Innlent

Fréttin öll

Jakob Bjarnar skrifar
Margrét Friðriksdóttir tilkynnir að vefmiðill hennar Fréttin hafi nú runnið sitt skeið á enda.
Margrét Friðriksdóttir tilkynnir að vefmiðill hennar Fréttin hafi nú runnið sitt skeið á enda. aðsend

Margrét Friðriksdóttir, ritstjóri og helsta sprautan í rekstri vefmiðilsins Fréttarinnar segir að því miður sé ekki rekstrargrundvöllur til að halda miðlinum lengur lifandi.

Margrét tilkynnir þetta á Facebook-síðu sinni og segist nú ætla að snúa sér að verkefnum þar sem kraftar hennar eru betur nýttir og metnir. Hún segir að búið sé að leita allra leiða en án árangur.

„Það er sárt að þurfa yfirgefa miðil sem gengur í raun vel og fær þúsundir heimsókna á dag. Við þurfum að lágmarki 300 áskrifendur svo að dæmið gangi upp en það vantar töluvert upp á það.“

Margrét þakkar öllum frábærar móttökur og því góða fólki sem hún hefur starfað með og kynnst á þeim rúmu þremur árum sem Fréttin hefur verið rekin. Hún segir að þar hafi verið skrifaðar og birtar um 7200 greinar, sem sé magnað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×