Hefur mjólkað kýr í 80 ár – Engin kulnun í starfi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 5. febrúar 2022 21:30 Guðni Guðmundsson, 88 ára bóndi á bænum Þverlæk í Holtum, sem fer í fjós á hverjum degi og þá er mjaltagrifjan aðalstaðurinn hans. Magnús Hlynur Hreiðarsson Guðni Guðmundsson, bóndi á bænum Þverlæk í Holtum er sennilega sá maður á Íslandi, sem hefur mjólkað kýr hvað lengst, eða í átta tíu ár. Guðni, sem er áttatíu og átta ára í dag fer í fjós á hverjum degi alla daga vikunnar. Guðni á Þverlæk, sem er bær í Holtunum í Rangárþing ytra er léttur á fæti þrátt fyrir að hann nálgist óðum í að verða níræður. Hann fer í fjós daglega en sonur hann er með myndarlegt kúabú á bænum. Mjaltagrifjan er staðurinn hans Guðna en hann gengur að sjálfsögðu í öll störf í fjósinu. Mjólkurferill Guðna skiptist í fjögur jafn löng tímabil. „Já, það eru handmjaltir fyrst, svo mjaltavél með fötukerfi, síðan mjaltir í rörmjaltakerfi og nú síðast mjaltagryfjan og þetta eru allt saman í kringum tuttugu ára tímabil,“ segir Guðni. Guðni segist mjög ánægður með sitt hlutverk við mjaltir og það sé alltaf jafn gaman að mjólka kýrnar þó að þær geti stundum verið þrjóskar. „Það er engin kulnun í starfi eins og kallað er. Það er alveg óþarfi að finna upp þetta nýyrði en það er til gamalt og gott íslenskt orð yfir þetta fyrirbrigði en það var kallað léti hérna í gamla daga,“ segir hann léttur í bragði. Guðni gengur í öll störf í fjósinu og hefur alltaf jafn gaman að umgangast skepnurnar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og kýrnar, eru þær ekki mismunandi karakterar? „Jú heldur betur og það kemur miklu betur í ljós þegar þær eru í lausagöngu þeirra sérstöku einkenni. Þetta eru allt saman sérstakar persónur. Ég hef nú sagt það við hestamenn að hestamennska og kúabúskapur byggjast á nákvæmlega sama atriðinu og það er þetta sálræna samband og þeir viðurkenna það,“ segir Guðni. Á bænum er rekið myndarlegt kúabú en bærinn er í Holtum í Rangárþingi ytra.Magnús Hlynur Hreiðarsson Guðni segist helst kvíða því núna ef syni hans dettur í hug að fá sér mjaltaþjón í fjósið. „Já, þá er sjálfhætt, það segir sig sjálft.“ Það vekur sérstaka athygli að Guðni og Margrét Þórðardóttir á Þverlæk eiga sex afkomendur, sem stunda kúabúskap. Þar ber fyrsta að nefna Kristinn son þeirra á Þverlæk og svo bæði börnin hans en það eru þau Berglind, sem er kúabóndi á Hrafnagili í Eyjafirði og Hafsteinn á Þverlæk. Þá eru þrjú önnur barnabörn kúabændur á Suðurlandi en það eru Þorgeir á Selalæk, Guðna á Helluvaði og Sigurður á Búðarhóli. Hér er mynd af hópnum, Guðni og Margrét sitja í forgrunni og síðan eru það frá vinstri, Berglind, Þorgeir, Hafsteinn, Kristinn, Sigurður og Guðni yngri.Aðsend Rangárþing ytra Landbúnaður Eldri borgarar Mest lesið Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent „Nú er nóg komið“ Erlent Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Innlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent „En við þurfum samt Grænland“ Erlent Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Erlent Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Erlent Fleiri fréttir Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Vara við gróðureldum vegna flugelda Bæjarstjórinn vill leiða Framsókn í Hafnarfirði Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Enn kvikusöfnun og landris og líkur á eldgosi Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Örn sækist eftir fjórða sæti í Hafnarfirði Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Jón Gnarr biðst afsökunar Dýpra samtal og samvinna við Evrópusambandið „lykilbreyta“ „Ísland stendur þétt með vinum sínum“ Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Sjá meira
