Landbúnaður

Fréttamynd

Mikil ánægja með einu hestasundlaug landsins

Mikil eftirspurn er eftir því að komast með hesta í einu hestasundlaug landsins þar sem hestarnir fá þjálfun og endurhæfingu í lauginni. Eftir sundsprettinn fara hestarnir í sérstakan þurrkklefa og fá verðlaun fyrir frammistöðu sína í lauginni.

Innlent
Fréttamynd

Ríkis­jarðir á að selja bændum

Ríkissjóður á fjölda bújarða. Verulegur hluti þeirra er í langtímaábúð, langtímaleigu. Ríkið hefur eignast þessar jarðir með margvíslegum hætti og verður ekki rakið hér frekar.

Skoðun
Fréttamynd

Birta hverja krónu sem bændur fá í styrk

Stuðningsgreiðslur hins opinbera til bænda, tölur um framleiðslu og innflutning búvara og tölfræðilegar upplýsingar um fjölda bænda og búfénaðar eru meðal þeirra upplýsinga sem verða aðgengilegar á nýju Mælaborði landbúnaðarins.

Innlent
Fréttamynd

Mót­sagna­kennd stefnu­mótun í land­búnaði

Landbúnaðarstefna fyrir Ísland er í mótun og það er vel. Matvælastefna var mótuð nýlega og má ljóst vera að við ætlum okkur stóra hluti í matvælaframleiðslu. Öryggi matvæla er sett á oddinn, og markmiðið er að öll matvælaframleiðsla verði sjálfbær fyrir árið 2030.

Skoðun
Fréttamynd

Margrét tekur við for­mennsku af Grétu Maríu

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur skipað Margréti Hólm Valsdóttur, útibússtjóri Íslandsbanka á Húsavík, nýjan formann Matvælasjóðs. Margrét tekur við formennsku af Grétu Maríu Grétarsdóttur sem réð sig nýverið til starfa hjá Brimi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Kýrin Ösp mjólkar allra mest á Suðurlandi

Kýrin Ösp á bænum Birtingaholti í Hrunamannahreppi er mikill kostagripur því hún er nytjahæsta kýrin á Suðurlandi. Ösp mjólkaði vel yfri fimmtíu lítra á dag í sautján vikur í röð á síðasta ári.

Innlent
Fréttamynd

Ekkert páskalamb á borðum Stjörnu-Sævars

Sævar Helgi Bragason sjónvarpsmaður með meiru hefur fengið gríðarleg viðbrögð við þætti sínum um ofbeit á ýmsum landsvæðum. Hann segir að menn megi ekki taka gagnrýni á kerfi svona persónulega.

Innlent
Fréttamynd

Land­búnaðurinn ER á réttri leið

Bændur á Íslandi hafa á síðustu árum sett sér umhverfisstefnu og flestar búgreinar hafa það markmið að ná kolefnishlutleysi árið 2040. Það er metnaðarfullt markmið, enda bara rúm 19 ár til stefnu. Bændur hafa oft tekist á við áskoranir.

Skoðun
Fréttamynd

Stjörnu-Sævar ærir sauðfjárbændur

Þátturinn „Hvað getum við gert?“ sem er í umsjá Sævars Helga Bragasonar, áhugamanns um stjörnufræði og eins harðasta umhverfisverndarsinna Íslands, var á dagskrá Ríkissjónvarpsins í gær en fellur í afar grýtta jörð hjá sauðfjárbændum.

Innlent
Fréttamynd

Sauðburður er hafinn á Suðurlandi

Sauðburður er hafin á nokkrum bæjum á Suðurlandi því nokkur fyrirmáls lömb hafa komið í heiminn. Í Fljótshlíð eru lömb komin á allavega þremur bæjum, sem þykir heldur snemmt.

Innlent
Fréttamynd

Vísan sem þjóðskáldið sendi Þykkvbæingum

Vísa sem Matthías Jochumsson orti um Þykkvbæinga lýsti þeim sem hrossætum sem svæfu á hundaþúfum. Sagan segir að þjóðskáldið hafi haft óbeit á alræmdu hrossakjötsáti íbúanna í Þykkvabæ en Matthías var prestur í Odda á Rangárvöllum á árunum 1880 til 1886.

Lífið
Fréttamynd

Breytum orku í græn­meti

Það hafa lengi verið viðtekin sannindi á Íslandi að hér sé gnægð umhverfisvænnar orku. Á undanförnum misserum höfum við sem samfélag unnið markvisst að því að nota þessa orku til að minnka kolefnisspor okkar.

Skoðun
Fréttamynd

Segir léttgeggjað lið sem ræktar kartöflur

„Þetta er náttúrlega léttgeggjað lið að standa í þessu. Það er svo ótalmargt sem getur gerst þannig að þetta verði ekki neitt,“ segir Sigurbjartur Pálsson, kartöflubóndi í Þykkvabæ, um kartöfluræktendur, en áætlað er að um sjötíu prósent af þeim kartöflum sem ræktaðar eru á Íslandi komi frá bændum í Þykkvabæ.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Forystusauður í stífum æfingabúðum

Stífar æfingar standa yfir þessa dagana við að venja forystusauð að hlaupa í taumi með hesti þegar bóndi á bæ í grennd við Laugarvatn fer í sinn daglega reiðtúr á hestinum Kafteini með sauðinn í eftirdragi.

Innlent
Fréttamynd

Renna búgreinafélögin og búnaðarsamböndin undir Bændasamtökin?

Bændur víðs vegar af landinu streyma nú til höfuðborgarinnar því Búnaðarþing hefst á morgun í Bændahöllinni þar sem forsætisráðherra, landbúnaðarráðherra og forseti Íslands flytja ávarp, auk þess sem Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtakanna flytur setningarræðu. Breyting á félagskerfi bænda verður aðal umræðuefni þingsins.

Innlent
Fréttamynd

Fer á milli hesthúsa og skiptir faxi á hestum

Sautján ára stelpa í Mosfellsbænum hefur meira en nóg að gera að fara á milli hesthúsa og skipta faxi á hestum. Hún segir að hestunum líki mjög vel við slíkt dekur en það tekur hana um fjörutíu og fimm mínútur að skipta faxinu með tilheyrandi föndri.

Innlent
Fréttamynd

Frá Vinstri grænum og til Bænda­sam­takanna

Kári Gautason hefur verið ráðinn til Bændasamtaka Íslands þar sem hann mun koma að úrvinnslu og greiningu hagtalna landbúnaðarins, ásamt því að koma að hagrænum greiningum sem tengjast umhverfis-, loftlagsmálum, fæðuöryggi og tryggingamálum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sumargleðin hjá Ragga Bjarna reyndist örlagarík

Í vinalegum víkum í Svalbarðshreppi sunnan Raufarhafnar stunda bændur sauðfjárrækt og hlunnindabúskap og saga enn niður rekavið. Eyðijarðir eru nýttar af afkomendum síðustu bænda til orlofsdvalar yfir sumartímann.

Lífið
Fréttamynd

Ekkert sýni úr sauðfénu sem fellt var í haust reyndist jákvætt fyrir riðuveiki

Af rúmlega þúsund sýnum, sem voru rannsökuð úr getum og sauðkindum sem skera þurfti niður vegna riðuveiki á bænum Grænumýri í Skagafirði í haust, reyndist ekkert þeirra vera jákvætt. Bóndinn segir þetta bæði góð tíðindi og slæm en mörgum spurningum ósvarað. Hann segir samningaviðræður við ríkið hafa gengið bæði hægt og illa en ennþá hefur ekkert býli fengið greiddar bætur vegna niðurskurðarins.

Innlent