Fjölmiðlar

Fréttamynd

Vill að hlut­leysi sé for­senda ríkis­styrks fjöl­miðla

Borgarfulltrúi Pírata beindi spjótum sínum að fjölmiðlum í ræðu sinni á fundi borgarstjórnar í dag, þá sérstaklega að þeim sem hafa gagnrýnt málefni borgarinnar. Sagði hún að sér þætti eðlileg forsenda að fjölmiðlar sýndu af sér hlutleysi til að hljóta styrk úr ríkissjóði.

Innlent
Fréttamynd

„Ráð­herrann ber á­byrgð á öllu bixinu“

Brynjar Níelsson, fyrrverandi aðstoðarmaður dómsmálaráðherra og varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir Lilju D. Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, kjósa að fela ábyrgð sína við útdeilingu styrkja til fjölmiðla.

Innlent
Fréttamynd

Djúpir vasar skatt­greið­enda

Á haustmánuðum boðaði ríkisstjórnin aðhald í ríkisfjármálum og skýra forgangsröðun verkefna til að nýta fjármuni þjóðarinnar sem best. Því er forvitnilegt að skoða hvernig forgangsröðunin og aðhaldið birtist í meðförum einstaka ráðherra, það er ráðherra fjölmiðla.

Skoðun
Fréttamynd

Sýn og Ár­vakur hljóta mest

Sýn og Árvakur hljóta hvort um sig rúmlega 107 milljónir króna í rekstarstuðning úr styrktarsjóði til einkarekinna fjölmiðla. Það eru hæstu styrkirnir sem veittir voru í ár.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Líttu þér nær Drífa Snæ­dal

Það var eiginlega furðulegt að lesa grein þína Drífa undir fyrirsögninni „Hagur brota­þola ekki á blaði“ hér á Vísi en þar þykist þú vera orðin einhver sérstakur talsmaður brotaþola.

Skoðun
Fréttamynd

Jóla­stöðin komin í loftið

Útvarpsstöðin LéttBylgjan er venju samkvæmt komin í nýjan búning: jólabúninginn. Eins og á hverju ár breytist útvarpsstöðin í Jólastöðina nokkrum vikum fyrir jól þar sem jólalög hljóma allan sólarhringinn.

Jól
Fréttamynd

Lokaði erfiðum átján ára hring með heimsókn í Útvarpshúsið

Auðun Georg Ólafsson, sem ráðinn var fréttastjóri á RÚV árið 2005 og gegndi starfinu í einn dag, þáði boð útvarpsstjóra að kíkja í heimsókn í Útvarpshúsið í Efstaleiti í morgun. Hús sem hefur vakið hjá honum óþægilegar tilfinningar eftir mikið fjölmiðlafár í tengslum við ráðningu hans á sínum tíma. 

Innlent
Fréttamynd

Yngvi hættur hjá Sýn

Stjórn Sýnar og Yngvi Halldórsson, forstjóri, hafa í dag gert samkomulag um starfslok forstjóra. Viðræður um starfslokin áttu sér stað að frumkvæði forstjóra. Hann hefur látið af störfum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Síðasti dagur Fréttablaðsins og Hringbrautar

Sigmundur Ernir Rúnarsson er skipstjórinn sem fór niður með skipi sínu þegar Helgi Magnússon eigandi fjölmiðlaveldisins Torgs ákvað að leggja niður Fréttablaðið og Hringbraut og tengda vefi. Og loka skrifstofunum á Hafnartorgi.

Menning
Fréttamynd

Blæs á gagn­rýni á efnis­tök heimildar­myndar um hrunið

Efnis­tök heimildar­myndar um banka­hrunið, Bar­áttan um Ís­land, hafa verið harð­lega gagn­rýnd af fólki sem kom að gerð myndarinnar á fyrri stigum fram­leiðslu. Leik­stjóri myndarinnar og upp­runa­legur fram­leiðandi segir að mark­miðið hafi alltaf verið að beina sjónum að banka­fólki sem hafi staðið í stafni þegar hrunið varð sem og að eftir­málum þess.

Innlent
Fréttamynd

Inga Lind tekur upp hanskann fyrir Áslaugu

Fjölmiðlakonan Inga Lind Karlsdóttir segir að fréttaflutningur um ummæli Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, há­­skóla-, iðnaðar- og ný­­sköpunar­ráð­herra, um Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra hafi einkennst af útúrsnúningi.

Innlent
Fréttamynd

Kaup Sýnar á Já fá grænt ljós

Samkeppniseftirlitið hefur heimilað kaup Sýnar á Eignarhaldsfélaginu Njálu ehf., móðurfélagi Já hf. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sýn. Í sáttinni felst að síðasta fyrirvara í samningi um kaup Sýnar er aflétt.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Nætursilfrið

Á tímum þegar flestir virðast sammála um að mikla nauðsyn beri til að efla almenna og vandaða umræðu í þjóðfélaginu tekur RÚV ákvörðun um að rífa Silfrið upp með rótum og setja á tíma þegar stór hluti þjóðarinnar er genginn til náða.

Skoðun
Fréttamynd

Þrjú mál á hendur Sölva felld niður

Lögregla hefur hætt rannsókn í þremur málum sem jafnmargar konur höfðuðu gegn fjölmiðlamanninum Sölva Tryggvasyni og sökuðu um ofbeldi. Tvö og hálft ár er liðið síðan hann fór í umtalað viðtal í eigin hlaðvarpsþætti eftir útbreidda slúðursögu um að hafa gengið í skrokk á vændiskonu. Sagan átti ekki við rök að styðjast.

Innlent
Fréttamynd

Svar til lög­manns

Á Vísi er í dag, 29. sept., að finna grein eftir Sævar Þór Jónsson lögmann, þar sem hann skrifar um gagnrýni, sem ég birti á fasbókarsíðu minni um daginn. Notar greinarhöfundur fyrirsögnina: „Jón Steinar tekur upp hanskann“. Er svo að skilja á honum að ég hafi verið efnislega fylgjandi niðurstöðu dómarans.

Skoðun
Fréttamynd

RÚV þverneitar að borga og hafnar kröfum BÍ

Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands, hefur misst þolinmæðina í viðræðum sínum við Ríkisútvarpið. Hún sendi nýverið bréf til starfsmanna RÚV þar sem hún gerir grein fyrir stöðu mála.

Innlent