Innlent

Steingerði sagt upp sem ritstjóra Vikunnar

Bjarki Sigurðsson skrifar
Steingerði hefur verið sagt upp störfum.
Steingerði hefur verið sagt upp störfum. Facebook

Steingerði Steinarsdóttur hefur verið sagt upp störfum sem ritstjóra Vikunnar. Skipulagsbreytingar eru væntanlegar hjá Birtíngi, útgáfufélagi tímaritsins.

Steingerður hefur verið ritstjóri Vikunnar í tæp tíu ár en í samtali við RÚV segir hún að uppsögnin hafi komið henni á óvart. Henni var tjáð að nú væru skipulagsbreytingar framundan hjá Birtíngi þar sem á að einbeita sér meira að vefnum.

Steingerður byrjaði í blaðamennsku árið 1989 á Þjóðviljanum. Hún var síðan lausapenni fyrir Vikuna árin 1994 til 1998 og var þá boðið fullt starf. Hún starfaði þar til ársins 2006 en tók þá að sér ritstjórn tímaritsins Hann/hún. Þá tók hún við sem ritstjóri Vikunnar árið 2013.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×