Rekja byssukúluna sem banaði fréttakonu til Ísraela Kjartan Kjartansson skrifar 21. júní 2022 10:17 Frá minningarstund um Shireen Abu Akleh í Washington-borg í Bandaríkjunum. Hún var skotin til bana þar sem hún fylgdist með aðgerð Ísraelshers á Vesturbakkanum í maí. Vísir/EPA Byssukúlan sem banaði Shireen Abu Akleh, fréttakonu al-Jazeera á Vesturbakkanum í síðasta mánuði kom frá stað þar sem ísraelskur herbílalest var stödd. Rannsókn New York Times bendir til að sérsveitarmaður hafi skotið hana til bana. Abu Akleh lést þegar hún var skotin í höfuðið þegar hún fylgdist með aðgerðum Ísraelshers í Jenín á Vesturbakkanum 11. maí. Palestínsk yfirvöld sögðu að ísraelskur hermaður hefði myrt hana vísvitandi. Ísraelsher sagði mögulegt að hermaður hefði skotið hana fyrir misgáning eða að palestínskur byssumaður hefði skotið hana. Niðurstaða bráðabirgðarannsóknar hersins var að ekki væri hægt að segja afdráttarlaust til um uppruna kúlunna sem banaði fréttakonunni. Rannsókn New York Times á atburðarásinni þegar Abu Akleh var skotin leiddi í ljós að engir vopnaðir Palestínumenn hefðu verið nærri henni þegar hún var skotin. Það stangist á við skýringar Ísraelshers að ef hermaður skaut hana fyrir mistök þá hafi það verið vegna þess að hann ætlaði að skjóta á vopnaðan Palestínumann. Þá reyndist ísraelskur hermaður sem skaut á Abu Akleh og fleiri blaðamenn hafa skotið meira en þrefalt fleiri skotum en herinn viðurkenndi. Bandaríska blaðið fann þó engar vísbendingar um að hermaðurinn sem hleypti af hafi vitað hver Abu Akleh var eða hann hafi ætlað að skjóta hana sérstaklega. Þá liggi ekki fyrir hvort að hermaðurinn hafi séð að hún og félagar hennar væru í vestum sem voru merkt fjölmiðlum. AP-fréttastofan hafði áður sagt að rannsókn hennar renndi stoðum undir ásakanir Palestínumanna og félaga Abu Akleh að ísraelskur hermaður hefði skotið hana. Þegar Abu Akleh var borin til grafar í Austur-Jerúsalem hrintu ísraelskir óeirðarlögreglumnenn og börðu syrgjendur þannig að kisturberar misstu næstum kistu hennar 14. maí. Niðurstaða ísraelsku lögreglunnar var að lögreglumennirnir hefðu gerst sekir um brot í starfi. Yfirmönnum þeirra verður þó ekki refsað alvarlega. Palestína Ísrael Fjölmiðlar Tengdar fréttir Lögreglumenn börðu syrgjendur í útför blaðakonu Ísraelskir lögreglumenn börðu syrgjendur með kylfum í útför blaðakonu al-Jazeera sem var skotin til bana á Vesturbakkanum á miðvikudag. Kistuberar misstu kistu hennar stuttlega vegna atgangsins. 13. maí 2022 15:44 Fréttakona Al Jazeera skotin til bana á Vesturbakkanum Fréttakona frá Al Jazeera var skotin til bana af ísraelska hernum á Vesturbakkanum í nótt. 11. maí 2022 07:25 Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Fleiri fréttir Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Sjá meira
Abu Akleh lést þegar hún var skotin í höfuðið þegar hún fylgdist með aðgerðum Ísraelshers í Jenín á Vesturbakkanum 11. maí. Palestínsk yfirvöld sögðu að ísraelskur hermaður hefði myrt hana vísvitandi. Ísraelsher sagði mögulegt að hermaður hefði skotið hana fyrir misgáning eða að palestínskur byssumaður hefði skotið hana. Niðurstaða bráðabirgðarannsóknar hersins var að ekki væri hægt að segja afdráttarlaust til um uppruna kúlunna sem banaði fréttakonunni. Rannsókn New York Times á atburðarásinni þegar Abu Akleh var skotin leiddi í ljós að engir vopnaðir Palestínumenn hefðu verið nærri henni þegar hún var skotin. Það stangist á við skýringar Ísraelshers að ef hermaður skaut hana fyrir mistök þá hafi það verið vegna þess að hann ætlaði að skjóta á vopnaðan Palestínumann. Þá reyndist ísraelskur hermaður sem skaut á Abu Akleh og fleiri blaðamenn hafa skotið meira en þrefalt fleiri skotum en herinn viðurkenndi. Bandaríska blaðið fann þó engar vísbendingar um að hermaðurinn sem hleypti af hafi vitað hver Abu Akleh var eða hann hafi ætlað að skjóta hana sérstaklega. Þá liggi ekki fyrir hvort að hermaðurinn hafi séð að hún og félagar hennar væru í vestum sem voru merkt fjölmiðlum. AP-fréttastofan hafði áður sagt að rannsókn hennar renndi stoðum undir ásakanir Palestínumanna og félaga Abu Akleh að ísraelskur hermaður hefði skotið hana. Þegar Abu Akleh var borin til grafar í Austur-Jerúsalem hrintu ísraelskir óeirðarlögreglumnenn og börðu syrgjendur þannig að kisturberar misstu næstum kistu hennar 14. maí. Niðurstaða ísraelsku lögreglunnar var að lögreglumennirnir hefðu gerst sekir um brot í starfi. Yfirmönnum þeirra verður þó ekki refsað alvarlega.
Palestína Ísrael Fjölmiðlar Tengdar fréttir Lögreglumenn börðu syrgjendur í útför blaðakonu Ísraelskir lögreglumenn börðu syrgjendur með kylfum í útför blaðakonu al-Jazeera sem var skotin til bana á Vesturbakkanum á miðvikudag. Kistuberar misstu kistu hennar stuttlega vegna atgangsins. 13. maí 2022 15:44 Fréttakona Al Jazeera skotin til bana á Vesturbakkanum Fréttakona frá Al Jazeera var skotin til bana af ísraelska hernum á Vesturbakkanum í nótt. 11. maí 2022 07:25 Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Fleiri fréttir Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Sjá meira
Lögreglumenn börðu syrgjendur í útför blaðakonu Ísraelskir lögreglumenn börðu syrgjendur með kylfum í útför blaðakonu al-Jazeera sem var skotin til bana á Vesturbakkanum á miðvikudag. Kistuberar misstu kistu hennar stuttlega vegna atgangsins. 13. maí 2022 15:44
Fréttakona Al Jazeera skotin til bana á Vesturbakkanum Fréttakona frá Al Jazeera var skotin til bana af ísraelska hernum á Vesturbakkanum í nótt. 11. maí 2022 07:25
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“