Dýrin svíkja þig ekki og þau kjafta ekki frá Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 22. janúar 2022 21:00 Elísabet Sveinsdóttir (Beta), grunnskólakennari, sem er með námskeiðin "Treystu mér". Magnús Hlynur Hreiðarsson Hundurinn Sólon og hestarnir hennar Elísabetar Sveinsdóttur á Selfossi hafa reynst henni stórkostlega í veikindum hennar því hún segir að samvera með dýrum geti haft úrslita áhrif, ekki síst fyrir andlega þáttinn, við að komast í gegnum veikindi. Það sé alltaf hægt að treysta dýrunum og þau kjafti ekki frá. Elíasbet, alltaf kölluð Beta er með hesthús á Selfossi þar sem hún er alla daga eitthvað að sýsla í kringum hestana og að fara á bak. Hundurinn Sólon fylgir henni hvert fótspor. Beta er með námskeið , sem hafa slegið í gegn, sem hún kallar „Treystu mér“ en það er úrræði fyrir börn og unglinga, sem eiga í einhvers konar erfiðleikum, t.d. í skólanum, félagslega eða í lífinu öllu. Þar koma hestarnir og Sólon sterkir inn. Dagur Þór Atlason, 12 ára er einn af þeim, sem hafa sótt námskeið hjá Betu en hann elskar að vera í kringum hestana og hundinn. „Og við erum búin að gera fullt saman, hann kemur hér sem vinnumaður og hjálpar mér og svo erum við bara að dinglast og dólast og hann vill aldrei fara heim þegar hann kemur,“ segir Beta og hlær. Dagur Þór og hundurinn Sólon eru bestu vinir.Magnús Hlynur Hreiðarsson En af hverju er svona gott að vinna með dýr þegar eitthvað amar að? „Þau eru bara eins og þau eru. Þau eru ekki þannig að þau segi já og meini nei og þú veist í rauninni alltaf þannig lagað hvað þau eru að tala um, sérstaklega fyrir krakka sem hafa átt erfitt í skólanum félagslega og andlega, þá er voða gott að geta gengið að einhverju vísu, sem þú veist að kemur ekki til með að svíkja þig,“ segir Beta. Beta fékk krabbamein fyrir nokkrum árum og þá sótti hún mikið í dýrin þegar andlega heilsan var í molum. „Ég notaði sérstaklega Sólon og svo átti systir mín hest, sem heitir Hrammur frá Galtastöðum og það var stundum svona eins og við töluðum saman á einhverju máli. Það er rosalega erfitt að útskýra þetta nema að maður upplifi þetta sjálfur á eigin skinni,“ segir Beta og bætir við. „Bara þetta að þegar manni líður illa eða er eitthað langt niðri þá er það einhvern vegin þannig að þegar maður kemur og finnur frá þeim bæði hitann og snoppuna og allt þetta, þá hverfur allt svona, allavega í smá stund. Ég vill rauninni hvergi annars staðar vera heldur en í hesthúsinu,“ segir hún. Hér er hægt að fara inn á Facebook síðu Betu til að fá upplýsingar um námskeiðin hennar. Dagur Þór, 12 ára fær oft að fara á hestbak hjá Betu og finnst það alltaf mjög skemmtilegt.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Hestar Landbúnaður Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Sjá meira
Elíasbet, alltaf kölluð Beta er með hesthús á Selfossi þar sem hún er alla daga eitthvað að sýsla í kringum hestana og að fara á bak. Hundurinn Sólon fylgir henni hvert fótspor. Beta er með námskeið , sem hafa slegið í gegn, sem hún kallar „Treystu mér“ en það er úrræði fyrir börn og unglinga, sem eiga í einhvers konar erfiðleikum, t.d. í skólanum, félagslega eða í lífinu öllu. Þar koma hestarnir og Sólon sterkir inn. Dagur Þór Atlason, 12 ára er einn af þeim, sem hafa sótt námskeið hjá Betu en hann elskar að vera í kringum hestana og hundinn. „Og við erum búin að gera fullt saman, hann kemur hér sem vinnumaður og hjálpar mér og svo erum við bara að dinglast og dólast og hann vill aldrei fara heim þegar hann kemur,“ segir Beta og hlær. Dagur Þór og hundurinn Sólon eru bestu vinir.Magnús Hlynur Hreiðarsson En af hverju er svona gott að vinna með dýr þegar eitthvað amar að? „Þau eru bara eins og þau eru. Þau eru ekki þannig að þau segi já og meini nei og þú veist í rauninni alltaf þannig lagað hvað þau eru að tala um, sérstaklega fyrir krakka sem hafa átt erfitt í skólanum félagslega og andlega, þá er voða gott að geta gengið að einhverju vísu, sem þú veist að kemur ekki til með að svíkja þig,“ segir Beta. Beta fékk krabbamein fyrir nokkrum árum og þá sótti hún mikið í dýrin þegar andlega heilsan var í molum. „Ég notaði sérstaklega Sólon og svo átti systir mín hest, sem heitir Hrammur frá Galtastöðum og það var stundum svona eins og við töluðum saman á einhverju máli. Það er rosalega erfitt að útskýra þetta nema að maður upplifi þetta sjálfur á eigin skinni,“ segir Beta og bætir við. „Bara þetta að þegar manni líður illa eða er eitthað langt niðri þá er það einhvern vegin þannig að þegar maður kemur og finnur frá þeim bæði hitann og snoppuna og allt þetta, þá hverfur allt svona, allavega í smá stund. Ég vill rauninni hvergi annars staðar vera heldur en í hesthúsinu,“ segir hún. Hér er hægt að fara inn á Facebook síðu Betu til að fá upplýsingar um námskeiðin hennar. Dagur Þór, 12 ára fær oft að fara á hestbak hjá Betu og finnst það alltaf mjög skemmtilegt.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Hestar Landbúnaður Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Sjá meira