„Við getum ekki treyst Hagkaup í Skeifunni fyrir unglingunum“ Lovísa Arnardóttir skrifar 24. september 2024 21:07 Foreldrar voru sammála um að það þurfi að grípa til aðgerða. Aðsend Foreldrar barna í hverfum 104, 105 og 108 kalla eftir því að opnunartími félagsmiðstöðva og sundlauga verði rýmkaður. Þá vilja þau að starf félagsmiðstöðva sé eflt. Fjölmennur foreldrafundur fór fram í kvöld í Safamýri. Þar kom einnig fram vilji til að efla foreldrarölt og foreldrasamstarf. Þetta, og meira, kemur fram í ályktun sem lesin var upp á málþingi Foreldraþorpsins í kvöld og samþykkt. Þar var fjallað um velferð og öryggi ungmenna í borginni. Ályktunin verður send á ráðamanna þjóðarinnar og til skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. Undir hana rita foreldrar í Álftamýrarskóla, Breiðagerðisskóla, Fossvogsskóla, Hvassaleitisskóla, Langholtsskóla, Laugalækjarskóla, Laugarnesskóla, Réttarholtsskóla og Vogaskóla. „Krakkar og unglingar þurfa að vera einhvers staðar, þau þurfa staði til að hanga á og þau þurfa að gera eitthvað. Samvera með fjölskyldu er mikilvæg en þú þarft líka að vera með jafnöldrum þar sem uppbyggileg samskipti eiga sér stað. Vinsæll staður til að hanga á er Hagkaup í Skeifunni. Þar er opið allan sólarhringinn og nú er þar selt áfengi. En þar eru líka hópar sem lögregla, skólarnir og félagsmiðstöðvarnar þekkja vel og vara foreldra við á fundum þar sem rætt er um forvarnir. Við getum ekki treyst Hagkaup í Skeifunni fyrir unglingunum, það er ekki þeirra hlutverk að vera félagsmiðstöð. Þá skýtur það skökku við að níkótínbúðir hverfanna séu opnar lengur en félagsmiðstöðvarnar,“ segir í ályktun foreldranna. Sjá einnig: Hagkaup hefur áfengissölu í dag Þar er þess líka krafist að aðstaða félagsmiðstöðvanna í hverfunum verði bætt og það tryggt að þær séu sem næst unglingadeildum skólanna. Mikið fjölmenni var á fundinum sem var haldinn var í Safamýri í kvöld.Aðsend Óskiljanlegt að opnunartími sundlauga sé skertur Foreldrarnir segja sömuleiðis mikilvægt að rýmka opnunartíma sundlauga um kvöldin og um helgar. „Það er í raun óskiljanlegt að á þeim tíma sem unglingar vilja oft hittast sé ekki í boði að fara í sund sem er frábær og heilbrigð skemmtun. Við þurfum að tryggja að þjónustan við unglinga sé aukin í samræmi við fjölgun barna. Í stað þess að skera niður í þjónustu við börnin og unglingana okkar þurfum við að bæta í,“ segir að lokum. Sjá einnig: Foreldrar undra sig á skerðingu opnunartíma sundlauga Foreldraþorpið var stofnað í janúar árið 2018 af foreldrum í hverfi Háaleitis, Bústaða og Laugardals. Félagar eru stjórnir, varastjórnir foreldrafélaga grunnskóla ásamt fulltrúum foreldra í skólaráðum. Í tilkynningu frá hópnum segir að markmið félagsins sé að vera samráðsvettvangur foreldrafélaganna og efla samstöðu foreldra í hverfinu. Forvarnir og löggæsla Yfirskrift málþingsins sem var haldið í kvöld var „Hvernig styðjum við velferð og öryggi ungmenna í borginni?“. Fundarstjóri var Karl Óskar Þráinsson foreldri í hverfinu, Kári Sigurðsson verkefnastjóri forvarna hjá skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar fjallaði um unglingamenningu og verndandi þætti í uppeldi barna. Karl Óskar Þráinsson var fundarstjóri.Aðsend Unnar Þór Bjarnason varðstjóri lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fjallaði um samfélagslögregluna, ungmennaráð Kringlumýrar kom með kraftmikið innlegg um stöðu samfélagsins gagnvart ungu fólki. Margrét Lilja Guðmundsdóttir sérfræðingur hjá Planet Youth fjallaði af einlægni um hvernig við sem samfélag virkum best saman og erum sterkari sem ein heild. Stjórnendur, Árni Jónsson og Þórhildur Rafn Jónsdóttir kynntu starfsemi félagsmiðstöðva Kringlumýrar sem er þekkingarmiðstöð í málefnum fatlaðra barna og unglinga á frístundahluta Skóla- og frístundasviðs en staðsett á Norðurmiðstöð. Fyrirlesarar og ungmennaráð Kringlumýrar svöruðu spurningunni með því að koma með ráð til foreldra og í lokin svöruðu foreldrar tveimur spurningum hvernig þau sem foreldrar geta stutt við öryggi og velferð ungmenna og hvert væri hlutverk sveitarfélagsins gagnvart ungmennum borgarinnar. Börn og uppeldi Reykjavík Ofbeldi gegn börnum Ofbeldi barna Barnavernd Sundlaugar Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Sjá meira
