„Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ Jakob Bjarnar skrifar 11. desember 2024 14:47 Skarphéðinn þekkir sinn vitjunartíma. Hann lýkur störfum hjá RÚV um áramót og veit ekki hvað tekur við. Kolbrún Vaka Skarphéðinn Guðmundsson hefur sagt starfi sínu sem dagskrárstjóri Ríkisútvarpsins Sjónvarps lausu. Hann hættir um áramótin og segist ekki vita hvað taki við. „Allir eiga sinn vitjunartíma. En þetta hefur verið langur og góður tími,“ segir Skarphéðinn sem hefur sent samstarfsmönnum sínum kveðjubréf. DV greindi frá starfslokunum en þar kemur fram að Skarphéðinn sé sagnfræðingur að mennt og að hann hafi starfað sem dagskrárstjóri Ríkisútvarpsins frá árinu 2012. Þar áður var hann dagskrárstjóri Stöðvar 2 frá 2007 og upplýsingafulltrúi 365 miðla frá 2005. Þar áður var hann um árabil á menningardeild Morgunblaðsins, sem blaðamaður og gagnrýnandi. Ertu þá hættur í fjölmiðlum? „Framtíðin á eftir að leiða það í ljós, ég útiloka ekki neitt í þessum efnum,“ segir Skarphéðinn í samtali við Vísi. „Það er óráðið en í janúar er ég búinn að vera akkúrat 25 ár í fjölmiðlun. Sú tilhugsun skelfir mann, að segja skilið við fjölmiðla, ég veit hvers konar tómarúm það skilur eftir sig. Það á eftir að láta á það reyna, hvort ég treysti mér til þess. Veltur á því hvaða tækifæri sýna sig.“ Skarphéðinn segir áramótin ljómandi tíma til að þess að skipta um starf. „Áramót eru gjarnan tími kaflaskila og þetta er eitthvað sem hefur verið að blunda í mér um einhvern tíma.“ Ekki haft tök á því að velta framhaldinu fyrir sér Skarphéðinn segir starf dagskrárstjóra krefjandi og því fylgi mikið álag. Það hefur hann fundið frá fyrsta degi síðan steig fæti inn í Efstaleitið. „Það er kominn góður tími og tími á annars konar áskoranir fyrir mig. Og tími fyrir nýtt blóð, í starf sem er krefjandi. Það kallar á endurnýjun reglulega. Þetta er þýðingarmikið starf og mikilvægt að sjá til þess að það væri kominn tími á endurnýjun og nýtt blóð.“ Skarphéðinn segir ekkert liggja fyrir með önnur störf en það sé vissulega margt spennandi sem hann hefur verið að íhuga. Skarphéðinn hefur verið hartnær 25 ár í fjölmiðlum. Nú á eftir að koma í ljós hvort hann þoli það tómarúm sem myndast þegar menn hverfa þaðan.Kolbrún Vaka „Ég er ekki að láta af störfum vegna einhvers annars starfs sem bíður. Þetta tekur upp allan manns huga og athygli og ekki mikið svigrúm til að velta fyrir sér öðrum störfum. Það væri ekki sanngjarnt gagnvart vinnustaðnum og ég er fyrst og fremst að horfa fram á þessi kaflaskil og geta nú velt því fyrir mér hvað tekur við næst.“ Hluti af starfinu að svara blaðamönnum Starfið verður auglýst laust til umsóknar en eftir að Skarphéðinn hverfur á braut mun Margrét Jónasdóttir, aðstoðardagskrárstjóri sinna starfi Skarphéðins. Þar til formlega verður gengið frá arftaka hans. „Um áramótin fer ég. Það er ekkert drama í þessu. Þetta er ákvörðun sem ég tók. Ég rýk ekkert á dyr. Það er ýmsu ólokið og ég vil klára það í samvinnu við samstarfsfólk.“ Þá er eiginlega ekki annað eftir en þakka Skarphéðni það hversu liðlegur hann hefur verið að svara blaðamönnum þegar einhver málefni hafa komið upp sem krefjast skýringa. „Það er ekki hægt að svara þessu öðru vísi en svo að ég vinn við það, það er hluti af starfinu að vera til taks og svara fyrir þær ákvarðanir sem hér eru teknar.“ Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Tímamót Vistaskipti Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Eldur á Álfhólsvegi Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Innlent Áslaug hafi þennan „x-factor“ Innlent Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Innlent Fleiri fréttir Segir Grænland mikilvægt fyrir íslenska flugrekendur Telur efasemdir íbúa vegna áforma Carbfix eðlilegar Vegum lokað vegna snjóflóðahættu Rannsaka hvort dauðsfall megi rekja til falsaðs Xanax Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Myndi setja ríkisstjórnina í „algjöra úlfakreppu“ Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Sjá meira
