Fjölmiðlar

Fréttamynd

Kona ritstýrir Washington Post í fyrsta skipti

Sally Buzbee, varaforseti og aðalritstjóri AP-fréttastofunnar, hefur verið ráðin nýr yfirritstjóri bandaríska dagblaðsins Washington Post. Hún verður fyrsta konan sem ritstýrir blaðinu í hátt í 150 ára sögu þess.

Erlent
Fréttamynd

Reiknað með að fjölmiðlafrumvarpið verði að lögum á vorþingi

Formaður allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis telur að samstaða náist um afgreiðslu fjölmiðlafrumvarps menntamálaráðherra sem tekið var af dagskrá þingfundar í gær. Hann reikni með að frumvarpið verði að lögum á yfirstandandi þingi en álitaefni séu um gildistíma þess.

Innlent
Fréttamynd

Ríkisstjórn Trump fékk gögn um símanotkun blaðamanna

Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna í forsetatíð Donalds Trump fékk á laun gögn um símanotkun blaðamanna Washington Post í tengslum við umfjöllun þeirra um afskipti Rússa af forsetakosningunum árið 2016. Það reyndi ennfremur að komast yfir upplýsingar um tölvupósta blaðamannanna.

Erlent
Fréttamynd

Hörð viðbrögð komu Sigríði í opna skjöldu

Sigríður Dögg Auðunsdóttir er nýtekin við formennsku í Blaðamannafélagi Íslands og óhætt er að segja að hún byrji með látum. Ályktun stjórnar BÍ, sem hún skrifaði undir aðeins degi eftir að hún tók við formennskunni hefur reynst afdrifaríkt.

Innlent
Fréttamynd

Trúnaðar­maður á Morgun­blaðinu segir af sér vegna af­skipta BÍ

Trúnaðarmaður Blaðamannafélags Íslands á Morgunblaðinu hefur sagt af sér vegna afskipta stjórnar BÍ af auglýsingabirtingu Samherja á mbl.is. Hann telur að með afskiptum sínum fari stjórn félagsins langt út fyrir sitt hlutverk og segist hann ekki treysta sér til að verja þau afskipti sem fulltrúi félagsins á Morgunblaðinu.

Innlent
Fréttamynd

Frelsi fjölmiðla

Einhver mikilvægasta auðlind í hverju lýðræðissamfélagi eru frjálsir fjölmiðlar þar sem fagleg og gagnrýnin umfjöllun veitir valdamönnum aðhald og heldur almenningi upplýstum.

Skoðun
Fréttamynd

Vinur minn Anfinn í tröllahöndum

Síðasta vetrardag, sá ég allt í einu minn gamla vin Anfinn Olsen birtast í sjónvarpinu hér heima. Eins og hann kom fyrir í sjónvarpinu þekki ég ekki minn mann. Hann var frekar utan við sig og tafsaði í svörum, eitthvað sem er ólíkt honum. Sá Anfinn sem ég þekki er skarpur og snar en þegir ef hann hefur ekkert til málanna að leggja.

Skoðun
Fréttamynd

Þegar réttur eins kann að skaða annan

Ráðningar hins opinbera eru reglulega til umfjöllunar í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. Stundum í framhaldi af umfjöllun dómstóla þar sem hið tæknilega lögformlega ferli er til skoðunar.

Skoðun
Fréttamynd

Skoðun og staðreyndir

Á skoðanasíðu Vísis eru frá degi til dags greinar eftir ráðherra, þingmenn, verkalýðsforingja, forstjóra og áhugafólk um hin ýmsu þjóðfélagsmál. Þarna má fá í útbreiddasta fréttamiðli landsins innsýn í skoðanir breiðs hóps fólks, yfirleitt vel rökstuddar, ágætlega fram settar og úr nánast öllum áttum. Þetta er sannkallað markaðstorg hugmynda.

Skoðun
Fréttamynd

Domino's svarar og sendir Spaðanum sneið

Orðsendingar hafa gengið á víxl á milli íslenskra flatbökurisa í dag. Lotan hófst með yfirlýsingum Þórarins Ævarssonar, stofnanda Spaðans, um að hann hefði í hyggju að setja Domino’s á hausinn á fimm árum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

209 milljóna tap Ríkis­út­varpsins

Ríkisútvarpið tapaði 209 milljónum króna eftir skatta á árinu 2020, samkvæmt rekstrarreikningi sem kynntur var á aðalfundi í dag. Afkoma Ríkisútvarpsins sé þannig neikvæð í fyrsta sinn frá árinu 2014 vegna kórónuveirufaraldursins.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Eldgosið í eldlínunni í vinsælasta morgunþætti Bandaríkjanna

Sjónvarpsþátturinn „Good Morning America“ hjá sjónvarpsstöðinni ABC News bauð upp á ýtarlega umfjöllun um eldgosið í Fagradalsfjalli í þætti dagsins. Þátturinn er einn allra vinsælasti fréttaþáttur í Bandaríkjunum og hann er langsamlega vinsælasti morgunþátturinn.

Innlent