Með réttarstöðu sakbornings vegna sölunnar á Laxfossi og Goðafossi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. júní 2022 20:44 Héraðssaksóknari hefur haft kæru vegna sölu tveggja skipa Eimskips til meðferðar. Vísir/Vilhelm Hilmar Pétur Valgarðsson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Eimskips, hefur verið boðaður í skýrslutöku hjá héraðssaksónara vegna sölu skipanna Laxfoss og Goðafoss árið 2019. Hann nýtur réttarstöðu sakbornings við skýrslutökuna. Félagið hafnar því að hafa brotið lög. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Eimskip sem birtist í kauphöllinni í kvöld. Þar kemur einnig fram að Vilhelm Þorsteinsson, forstjóri félagsins, muni einnig gefa skýrslu vegna málsins. Hann muni gera það sem fyrirsvarsmaður félagsins en fram kemur í tilkynningunni að hann sé ekki grunaður um refsiverða háttsemi. Málið má rekja til sölu skipanna Laxfoss og Goðafoss. Umhverfisstofnun kærði Eimskip vegna meintra brota á lögum um meðhöndlun úrgangs. Áður hafði fréttaskýringaþátturinnn Kveikur fjallað um örlög skipanna tveggja eftir að þau voru seld. Skipin enduðu í skipaendurvinnslustöðum í Indlandi, við stærsta skipakirkjugarð heims, við Alan-ströngina. Í þættinum hélt forsvarmaður Shipbreaking Foundation, samtaka sem berjast fyrir því að tryggt sé að skipum sé fargað á öruggan og umhverfisvænan hátt, því fram að Eimskip hafi brotið evrópska úrgangslöggjöf þegar skipin voru seld, til fyrirtækis að nafni GMS. Eimskip hefur hafnað ásökunum um að hafa brotið lög um úrgangsmál þegar skipin voru seld. Er þetta ítrekað í tilkynningu félagsins til kauphallar í kvöld. „Eimskip telur sig hafa fylgt í einu og öllu lögum og reglum í þessu söluferli og seldi skipin til áframhaldandi rekstrar en ekki til endurvinnslu. Félagið mun eftir sem áður leitast við að veita héraðssaksóknara allar þær upplýsingar sem um er beðið.“ Félagið baðst í kjölfar umfjöllunar Kveiks afsökunar á því að ekki hafi verið gerðar „ríkari kröfur“ til kaupanda tveggja skipa félagsins. Sala Eimskips á Laxfossi og Goðafossi Umhverfismál Fjölmiðlar Skipaflutningar Eimskip Tengdar fréttir Gerðu húsleit vegna rannsóknar á sölu tveggja skipa Eimskips Embætti héraðssaksóknara gerði í dag húsleit á aðalskrifstofu Eimskipafélagsins. Þetta staðfestir Ólafur Þór Hauksson héraðssaskóknari í samtali við Vísi. Embættið fékk úrskurð til húsleitar hjá Héraðsdómi Reykjavíkur og óskaði eftir afmörkuðum gögnum vegna sölu skipanna Goðafoss og Laxfoss á árinu 2019 sem Umhverfisstofnun kærði til héraðssaksóknara 2020. 16. desember 2021 14:13 Hefðu mátt gera „ríkari kröfur“ til kaupanda skipanna Eimskip biðst afsökunar á því að ekki hafi verið gerðar „ríkari kröfur“ til kaupenda tveggja skipa félagsins 30. september 2020 09:38 Lífeyrissjóðir sem eiga í Eimskip skoða stöðuna og vilja skýringar Lífeyrissjóðir sem samtals eiga yfir þriðjungshlut í Eimskip skoða nú hvernig bregðast eigi við meintum brotum félagsins á lögum um meðhöndlun úrgangs í tengslum við sölu og niðurrif tveggja skipa félagsins. Að minnsta kosti einn þeirra hyggst óska eftir útskýringum frá stjórn Eimskips. 