Guðni á Þverlæk, sem er bær í Holtunum í Rangárþing ytra er léttur á fæti þrátt fyrir að hann nálgist óðum í að verða níræður. Hann fer í fjós daglega en sonur hann er með myndarlegt kúabú á bænum. Mjaltagrifjan er staðurinn hans Guðna en hann gengur að sjálfsögðu í öll störf í fjósinu. Mjólkurferill Guðna skiptist í fjögur jafn löng tímabil. „Já, það eru handmjaltir fyrst, svo mjaltavél með fötukerfi, síðan mjaltir í rörmjaltakerfi og nú síðast mjaltagryfjan og þetta eru allt saman í kringum tuttugu ára tímabil,“ segir Guðni. Guðni segist mjög ánægður með sitt hlutverk við mjaltir og það sé alltaf jafn gaman að mjólka kýrnar þó að þær geti stundum verið þrjóskar. „Það er engin kulnun í starfi eins og kallað er. Það er alveg óþarfi að finna upp þetta nýyrði en það er til gamalt og gott íslenskt orð yfir þetta fyrirbrigði en það var kallað léti hérna í gamla daga,“ segir hann léttur í bragði. Guðni gengur í öll störf í fjósinu og hefur alltaf jafn gaman að umgangast skepnurnar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og kýrnar, eru þær ekki mismunandi karakterar? „Jú heldur betur og það kemur miklu betur í ljós þegar þær eru í lausagöngu þeirra sérstöku einkenni. Þetta eru allt saman sérstakar persónur. Ég hef nú sagt það við hestamenn að hestamennska og kúabúskapur byggjast á nákvæmlega sama atriðinu og það er þetta sálræna samband og þeir viðurkenna það,“ segir Guðni. Á bænum er rekið myndarlegt kúabú en bærinn er í Holtum í Rangárþingi ytra.Magnús Hlynur Hreiðarsson Guðni segist helst kvíða því núna ef syni hans dettur í hug að fá sér mjaltaþjón í fjósið. „Já, þá er sjálfhætt, það segir sig sjálft.“ Það vekur sérstaka athygli að Guðni og Margrét Þórðardóttir á Þverlæk eiga sex afkomendur, sem stunda kúabúskap. Þar ber fyrsta að nefna Kristinn son þeirra á Þverlæk og svo bæði börnin hans en það eru þau Berglind, sem er kúabóndi á Hrafnagili í Eyjafirði og Hafsteinn á Þverlæk. Þá eru þrjú önnur barnabörn kúabændur á Suðurlandi en það eru Þorgeir á Selalæk, Guðna á Helluvaði og Sigurður á Búðarhóli. Hér er mynd af hópnum, Guðni og Margrét sitja í forgrunni og síðan eru það frá vinstri, Berglind, Þorgeir, Hafsteinn, Kristinn, Sigurður og Guðni yngri.Aðsend
Rangárþing ytra Landbúnaður Eldri borgarar Mest lesið Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent „Nú er nóg komið“ Erlent Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Innlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent „En við þurfum samt Grænland“ Erlent Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Erlent Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Erlent Fleiri fréttir Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Vara við gróðureldum vegna flugelda Bæjarstjórinn vill leiða Framsókn í Hafnarfirði Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Enn kvikusöfnun og landris og líkur á eldgosi Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Örn sækist eftir fjórða sæti í Hafnarfirði Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Jón Gnarr biðst afsökunar Dýpra samtal og samvinna við Evrópusambandið „lykilbreyta“ „Ísland stendur þétt með vinum sínum“ Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Sjá meira
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent