Brúskur er nýjasta tískan hjá kindum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 12. febrúar 2022 20:16 Jökull Helgason, sauðfjárbóndi á Ósabakka í Skeiða og Gnúpverjahreppi, sem er að gera skemmtilega tilraun með ræktun á Brúskfé. Hann er mjög ánægður með árangurinn enn sem komið er. Magnús Hlynur Hreiðarsson Brúskfé er nýjasta tískan þegar íslenska sauðkindin er annars vegar en bóndi á Skeiðunum hefur náð góðum árangri með ræktun fjárins. Brúskurinn, sem er hárbrúskur er á hausnum á kindunum en þó ekki á enninu, heldur í hnakkanum. Í fjárhúsinu á Ósabakka í Skeiða- og Gnúpverjahreppi hefur Jökull Helgason, fjárbóndi verið að reyna sig áfram eð ræktun á Brúskfé sér og öðrum til ánægju. Árangurinn lætur ekki á sér standa, hann er með nokkrar fallegar brúskindur en brúskarnir sjást oftast best á ferukollóttu fé. „Þær eru hreinferukollóttar þessar en þá eru þær með genin beggja vegna frá. Það kemur ekki svona góður brúskur nema að það sé ferukollótt í báðum foreldrunum. Maður verður bara að halda áfram og vera með einhvern fjölda til að finna réttu einstaklingana til þess að framrækta og þannig er hægt að ná stofni upp, sem maður er sáttur við, bæði gagnvart gerð og gæðum og svo brúsknum,“ segir Jökull. En er hann eitthvað að klippa kindurnar svo brúskurinn verði fallegur? „Nei, nei, þær verða bara svona, ég klippti þær ekkert og nota ekki hársprey,“ segir Jökull hlægjandi og bætir strax við; „Svo í mars þá klippi ég brúskinn af því hann náttúrulega dettur af og ef ekki þá verður hann að flóka, þannig að það er best að hreinsa um brúskinn í mars og svo kemur nýr brúskur fyrir næsta haust.“ Hér eru þrjár kindur hjá Jökli með myndarlegan brúsk.Magnús Hlynur Hreiðarsson Jökull segir ótrúlega gaman að prófa sig áfram í ræktuninni hvort sem það er Brúskfé eða með mismunandi liti á fénu eða eitthvað allt annað. „Þetta snýst fyrst og fremst um að hafa gaman af þessu, ég er eflaust eitthvað smá skrýtinn en það fylgir bara, þetta er alltaf jafn skemmtilegt, það verður að vera það,“ segir brúskbóndinn á Ósabakka. Skeiða- og Gnúpverjahreppur Landbúnaður Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Innlent Fleiri fréttir „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Sjá meira
Í fjárhúsinu á Ósabakka í Skeiða- og Gnúpverjahreppi hefur Jökull Helgason, fjárbóndi verið að reyna sig áfram eð ræktun á Brúskfé sér og öðrum til ánægju. Árangurinn lætur ekki á sér standa, hann er með nokkrar fallegar brúskindur en brúskarnir sjást oftast best á ferukollóttu fé. „Þær eru hreinferukollóttar þessar en þá eru þær með genin beggja vegna frá. Það kemur ekki svona góður brúskur nema að það sé ferukollótt í báðum foreldrunum. Maður verður bara að halda áfram og vera með einhvern fjölda til að finna réttu einstaklingana til þess að framrækta og þannig er hægt að ná stofni upp, sem maður er sáttur við, bæði gagnvart gerð og gæðum og svo brúsknum,“ segir Jökull. En er hann eitthvað að klippa kindurnar svo brúskurinn verði fallegur? „Nei, nei, þær verða bara svona, ég klippti þær ekkert og nota ekki hársprey,“ segir Jökull hlægjandi og bætir strax við; „Svo í mars þá klippi ég brúskinn af því hann náttúrulega dettur af og ef ekki þá verður hann að flóka, þannig að það er best að hreinsa um brúskinn í mars og svo kemur nýr brúskur fyrir næsta haust.“ Hér eru þrjár kindur hjá Jökli með myndarlegan brúsk.Magnús Hlynur Hreiðarsson Jökull segir ótrúlega gaman að prófa sig áfram í ræktuninni hvort sem það er Brúskfé eða með mismunandi liti á fénu eða eitthvað allt annað. „Þetta snýst fyrst og fremst um að hafa gaman af þessu, ég er eflaust eitthvað smá skrýtinn en það fylgir bara, þetta er alltaf jafn skemmtilegt, það verður að vera það,“ segir brúskbóndinn á Ósabakka.
Skeiða- og Gnúpverjahreppur Landbúnaður Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Innlent Fleiri fréttir „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Sjá meira