Mæðgur segjast ætla að búa á Dalatanga til eilífðarnóns Kristján Már Unnarsson skrifar 23. febrúar 2022 22:05 Bændurnir á Dalatanga, dóttirin Aðalheiður Elfríð Heiðarsdóttir og mamman Marsibil Erlendsdóttir. Einar Árnason Mæðgur sem sinna búskap, veðurathugunum og vitavörslu á Dalatanga, einni afskekktustu bújörð landsins, eru búnar að kaupa húsakost á jörðinni af ríkinu. Þar rækta þær sauðfé og hunda og segjast vera að fjárfesta til framtíðar. Í fréttum Stöðvar 2 var sýnt frá Dalatanga en mamman Marsibil Erlendsdóttir og dóttirin Aðalheiður Elfríð Heiðarsdóttir voru heimsóttar í þættinum Um land allt. Vitarnir á Dalatanga eru tveir. Sá ljósi til hægri er elsti uppistandandi viti á Íslandi.Einar Árnason Dalatangi er á nesinu milli Seyðisfjarðar og Mjóafjarðar og gegnir enn þýðingarmiklu hlutverki fyrir sjófarendur. Gamli vitinn þar er sá elsti sem enn stendur uppi á Íslandi. „Ég kom hingað ´68 með pabba og mömmu. Þá fluttu þau hingað frá Siglunesi við Siglufjörð með sjö börn og allt sitt hafurtask,“ segir Marsibil, sem kallast núna vitagæslumaður. Formlega er enginn lengur á Íslandi með starfsheitið vitavörður. Við fjárhúsin á Dalatanga.Einar Árnason Auk þess að sinna vitagæslu og veðurathugunum á Dalatanga eru þær með sauðfé og hross og mamman ræktar og selur smalahunda. Dóttirin Aðalheiður flutti aftur heim úr borginni fyrir sjö árum eftir háskólanám og hún segist vera kindakonan. „Ég bara nennti ekki lengur að vera í Reykjavík. Allt í einu langaði mig bara til þess að prófa að rækta kindur og það var geðveikt gaman. Þannig að ég held alla vega áfram með það.“ -Sérðu fyrir þér að vera hérna áfram og taka við af mömmu kannski? „Ja.. við verðum bara hérna til eilífðarnóns. Hún verður hérna eldgömul hjá mér einhvern tímann,“ svarar Aðalheiður og hlær um leið og hún bendir á mömmu sína. Marsibil þjálfar og ræktar Border Collie-smalahunda Þær deila sömu einangrun með öðrum Mjófirðingum, að vera hálft árið án vegasambands við þjóðvegakerfið. Þær eru þó enn fjær skarkalanum því það tekur 20-30 mínútur að aka úr Brekkuþorpi út á Dalatanga, ef færið er ekki þeim mun verra. -Þið eruð búnar að kaupa Dalatangahúsin? „Já, við erum búnar að kaupa öll hús.“ -Þannig að þið eruð að fjárfesta til framtíðar? „Já, já, já. Það þýðir ekkert annað en að vera bjartsýnn,“ segir Marsibil og hlær. Séð yfir bæjarhúsin á Dalatanga. Vitarnir eru fjær.Einar Árnason Og núna er kominn ljósleiðari á Dalatanga með öflugri nettengingu. „Nú getur maður talað við fólkið sitt bara beint í gegnum tölvuna, bara „live“. Það er bara fáránlegt. Svo maður er aldrei einmana eða neitt. Ég finn aldrei fyrir því. Ef maður vill tala við einhvern, þá hringir maður bara,“ segir Marsibil. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Þáttinn Um land allt úr Mjóafirði má nálgast á streymisveitunni Stöð 2+. Hér má sjá níu mínútna kafla frá Dalatanga úr þættinum: Um land allt Fjarðabyggð Byggðamál Samgöngur Landbúnaður Hundar Veður Tengdar fréttir Sagt var að í Mjóafirði byggju bara nokkrar þrjóskufullar manneskjur „Í Mjóafirði búa ekkert nema nokkrar þrjóskufullar manneskjur sem bíða dauða síns,“ segir Sigfús Vilhjálmsson, útvegsbóndi á Brekku, og skellir upp úr, en tekur fram að þetta hafi Jónas Árnason sagt. Sigfús segist alls ekki viðurkenna að þetta eigi við um íbúa Mjóafjarðar. 20. febrúar 2022 07:14 Hvetur til þess að Íslendingar grafi mörg jarðgöng samtímis Bæjarstjóri Fjarðabyggðar, fjölmennasta sveitarfélags Austurlands, hvetur til þess að Íslendingar taki Færeyinga sér til fyrirmyndar í jarðgangagerð og grafi mörg göng samtímis. Hann segir lykilatriði að hringtengja Austfirði með jarðgöngum, - það sé eina leiðin til að tryggja framtíð Mjóafjarðar. 22. febrúar 2022 22:22 Mjófirðingar kalla eftir laxeldi og jarðgöngum til að treysta byggð Tvísýnt er um framtíð byggðar í Mjóafirði eftir að skólahald lagðist þar af fyrir fjórum árum. Þegar Mjófirðingar eru spurðir hvað sé til bjargar er svarið skýrt: Jarðgöng og laxeldi. 