir til úrlausna. Með því að auka menntun, eftirlit og stuðning er mögulegt að draga úr neikvæðum áhrifum og auka ábyrgari notkun samfélagsmiðla. Það er lykilatriði að halda áfram að vinna að því að skapa öruggt og stuðningsríkt umhverfi fyrir börn og ungmenni á netinu sem er þeirra raunheimur í dag. Höfndur er M.Ed. nemi. Elísabet Ýrr Steinarsdóttir, Erla Gunnarsdóttir. Áhrif snjalltækjanotkunar á námsárangur og heilbrigði barna. Háskóli íslands. https://skemman.is/bitstream/1946/33872/3/A%cc%81hrif%20snjallt%c3%a6kja%3aBAritger%c3%b0%3alokaskil.pdf Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfélagsmiðlar Börn og uppeldi Mest lesið 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Sjá meira
Á tímum samfélagsmiðla hafa samskipti barna og ungmenna orðið bæði flóknari og viðkvæmari en nokkru sinni áður. Samfélagsmiðlar bjóða upp á ómetanleg tækifæri til að tengjast, deila reynslu og brúa fjarlægðir en leiða líka til nýrra áskorana. Sérstaklega er vert að nefna neikvæðu samskiptin sem virðast viðurkennd í þessum stafræna heimi. Slík samskipti hafa djúpstæð áhrif á andlega velferð barna og ungmenna og geta haft langtímaáhrif á sjálfsmynd og líðan þeirra. Á sama tíma og samfélagsmiðlar veita nýja möguleika er mikilvægt að við gerum okkur grein fyrir þeim ógnunum sem fylgja. Nauðsynlegt er að leita leiða til að draga úr neikvæðum áhrifum miðlana á yngri kynslóðir. Greinin er skrifuð til að vekja fólk, þá sérstaklega foreldra og foráraðamenn, til umhugsunar um þær hættur og þau glerbrot sem þarf að varast í heimi samfélagsmiðlanna. Áhrif neikvæðra samskipta Neikvæð samskipti á samfélagsmiðlum, svo sem áreitni eða illvirkni, geta haft alvarlegar afleiðingar fyrir börn og ungmenni. Þau upplifa oft aukin kvíða, þunglyndi og sjálfsniðurrif. Börn og ungmenni sem verða fyrir neikvæðum ummælum á netinu glíma oft við lágt sjálfsmat og eiga í erfiðleikum með að treysta öðrum. Elísabet Ýrr Steinarsdóttir og Erla Gunnarsdóttir benda á að rannsóknir sýni fram á að slík samskipti geta einnig haft áhrif á námsárangur, félagsleg tengsl og almenn lífsgæði einstaklings. Orsakir neikvæðra samskipta Þegar talað er um neikvæð samskipti á netinu hjá börnum og ungmennum er þetta helsta umfjöllunarefnið: Félagsleg Pressa: Börn og ungmenni eru oft undir þrýstingi frá jafningjum um að sýna ákveðna hegðun eða deila ákveðnu efni. Þetta getur leitt til þess að þau taki þátt í eða verða vitni að neikvæðum samskiptum til að falla inn í hópinn eða fá viðurkenningu. Ómeðvituð um aðgengi: Þegar börn og ungmenni deila persónulegum upplýsingum á samfélagsmiðlum án meðvitundar um afleiðingar þess getur það leitt til misnotkunar á upplýsingunum. Misnotkunin getur aukið óvissu og stress í lífi þeirra, sérstaklega ef upplýsingarnar verða aðgengilegar öllum eða þeim deilt án þeirra samþykkis. Óábyrg Notkun: Mörg börn og ungmenni hafa ekki þroska eða nægjanlega viðbragðshæfni til að takast á við neikvætt umhverfi á samfélagsmiðlum. Þetta getur leitt til að þau taki þátt í eða verði fyrir neikvæðum samskiptum án þess að vita hvernig bregðast eigi við eða leita sér hjálpar. Lausnir og úrræði Til að takast á við neikvæð samskipti barna og ungmenna á samfélagsmiðlum er mikilvægt að fjölskyldur, skólar og samfélagið grípi til aðgerða. Má þar nefna: Menntun og Fræðsla: Foreldrar og kennarar ættu að fræða börn og ungmenni um ábyrgðarfulla notkun samfélagsmiðla. Þar með talið hvernig tekist er á við einelti á miðlunum og hvernig á að vernda persónulegar upplýsingar. Regluleg umræða um netöryggi og siðferðislegar leiðbeiningar eru nauðsynlegar. Aukið Eftirlit: Foreldrar geta fylgst með hvernig börn þeirra og ungmenni nota samfélagsmiðla með þeirra samþykki og bjóða þeim stuðning ef þau verða fyrir neikvæðum samskiptum. Þetta felur í sér að fylgst sé með virkni þeirra á netinu og opna ætti umræðuna um hvernig bregðast skuli við vandamálum sem upp kunna að koma. Stuðningur og úrræði: Skólar og sveitarfélög ættu að veita börnum og ungmennum sem verða fyrir neikvæðum samskiptum stuðning, til dæmis með því að bjóða upp á ráðgjöf og leiðsögn. Það er einnig mikilvægt að bjóða börnum og ungmennum leiðir til að tilkynna misjafna hegðun á netinu. Tryggja þarf aðgerðaáætlun svo að þau mál sem upp koma geti farið í farveg úrlausna. Að lokum Neikvæð samskipti barna og ungmenna á samfélagsmiðlum er vaxandi áhyggjuefni. Nauðsynlegt er að bregðast við. Stýring frá hinu opinberra gæti verið ein lausn, en til þess að sporna við vandanum þarf að finna leiðir til úrlausna. Með því að auka menntun, eftirlit og stuðning er mögulegt að draga úr neikvæðum áhrifum og auka ábyrgari notkun samfélagsmiðla. Það er lykilatriði að halda áfram að vinna að því að skapa öruggt og stuðningsríkt umhverfi fyrir börn og ungmenni á netinu sem er þeirra raunheimur í dag. Höfndur er M.Ed. nemi. Elísabet Ýrr Steinarsdóttir, Erla Gunnarsdóttir. Áhrif snjalltækjanotkunar á námsárangur og heilbrigði barna. Háskóli íslands. https://skemman.is/bitstream/1946/33872/3/A%cc%81hrif%20snjallt%c3%a6kja%3aBAritger%c3%b0%3alokaskil.pdf
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun