Sexhyrndur athyglissjúkur hrútur Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 17. janúar 2022 21:03 Sexi á bænum Óskabakka, sem er sexhyrndur fallegur hrútur með þrjú litamynstur. Magnús Hlynur Hreiðarsson Hrúturinn Sexi er engin venjulegur hrútur því hann er sexhyrndur og þrílitur. Sexi elskar athygli enda stendur hann alltaf upp í stíunni sinni með framfæturna upp í garðanum þegar gestir koma í fjárhúsið á Ósabakka í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Í fjárhúsinu hjá Jökli Helgasyni er fallegt fé með allskonar liti og horn. Jökull er mikill ræktunarmaður og er algjörlega ófeimin að prófa sig þar áfram. Hann hefur gaman af ferhyrndu fé, eins og þessum hrúti en það er þó hrúturinn Sexi sem vekur hvað mesta athygli í fjárhúsinu því hann er sexhyrndur. „Og hann er vel stigaður þessi hrútur, 84 stig og það er bara spennandi að sjá hvort að það sé hægt að fá áfram sex horn. Það sjást reyndar ekki nema fimm horn núna því það brotnaði eitt á fengitímanum, sennilega hefur hann fest sig í slæðigrind, þannig að eitt hornið er farið af, en það truflar ekki genin,“ segir Jökull. Sexi fékk ellefu kindur á fengitímanum og því er Jökull mjög spenntur að sjá í vor í sauðburðinum hvort sex horn komi einhvers staðar á einhverju lambi. En hefur hann heyrt áður um sexhyrndan hrút? „Nei, ég hef ekki heyrt áður um það en það væri nú forvitnilegt að vita hvort þetta sé til annars staðar á landinu.“ Jökull er mikill ræktunarmaður og er algjörlega óhræddur við að prófa sig áfram í ræktuninni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Sexi er nokkuð athyglissjúkur því hann stillir sér alltaf upp. „Já, hann gerir þetta alltaf þegar einhver kemur í húsið, þá er hann komin upp eins og forystukindur,“ segir Jökull hlægjandi. En það eru ekki bara hornin á Sexa, sem gera hann svona merkilega, nei, nei, því hann er líka þrílitur. „Já, grunnliturinn er grár og hann er golsóttur botnóttur, sem sagt grágolsubotnóttur og það er svolítið sérstakt að það skuli vera þrjú litamynstur í einni kind sem á víst ekki að vera hægt en það er greinilega hægt,“ segir Jökull. Jökull Helgason er með myndarlegt fjárbú á Óskabakka.Magnús Hlynur Hreiðarsson Skeiða- og Gnúpverjahreppur Landbúnaður Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Innlent Fleiri fréttir „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Sjá meira
Í fjárhúsinu hjá Jökli Helgasyni er fallegt fé með allskonar liti og horn. Jökull er mikill ræktunarmaður og er algjörlega ófeimin að prófa sig þar áfram. Hann hefur gaman af ferhyrndu fé, eins og þessum hrúti en það er þó hrúturinn Sexi sem vekur hvað mesta athygli í fjárhúsinu því hann er sexhyrndur. „Og hann er vel stigaður þessi hrútur, 84 stig og það er bara spennandi að sjá hvort að það sé hægt að fá áfram sex horn. Það sjást reyndar ekki nema fimm horn núna því það brotnaði eitt á fengitímanum, sennilega hefur hann fest sig í slæðigrind, þannig að eitt hornið er farið af, en það truflar ekki genin,“ segir Jökull. Sexi fékk ellefu kindur á fengitímanum og því er Jökull mjög spenntur að sjá í vor í sauðburðinum hvort sex horn komi einhvers staðar á einhverju lambi. En hefur hann heyrt áður um sexhyrndan hrút? „Nei, ég hef ekki heyrt áður um það en það væri nú forvitnilegt að vita hvort þetta sé til annars staðar á landinu.“ Jökull er mikill ræktunarmaður og er algjörlega óhræddur við að prófa sig áfram í ræktuninni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Sexi er nokkuð athyglissjúkur því hann stillir sér alltaf upp. „Já, hann gerir þetta alltaf þegar einhver kemur í húsið, þá er hann komin upp eins og forystukindur,“ segir Jökull hlægjandi. En það eru ekki bara hornin á Sexa, sem gera hann svona merkilega, nei, nei, því hann er líka þrílitur. „Já, grunnliturinn er grár og hann er golsóttur botnóttur, sem sagt grágolsubotnóttur og það er svolítið sérstakt að það skuli vera þrjú litamynstur í einni kind sem á víst ekki að vera hægt en það er greinilega hægt,“ segir Jökull. Jökull Helgason er með myndarlegt fjárbú á Óskabakka.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Skeiða- og Gnúpverjahreppur Landbúnaður Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Innlent Fleiri fréttir „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Sjá meira