„Allir eiga sinn vitjunartíma. En þetta hefur verið langur og góður tími,“ segir Skarphéðinn sem hefur sent samstarfsmönnum sínum kveðjubréf. DV greindi frá starfslokunum en þar kemur fram að Skarphéðinn sé sagnfræðingur að mennt og að hann hafi starfað sem dagskrárstjóri Ríkisútvarpsins frá árinu 2012. Þar áður var hann dagskrárstjóri Stöðvar 2 frá 2007 og upplýsingafulltrúi 365 miðla frá 2005. Þar áður var hann um árabil á menningardeild Morgunblaðsins, sem blaðamaður og gagnrýnandi. Ertu þá hættur í fjölmiðlum? „Framtíðin á eftir að leiða það í ljós, ég útiloka ekki neitt í þessum efnum,“ segir Skarphéðinn í samtali við Vísi. „Það er óráðið en í janúar er ég búinn að vera akkúrat 25 ár í fjölmiðlun. Sú tilhugsun skelfir mann, að segja skilið við fjölmiðla, ég veit hvers konar tómarúm það skilur eftir sig. Það á eftir að láta á það reyna, hvort ég treysti mér til þess. Veltur á því hvaða tækifæri sýna sig.“ Skarphéðinn segir áramótin ljómandi tíma til að þess að skipta um starf. „Áramót eru gjarnan tími kaflaskila og þetta er eitthvað sem hefur verið að blunda í mér um einhvern tíma.“ Ekki haft tök á því að velta framhaldinu fyrir sér Skarphéðinn segir starf dagskrárstjóra krefjandi og því fylgi mikið álag. Það hefur hann fundið frá fyrsta degi síðan steig fæti inn í Efstaleitið. „Það er kominn góður tími og tími á annars konar áskoranir fyrir mig. Og tími fyrir nýtt blóð, í starf sem er krefjandi. Það kallar á endurnýjun reglulega. Þetta er þýðingarmikið starf og mikilvægt að sjá til þess að það væri kominn tími á endurnýjun og nýtt blóð.“ Skarphéðinn segir ekkert liggja fyrir með önnur störf en það sé vissulega margt spennandi sem hann hefur verið að íhuga. Skarphéðinn hefur verið hartnær 25 ár í fjölmiðlum. Nú á eftir að koma í ljós hvort hann þoli það tómarúm sem myndast þegar menn hverfa þaðan.Kolbrún Vaka „Ég er ekki að láta af störfum vegna einhvers annars starfs sem bíður. Þetta tekur upp allan manns huga og athygli og ekki mikið svigrúm til að velta fyrir sér öðrum störfum. Það væri ekki sanngjarnt gagnvart vinnustaðnum og ég er fyrst og fremst að horfa fram á þessi kaflaskil og geta nú velt því fyrir mér hvað tekur við næst.“ Hluti af starfinu að svara blaðamönnum Starfið verður auglýst laust til umsóknar en eftir að Skarphéðinn hverfur á braut mun Margrét Jónasdóttir, aðstoðardagskrárstjóri sinna starfi Skarphéðins. Þar til formlega verður gengið frá arftaka hans. „Um áramótin fer ég. Það er ekkert drama í þessu. Þetta er ákvörðun sem ég tók. Ég rýk ekkert á dyr. Það er ýmsu ólokið og ég vil klára það í samvinnu við samstarfsfólk.“ Þá er eiginlega ekki annað eftir en þakka Skarphéðni það hversu liðlegur hann hefur verið að svara blaðamönnum þegar einhver málefni hafa komið upp sem krefjast skýringa. „Það er ekki hægt að svara þessu öðru vísi en svo að ég vinn við það, það er hluti af starfinu að vera til taks og svara fyrir þær ákvarðanir sem hér eru teknar.“
Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Tímamót Vistaskipti Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Eldur á Álfhólsvegi Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Innlent Áslaug hafi þennan „x-factor“ Innlent Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Innlent Fleiri fréttir Segir Grænland mikilvægt fyrir íslenska flugrekendur Telur efasemdir íbúa vegna áforma Carbfix eðlilegar Vegum lokað vegna snjóflóðahættu Rannsaka hvort dauðsfall megi rekja til falsaðs Xanax Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Myndi setja ríkisstjórnina í „algjöra úlfakreppu“ Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent