Sekt Símans staðfest vegna dreifingar á Sjónvarpi Símans Premium Ólafur Björn Sverrisson skrifar 24. júní 2022 16:55 Höfuðstöðvar Símans og Mílu í Ármúla. Landsréttur hefur komist að þeirri niðurstöðu að Síminn hafi brotið gegn ákvæðum fjölmiðlalaga með því að beina viðskiptum Sjónvarps Símans að dótturfélagi sínu Mílu. Fjarskiptastofnun hafði gert Símanum að greiða 9 milljóna króna sekt vegna málsins sem Landsréttur staðfesti. Forsaga málsins er sú að Síminn stöðvaði dreifingu á ólínulegu efni Sjónvarps Símans yfir kerfi Vodafone 1. október árið 2015. Í ákvörðun Fjarskiptastofnun, sem þá hét Póst- og fjarskiptastofnun, er rakið að þeir sem vildu kaupa aðgang að ólínulegu sjónvarpsefni Símans, svonefndu Sjónvarpi Símans Premium, hafa því síðan þurft að vera með myndlykil frá Símanum. Áskrift að efninu varð þar með eingöngu í boði í gegnum dreifikerfi Símans og nær eingöngu á neti Mílu. Í málinu var því deilt um hvort að Síminn hafi brotið gegn ákvæði fjölmiðlalaga sem fjallar um að fjölmiðlaveitu sé óheimilt að beina viðskiptum viðskiptamanna að tengdu fjarskiptafyrirtæki. Síminn samdi ekki við Sýn annars vegar og Ljósleiðarann hins vegar um flutning og dreifingu á ólínulegu myndefni Símans; tímaflakk, frelsi og leigu á myndefni. Í dómi Landsréttar segir að Síminn hafi framið brot gegn þessu ákvæði fjölmiðlalaga með því að hafa beint viðskiptum þeirra sem vildu kaupa aðgang að Sjónvarpi Símans Premium að dótturfélaginu Mílu enda hafi ekki verið unnt að kaupa efni úr efnisveitinu nema í gegnum þetta fjarskiptanet. Féllst landsréttur því á niðurstöðu Póst- og fjarskiptastofnunar og taldi engin efni til að hrófla við mati stofnunarinnar á fjárhæð sektarinnar. Sýn hafði áður krafist bóta fyrir það tjón sem það telur sig hafa orðið fyrir á tímabilinu 15. október 2015 til 30. júní 2018, eða sem svarar til rúmlega 1,9 milljarða króna. Vísir er í eigu Sýnar hf. sem einnig á Vodafone. Fjarskipti Dómsmál Bíó og sjónvarp Fjölmiðlar Tengdar fréttir Síminn braut fjölmiðlalög með því að takmarka dreifingu Sjónvarps Símans Póst- og fjarskiptastofnun sektaði Símann um níu milljónir króna en hámarkssekt fyrir brot af þessu tagi er tíu milljónir. 3. júlí 2018 16:26 Sýn krefur Símann um að minnsta kosti 1,9 milljarða í skaðabætur Sýn hf. hefur sent Símanum hf. bréf með kröfu um greiðslu skaðabóta vegna þess tjóns sem fyrirtækið telur sig hafa orðið fyrir vegna þeirra aðgerða Símans sem Póst- og fjarskiptastofnun hefur komist að niðurstöðu um að hafi falið í sér brot á fjölmiðlalögum. 13. júlí 2018 15:04 Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Forsaga málsins er sú að Síminn stöðvaði dreifingu á ólínulegu efni Sjónvarps Símans yfir kerfi Vodafone 1. október árið 2015. Í ákvörðun Fjarskiptastofnun, sem þá hét Póst- og fjarskiptastofnun, er rakið að þeir sem vildu kaupa aðgang að ólínulegu sjónvarpsefni Símans, svonefndu Sjónvarpi Símans Premium, hafa því síðan þurft að vera með myndlykil frá Símanum. Áskrift að efninu varð þar með eingöngu í boði í gegnum dreifikerfi Símans og nær eingöngu á neti Mílu. Í málinu var því deilt um hvort að Síminn hafi brotið gegn ákvæði fjölmiðlalaga sem fjallar um að fjölmiðlaveitu sé óheimilt að beina viðskiptum viðskiptamanna að tengdu fjarskiptafyrirtæki. Síminn samdi ekki við Sýn annars vegar og Ljósleiðarann hins vegar um flutning og dreifingu á ólínulegu myndefni Símans; tímaflakk, frelsi og leigu á myndefni. Í dómi Landsréttar segir að Síminn hafi framið brot gegn þessu ákvæði fjölmiðlalaga með því að hafa beint viðskiptum þeirra sem vildu kaupa aðgang að Sjónvarpi Símans Premium að dótturfélaginu Mílu enda hafi ekki verið unnt að kaupa efni úr efnisveitinu nema í gegnum þetta fjarskiptanet. Féllst landsréttur því á niðurstöðu Póst- og fjarskiptastofnunar og taldi engin efni til að hrófla við mati stofnunarinnar á fjárhæð sektarinnar. Sýn hafði áður krafist bóta fyrir það tjón sem það telur sig hafa orðið fyrir á tímabilinu 15. október 2015 til 30. júní 2018, eða sem svarar til rúmlega 1,9 milljarða króna. Vísir er í eigu Sýnar hf. sem einnig á Vodafone.
Fjarskipti Dómsmál Bíó og sjónvarp Fjölmiðlar Tengdar fréttir Síminn braut fjölmiðlalög með því að takmarka dreifingu Sjónvarps Símans Póst- og fjarskiptastofnun sektaði Símann um níu milljónir króna en hámarkssekt fyrir brot af þessu tagi er tíu milljónir. 3. júlí 2018 16:26 Sýn krefur Símann um að minnsta kosti 1,9 milljarða í skaðabætur Sýn hf. hefur sent Símanum hf. bréf með kröfu um greiðslu skaðabóta vegna þess tjóns sem fyrirtækið telur sig hafa orðið fyrir vegna þeirra aðgerða Símans sem Póst- og fjarskiptastofnun hefur komist að niðurstöðu um að hafi falið í sér brot á fjölmiðlalögum. 13. júlí 2018 15:04 Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Síminn braut fjölmiðlalög með því að takmarka dreifingu Sjónvarps Símans Póst- og fjarskiptastofnun sektaði Símann um níu milljónir króna en hámarkssekt fyrir brot af þessu tagi er tíu milljónir. 3. júlí 2018 16:26
Sýn krefur Símann um að minnsta kosti 1,9 milljarða í skaðabætur Sýn hf. hefur sent Símanum hf. bréf með kröfu um greiðslu skaðabóta vegna þess tjóns sem fyrirtækið telur sig hafa orðið fyrir vegna þeirra aðgerða Símans sem Póst- og fjarskiptastofnun hefur komist að niðurstöðu um að hafi falið í sér brot á fjölmiðlalögum. 13. júlí 2018 15:04