25. september 2020 20:13 Eimskip staðfestir kæru en hafnar ásökunum Umhverfisstofnun hefur kært Eimskip til embætti Héraðssaksóknara vegna meintra brota á lögum um meðhöndlun úrgangs. Félagið hafnar ásökunum um að hafa brotið lög við sölu á skipunum Goðafossi og Laxfossi. 25. september 2020 13:42 Sendi erindi til Héraðssaksóknara vegna máls Eimskips Embætti héraðssaksóknara hefur borist erindi frá Umhverfisstofnun vegna máls sem var til umfjöllunar í þætti Kveiks í gær um sölu Eimskips á skipunum Laxfossi og Goðafossi. 25. september 2020 12:13 Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Þröstur tekur við Bændablaðinu Viðskipti innlent Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum Viðskipti innlent Bankarnir byrji í brekku Viðskipti innlent Almenningur fær forgang og lægsta verðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Almenningur fær forgang og lægsta verðið Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Getur nú greitt fyrir bensínið með appi Mikilvægur gæðastimpill fyrir verkefni Carbfix í Hafnarfirði Bein útsending: Frumkvöðlar keppast um Gulleggið Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Telja hvorki hættu á jarðskjálftum né áhrifum á vatnsból af Coda Terminal Helga Beck stýrir markaðsmálum Orkusölunnar Félagsmiðstöð, Hitt húsið, FS og Heilsustofnun NLFÍ stofnanir ársins Hækka lágmarksverð mjólkur Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Jóna Dóra til Hagkaups Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Skattspor ferðaþjónustunnar metið allt að 180 milljarðar Þrír gagnavísindamenn til Snjallgagna Segja áherslur Trump-stjórnarinnar fela í sér tækifæri fyrir Icelandair Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Eimskip sem birtist í kauphöllinni í kvöld. Þar kemur einnig fram að Vilhelm Þorsteinsson, forstjóri félagsins, muni einnig gefa skýrslu vegna málsins. Hann muni gera það sem fyrirsvarsmaður félagsins en fram kemur í tilkynningunni að hann sé ekki grunaður um refsiverða háttsemi. Málið má rekja til sölu skipanna Laxfoss og Goðafoss. Umhverfisstofnun kærði Eimskip vegna meintra brota á lögum um meðhöndlun úrgangs. Áður hafði fréttaskýringaþátturinnn Kveikur fjallað um örlög skipanna tveggja eftir að þau voru seld. Skipin enduðu í skipaendurvinnslustöðum í Indlandi, við stærsta skipakirkjugarð heims, við Alan-ströngina. Í þættinum hélt forsvarmaður Shipbreaking Foundation, samtaka sem berjast fyrir því að tryggt sé að skipum sé fargað á öruggan og umhverfisvænan hátt, því fram að Eimskip hafi brotið evrópska úrgangslöggjöf þegar skipin voru seld, til fyrirtækis að nafni GMS. Eimskip hefur hafnað ásökunum um að hafa brotið lög um úrgangsmál þegar skipin voru seld. Er þetta ítrekað í tilkynningu félagsins til kauphallar í kvöld. „Eimskip telur sig hafa fylgt í einu og öllu lögum og reglum í þessu söluferli og seldi skipin til áframhaldandi rekstrar en ekki til endurvinnslu. Félagið mun eftir sem áður leitast við að veita héraðssaksóknara allar þær upplýsingar sem um er beðið.“ Félagið baðst í kjölfar umfjöllunar Kveiks afsökunar á því að ekki hafi verið gerðar „ríkari kröfur“ til kaupanda tveggja skipa félagsins.