21. febrúar 2022 22:20 Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Fleiri fréttir Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var sýnt frá Dalatanga en mamman Marsibil Erlendsdóttir og dóttirin Aðalheiður Elfríð Heiðarsdóttir voru heimsóttar í þættinum Um land allt. Vitarnir á Dalatanga eru tveir. Sá ljósi til hægri er elsti uppistandandi viti á Íslandi.Einar Árnason Dalatangi er á nesinu milli Seyðisfjarðar og Mjóafjarðar og gegnir enn þýðingarmiklu hlutverki fyrir sjófarendur. Gamli vitinn þar er sá elsti sem enn stendur uppi á Íslandi. „Ég kom hingað ´68 með pabba og mömmu. Þá fluttu þau hingað frá Siglunesi við Siglufjörð með sjö börn og allt sitt hafurtask,“ segir Marsibil, sem kallast núna vitagæslumaður. Formlega er enginn lengur á Íslandi með starfsheitið vitavörður. Við fjárhúsin á Dalatanga.Einar Árnason Auk þess að sinna vitagæslu og veðurathugunum á Dalatanga eru þær með sauðfé og hross og mamman ræktar og selur smalahunda. Dóttirin Aðalheiður flutti aftur heim úr borginni fyrir sjö árum eftir háskólanám og hún segist vera kindakonan. „Ég bara nennti ekki lengur að vera í Reykjavík. Allt í einu langaði mig bara til þess að prófa að rækta kindur og það var geðveikt gaman. Þannig að ég held alla vega áfram með það.“ -Sérðu fyrir þér að vera hérna áfram og taka við af mömmu kannski? „Ja.. við verðum bara hérna til eilífðarnóns. Hún verður hérna eldgömul hjá mér einhvern tímann,“ svarar Aðalheiður og hlær um leið og hún bendir á mömmu sína. Marsibil þjálfar og ræktar Border Collie-smalahunda Þær deila sömu einangrun með öðrum Mjófirðingum, að vera hálft árið án vegasambands við þjóðvegakerfið. Þær eru þó enn fjær skarkalanum því það tekur 20-30 mínútur að aka úr Brekkuþorpi út á Dalatanga, ef færið er ekki þeim mun verra. -Þið eruð búnar að kaupa Dalatangahúsin? „Já, við erum búnar að kaupa öll hús.“ -Þannig að þið eruð að fjárfesta til framtíðar? „Já, já, já. Það þýðir ekkert annað en að vera bjartsýnn,“ segir Marsibil og hlær. Séð yfir bæjarhúsin á Dalatanga. Vitarnir eru fjær.Einar Árnason Og núna er kominn ljósleiðari á Dalatanga með öflugri nettengingu. „Nú getur maður talað við fólkið sitt bara beint í gegnum tölvuna, bara „live“. Það er bara fáránlegt. Svo maður er aldrei einmana eða neitt. Ég finn aldrei fyrir því. Ef maður vill tala við einhvern, þá hringir maður bara,“ segir Marsibil. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Þáttinn Um land allt úr Mjóafirði má nálgast á streymisveitunni Stöð 2+. Hér má sjá níu mínútna kafla frá Dalatanga úr þættinum:
Um land allt Fjarðabyggð Byggðamál Samgöngur Landbúnaður Hundar Veður Tengdar fréttir Sagt var að í Mjóafirði byggju bara nokkrar þrjóskufullar manneskjur „Í Mjóafirði búa ekkert nema nokkrar þrjóskufullar manneskjur sem bíða dauða síns,“ segir Sigfús Vilhjálmsson, útvegsbóndi á Brekku, og skellir upp úr, en tekur fram að þetta hafi Jónas Árnason sagt. Sigfús segist alls ekki viðurkenna að þetta eigi við um íbúa Mjóafjarðar. 20. febrúar 2022 07:14 Hvetur til þess að Íslendingar grafi mörg jarðgöng samtímis Bæjarstjóri Fjarðabyggðar, fjölmennasta sveitarfélags Austurlands, hvetur til þess að Íslendingar taki Færeyinga sér til fyrirmyndar í jarðgangagerð og grafi mörg göng samtímis. Hann segir lykilatriði að hringtengja Austfirði með jarðgöngum, - það sé eina leiðin til að tryggja framtíð Mjóafjarðar. 22. febrúar 2022 22:22 Mjófirðingar kalla eftir laxeldi og jarðgöngum til að treysta byggð Tvísýnt er um framtíð byggðar í Mjóafirði eftir að skólahald lagðist þar af fyrir fjórum árum. Þegar Mjófirðingar eru spurðir hvað sé til bjargar er svarið skýrt: Jarðgöng og laxeldi. 21. febrúar 2022 22:20 Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Fleiri fréttir Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Sjá meira
Sagt var að í Mjóafirði byggju bara nokkrar þrjóskufullar manneskjur „Í Mjóafirði búa ekkert nema nokkrar þrjóskufullar manneskjur sem bíða dauða síns,“ segir Sigfús Vilhjálmsson, útvegsbóndi á Brekku, og skellir upp úr, en tekur fram að þetta hafi Jónas Árnason sagt. Sigfús segist alls ekki viðurkenna að þetta eigi við um íbúa Mjóafjarðar. 20. febrúar 2022 07:14
Hvetur til þess að Íslendingar grafi mörg jarðgöng samtímis Bæjarstjóri Fjarðabyggðar, fjölmennasta sveitarfélags Austurlands, hvetur til þess að Íslendingar taki Færeyinga sér til fyrirmyndar í jarðgangagerð og grafi mörg göng samtímis. Hann segir lykilatriði að hringtengja Austfirði með jarðgöngum, - það sé eina leiðin til að tryggja framtíð Mjóafjarðar. 22. febrúar 2022 22:22
Mjófirðingar kalla eftir laxeldi og jarðgöngum til að treysta byggð Tvísýnt er um framtíð byggðar í Mjóafirði eftir að skólahald lagðist þar af fyrir fjórum árum. Þegar Mjófirðingar eru spurðir hvað sé til bjargar er svarið skýrt: Jarðgöng og laxeldi. 21. febrúar 2022 22:20