Fjórir kiðlingar fæddir: Fyrstu vorboðarnir í sveitinni Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 15. janúar 2022 21:00 Stefanía Sigurðardóttir með Jólastjörnu, sem fæddist á annan í jólum. Magnús Hlynur Hreiðarsson Fyrstu vorboðarnir hafa nú litið dagsins ljós á sveitabæ á Suðurlandi því fjórir kiðlingar voru að koma í heiminn þar við mikla ánægju heimilisfólksins. Kiðlingarnir fæddust á bænum Vorsabæ II í Skeiða og Gnúpverjahreppi hjá Stefaníu Sigurðardóttur og fjölskyldu. Á bænum eru 15 geitur. Nýbornu geiturnar fá að vera í hestastíunum þar sem vel um þær með kiðin sín. „Þetta er hún Jólastjarna, hún fæddist að morgni annars á jólum alveg óvænt. Það bættist í jólaskapið hjá okkur að fá þennan glaðning. Svona óvæntan glaðning,“ segir Stefanía. Svo er eitthvað meira búið að gerast? „Já heldur betur, það var núna í gær að það bætast við einn kiðlingur og í morgun tveir í viðbót, þannig að það eru fjórar bornar.“ Kiðin eru fljót að komast á spena hjá mæðrum sínum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Stefanía segir fátt yndislegra en að vera með geitur og svo þegar kiðin fæðist, það sé toppurinn. Og gaman í öllu þessu Covid fári að fá kið? „Já, já, ég gæti jafnvel trúað að lyktin frá þeim haldi frá veirunni, hún er svo holl að gott að anda henni að sér, þannig allir ættu að fá sér geitur“, segir Stefanía og hlær. Stefanía segir kiðlingana skemmtilega vorboða. „Já, það er ekki einu sinni komin þorri og hvað þá góa, það eru bara vetrarharðindi, vindurinn blæs úti og snjór. Þá er gott að hafa eitthvað glaðlegt og ljúft hérna inni í gripahúsunum,“ segir Stefanía geitabóndi með meiru. Skeiða- og Gnúpverjahreppur Landbúnaður Dýr Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Landris hafið á ný Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Sjá meira
Kiðlingarnir fæddust á bænum Vorsabæ II í Skeiða og Gnúpverjahreppi hjá Stefaníu Sigurðardóttur og fjölskyldu. Á bænum eru 15 geitur. Nýbornu geiturnar fá að vera í hestastíunum þar sem vel um þær með kiðin sín. „Þetta er hún Jólastjarna, hún fæddist að morgni annars á jólum alveg óvænt. Það bættist í jólaskapið hjá okkur að fá þennan glaðning. Svona óvæntan glaðning,“ segir Stefanía. Svo er eitthvað meira búið að gerast? „Já heldur betur, það var núna í gær að það bætast við einn kiðlingur og í morgun tveir í viðbót, þannig að það eru fjórar bornar.“ Kiðin eru fljót að komast á spena hjá mæðrum sínum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Stefanía segir fátt yndislegra en að vera með geitur og svo þegar kiðin fæðist, það sé toppurinn. Og gaman í öllu þessu Covid fári að fá kið? „Já, já, ég gæti jafnvel trúað að lyktin frá þeim haldi frá veirunni, hún er svo holl að gott að anda henni að sér, þannig allir ættu að fá sér geitur“, segir Stefanía og hlær. Stefanía segir kiðlingana skemmtilega vorboða. „Já, það er ekki einu sinni komin þorri og hvað þá góa, það eru bara vetrarharðindi, vindurinn blæs úti og snjór. Þá er gott að hafa eitthvað glaðlegt og ljúft hérna inni í gripahúsunum,“ segir Stefanía geitabóndi með meiru.
Skeiða- og Gnúpverjahreppur Landbúnaður Dýr Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Landris hafið á ný Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Sjá meira