Þetta, og meira, kemur fram í ályktun sem lesin var upp á málþingi Foreldraþorpsins í kvöld og samþykkt. Þar var fjallað um velferð og öryggi ungmenna í borginni. Ályktunin verður send á ráðamanna þjóðarinnar og til skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. Undir hana rita foreldrar í Álftamýrarskóla, Breiðagerðisskóla, Fossvogsskóla, Hvassaleitisskóla, Langholtsskóla, Laugalækjarskóla, Laugarnesskóla, Réttarholtsskóla og Vogaskóla. „Krakkar og unglingar þurfa að vera einhvers staðar, þau þurfa staði til að hanga á og þau þurfa að gera eitthvað. Samvera með fjölskyldu er mikilvæg en þú þarft líka að vera með jafnöldrum þar sem uppbyggileg samskipti eiga sér stað. Vinsæll staður til að hanga á er Hagkaup í Skeifunni. Þar er opið allan sólarhringinn og nú er þar selt áfengi. En þar eru líka hópar sem lögregla, skólarnir og félagsmiðstöðvarnar þekkja vel og vara foreldra við á fundum þar sem rætt er um forvarnir. Við getum ekki treyst Hagkaup í Skeifunni fyrir unglingunum, það er ekki þeirra hlutverk að vera félagsmiðstöð. Þá skýtur það skökku við að níkótínbúðir hverfanna séu opnar lengur en félagsmiðstöðvarnar,“ segir í ályktun foreldranna. Sjá einnig: Hagkaup hefur áfengissölu í dag Þar er þess líka krafist að aðstaða félagsmiðstöðvanna í hverfunum verði bætt og það tryggt að þær séu sem næst unglingadeildum skólanna. Mikið fjölmenni var á fundinum sem var haldinn var í Safamýri í kvöld.Aðsend Óskiljanlegt að opnunartími sundlauga sé skertur Foreldrarnir segja sömuleiðis mikilvægt að rýmka opnunartíma sundlauga um kvöldin og um helgar. „Það er í raun óskiljanlegt að á þeim tíma sem unglingar vilja oft hittast sé ekki í boði að fara í sund sem er frábær og heilbrigð skemmtun. Við þurfum að tryggja að þjónustan við unglinga sé aukin í samræmi við fjölgun barna. Í stað þess að skera niður í þjónustu við börnin og unglingana okkar þurfum við að bæta í,“ segir að lokum. Sjá einnig: Foreldrar undra sig á skerðingu opnunartíma sundlauga Foreldraþorpið var stofnað í janúar árið 2018 af foreldrum í hverfi Háaleitis, Bústaða og Laugardals. Félagar eru stjórnir, varastjórnir foreldrafélaga grunnskóla ásamt fulltrúum foreldra í skólaráðum. Í tilkynningu frá hópnum segir að markmið félagsins sé að vera samráðsvettvangur foreldrafélaganna og efla samstöðu foreldra í hverfinu. Forvarnir og löggæsla Yfirskrift málþingsins sem var haldið í kvöld var „Hvernig styðjum við velferð og öryggi ungmenna í borginni?“. Fundarstjóri var Karl Óskar Þráinsson foreldri í hverfinu, Kári Sigurðsson verkefnastjóri forvarna hjá skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar fjallaði um unglingamenningu og verndandi þætti í uppeldi barna. Karl Óskar Þráinsson var fundarstjóri.Aðsend Unnar Þór Bjarnason varðstjóri lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fjallaði um samfélagslögregluna, ungmennaráð Kringlumýrar kom með kraftmikið innlegg um stöðu samfélagsins gagnvart ungu fólki. Margrét Lilja Guðmundsdóttir sérfræðingur hjá Planet Youth fjallaði af einlægni um hvernig við sem samfélag virkum best saman og erum sterkari sem ein heild. Stjórnendur, Árni Jónsson og Þórhildur Rafn Jónsdóttir kynntu starfsemi félagsmiðstöðva Kringlumýrar sem er þekkingarmiðstöð í málefnum fatlaðra barna og unglinga á frístundahluta Skóla- og frístundasviðs en staðsett á Norðurmiðstöð. Fyrirlesarar og ungmennaráð Kringlumýrar svöruðu spurningunni með því að koma með ráð til foreldra og í lokin svöruðu foreldrar tveimur spurningum hvernig þau sem foreldrar geta stutt við öryggi og velferð ungmenna og hvert væri hlutverk sveitarfélagsins gagnvart ungmennum borgarinnar.
Börn og uppeldi Reykjavík Ofbeldi gegn börnum Ofbeldi barna Barnavernd Sundlaugar Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Sjá meira