Sala Eimskips á Laxfossi og Goðafossi Umhverfismál Fjölmiðlar Skipaflutningar Eimskip Tengdar fréttir Gerðu húsleit vegna rannsóknar á sölu tveggja skipa Eimskips Embætti héraðssaksóknara gerði í dag húsleit á aðalskrifstofu Eimskipafélagsins. Þetta staðfestir Ólafur Þór Hauksson héraðssaskóknari í samtali við Vísi. Embættið fékk úrskurð til húsleitar hjá Héraðsdómi Reykjavíkur og óskaði eftir afmörkuðum gögnum vegna sölu skipanna Goðafoss og Laxfoss á árinu 2019 sem Umhverfisstofnun kærði til héraðssaksóknara 2020. 16. desember 2021 14:13 Hefðu mátt gera „ríkari kröfur“ til kaupanda skipanna Eimskip biðst afsökunar á því að ekki hafi verið gerðar „ríkari kröfur“ til kaupenda tveggja skipa félagsins 30. september 2020 09:38 Lífeyrissjóðir sem eiga í Eimskip skoða stöðuna og vilja skýringar Lífeyrissjóðir sem samtals eiga yfir þriðjungshlut í Eimskip skoða nú hvernig bregðast eigi við meintum brotum félagsins á lögum um meðhöndlun úrgangs í tengslum við sölu og niðurrif tveggja skipa félagsins. Að minnsta kosti einn þeirra hyggst óska eftir útskýringum frá stjórn Eimskips. 25. september 2020 20:13 Eimskip staðfestir kæru en hafnar ásökunum Umhverfisstofnun hefur kært Eimskip til embætti Héraðssaksóknara vegna meintra brota á lögum um meðhöndlun úrgangs. Félagið hafnar ásökunum um að hafa brotið lög við sölu á skipunum Goðafossi og Laxfossi. 25. september 2020 13:42 Sendi erindi til Héraðssaksóknara vegna máls Eimskips Embætti héraðssaksóknara hefur borist erindi frá Umhverfisstofnun vegna máls sem var til umfjöllunar í þætti Kveiks í gær um sölu Eimskips á skipunum Laxfossi og Goðafossi. 25. september 2020 12:13 Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Þröstur tekur við Bændablaðinu Viðskipti innlent Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum Viðskipti innlent Bankarnir byrji í brekku Viðskipti innlent Almenningur fær forgang og lægsta verðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Almenningur fær forgang og lægsta verðið Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Getur nú greitt fyrir bensínið með appi Mikilvægur gæðastimpill fyrir verkefni Carbfix í Hafnarfirði Bein útsending: Frumkvöðlar keppast um Gulleggið Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Telja hvorki hættu á jarðskjálftum né áhrifum á vatnsból af Coda Terminal Helga Beck stýrir markaðsmálum Orkusölunnar Félagsmiðstöð, Hitt húsið, FS og Heilsustofnun NLFÍ stofnanir ársins Hækka lágmarksverð mjólkur Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Jóna Dóra til Hagkaups Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Skattspor ferðaþjónustunnar metið allt að 180 milljarðar Þrír gagnavísindamenn til Snjallgagna Segja áherslur Trump-stjórnarinnar fela í sér tækifæri fyrir Icelandair Sjá meira
Gerðu húsleit vegna rannsóknar á sölu tveggja skipa Eimskips Embætti héraðssaksóknara gerði í dag húsleit á aðalskrifstofu Eimskipafélagsins. Þetta staðfestir Ólafur Þór Hauksson héraðssaskóknari í samtali við Vísi. Embættið fékk úrskurð til húsleitar hjá Héraðsdómi Reykjavíkur og óskaði eftir afmörkuðum gögnum vegna sölu skipanna Goðafoss og Laxfoss á árinu 2019 sem Umhverfisstofnun kærði til héraðssaksóknara 2020. 16. desember 2021 14:13
Hefðu mátt gera „ríkari kröfur“ til kaupanda skipanna Eimskip biðst afsökunar á því að ekki hafi verið gerðar „ríkari kröfur“ til kaupenda tveggja skipa félagsins 30. september 2020 09:38
Lífeyrissjóðir sem eiga í Eimskip skoða stöðuna og vilja skýringar Lífeyrissjóðir sem samtals eiga yfir þriðjungshlut í Eimskip skoða nú hvernig bregðast eigi við meintum brotum félagsins á lögum um meðhöndlun úrgangs í tengslum við sölu og niðurrif tveggja skipa félagsins. Að minnsta kosti einn þeirra hyggst óska eftir útskýringum frá stjórn Eimskips. 25. september 2020 20:13
Eimskip staðfestir kæru en hafnar ásökunum Umhverfisstofnun hefur kært Eimskip til embætti Héraðssaksóknara vegna meintra brota á lögum um meðhöndlun úrgangs. Félagið hafnar ásökunum um að hafa brotið lög við sölu á skipunum Goðafossi og Laxfossi. 25. september 2020 13:42
Sendi erindi til Héraðssaksóknara vegna máls Eimskips Embætti héraðssaksóknara hefur borist erindi frá Umhverfisstofnun vegna máls sem var til umfjöllunar í þætti Kveiks í gær um sölu Eimskips á skipunum Laxfossi og Goðafossi. 25. september 2020 12:13