Fréttir Ekki hægt að rekja hækkun til Landsvirkjunar Landsvirkjun mótmælir því að rekja megi hækkun hjá Orkuveitu Reykjavíkur til hækkunar á raforkuverði Landsvirkjunar. Upplýsingafulltrúi Orkuveitunnar hefur haldið því fram að hækkun á gjaldskrá fyrirtækisins upp á 2,4% megi rekja til 10% hækkunar á raforku frá Landsvirkjun. Innlent 1.12.2006 16:47 Verulegir gallar á matarskattsfrumvarpi Samtök iðnaðarins segja verulega galla á frumvarpi ríkisstjórnarinnar um matarskatt. Engin rök séu fyrir því að sætindi og sælgæti beri áfram vörugjöld. Innlent 1.12.2006 16:30 Enginn sérstakur viðbúnaður í dómnum vegna strokufanga Mál strokufangans Ívars Smára Guðmundssonar var tekið fyrir í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur. Ívar afplánar nú tuttugu mánaða dóm á Litla Hrauni en síðast þegar farið var með hann í héraðsdóm náði hann að flýja frá fangavörðum. Innlent 1.12.2006 15:53 Aer Lingus boðar hagræðingu Írska flugfélagið Aer Lingus, sem var einkavætt í septemberlok, hefur boðað hagræðingaraðgerðir á næsta ári til að draga úr útgjöldum og auka hagnað fyrirtækisins. Viðskipti erlent 1.12.2006 15:47 Valgerður á ráðherrafundi EFTA Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra, sat í dag ráðherrafund EFTA ríkjanna í Genf í Sviss. Á fundinum var rætt um fríverslunarsamning EFTA ríkjanna og aukin samskipti við önnur ríki. Ráðherrarnir funduðu einnig með Kamal Nath, viðskiptaráðherra Indlands, en undirritað var samkomulag um sameiginlega hagkvæmnikönnun vegna mögulegs fríverslunarsamnings milli ríkjanna. Innlent 1.12.2006 15:44 Rúmenar dæmdir fyrir hraðbankasvindl Tveir Rúmenar voru sakfelldir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag fyrir að hafa sett upp leynilegan afritunarbúnað á hraðbanka til að afrita banka- og greiðslukortanúmera viðskiptavina. Annar mannanna fékk tólf mánaða fangelsisdóm en hinn átta. Innlent 1.12.2006 15:22 Aldrei fleiri ferðamenn til Írlands Aldrei fleiri ferðmenn hafa sótt Írland heim en á þessu ári. 8,8 milljónir ferðamanna komu landsins það sem af er árs, en það er 8,5 prósenta aukning á milli ára og met, samkvæmt írska blaðinu Tourism Ireland. Viðskipti erlent 1.12.2006 15:13 Tekinn á 165 kílómetra hraða Lögreglan á Akranesi stöðvaði í morgun ökumann á 165 kílómetra hraða á Vesturlandsvegi í Kollafirði. Samkvæmt nýrri reglugerð sem tók gildi í dag, um sektir og viðurlög vegna brota á umferðarlögum, getur maðurinn átt von á 90.000 króna sekt og ökuleyfissviptingu í sex mánuði. Innlent 1.12.2006 14:19 Landspítalinn sýknaður af skaðabótakröfu Landspítali-Háskólasjúkrahús var í dag sýknað, í Héraðsdómi Reykjavíkur, af skaðabótakröfu konu sem taldi sig hafa hlotið skaða við mistök lækna er gerðu á henni brjósklosaðgerð. Innlent 1.12.2006 13:48 Hættir störfum þegar nýr mjólkurrisi tekur til starfa Forstjóri Norðurmjólkur hættir störfum þegar nýr mjólkurrisi, Mjólkursamsalan, tekur til starfa um áramót. Öll mjólkurvinnsla flyst frá Reykjavík. Félagið verður undanþegið samkeppnislögum. Innlent 1.12.2006 12:23 Minna atvinnuleysi á evrusvæðinu Atvinnuleysi mældist 7,7 prósent á evrusvæðinu í október, samkvæmt upplýsingum Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins. Þetta er 0,1 prósentustigi minna atvinnuleysi en í mánuðinum á undan. Viðskipti erlent 1.12.2006 10:51 Kaup hindruðu ekki samkeppni Samkeppnisstofnun hefur úrskurðað að kaup skipaþjónustufyrirtækisins O.W. Bunker og Trading A/S í Danmörku á öllu hlutafé Grupo ABC Atlantic Bunker S.L. hindri ekki virka samkeppni og sér ekki ástæðu til að aðhafast vegna kaupa OW á ABC. Innlent 1.12.2006 10:40 Kerkorian selur meira í GM Bandaríski auðkýfingurinn Kirk Kerkorian hefur selt helmingshlut sinn í bandaríska bílaframleiðandanum General Motors. Fjárfestingafélag Kerkorians, Tracinda Corp., átti lengi vel tæpan 10 prósenta hlut. Þetta er í annað sinn sem hann selur stóra hluti í GM og á nú um 4,9 prósent. Viðskipti erlent 1.12.2006 09:24 Margrét ætlar að taka sæti ef hún fær það Margrét Sverrisdóttir, sem sagt var upp störfum í gær sem framkvæmdastjóri Frjálslynda flokksins, ætlar að taka sæti á lista flokksins ef hún fær það í leiðbeinandi forvali hjá flokknum. Margrét telur skýringar formannsins fyrir uppsögn sinni ekki nægjanlegar. Innlent 1.12.2006 10:29 Seðlabanki Evrópu selur 23 tonn af gulli Evrópski seðlabankinn hefur selt 23 tonn af gullforða bankans. Salan er í samræmi við samkomulagi við seðlabanka Sviss og Svíþjóðar frá 2004 þess efnis að bankarnir megi ekki selja frá sér meira en 500 tonn af gulli á ári á fimm ára tímabili. Viðskipti erlent 1.12.2006 10:08 Ógnaði starfsfólki með öxi Karlmaður á fimmtugsaldri var í dag dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi, í Héraðsdómi Reykjaness, fyrir vopnað rán í lyfjaversluninni Apótekaranum. Fyrir viku var karlmaður á þrítugsaldri dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi fyrir vopnað rán í sama apótek. Innlent 1.12.2006 09:52 Landsbankinn sölutryggir hlut 365 í Wyndeham Gengið hefur verið frá samkomulagi við Landsbanka Íslands um að sölutryggja 64% eignarhlut 365 hf. í Daybreak Acquisitions Ltd, sem á allan eignarhlut í bresku prentsmiðjunni Wyndeham Press Group. Félagið mun ráðstafa söluandvirði eignanna til lækkunar skulda. Viðskipti innlent 1.12.2006 09:39 Teymi semur um endurfjármögnun Teymi hf. hefur gengið frá samkomulagi um sölu á fasteignum fyrirtækisins fyrir tæpa 2 milljarða krónur. Andvirðinu verður varið til niðurgreiðslu skulda. Félagið hefur ennfremur samið við Landsbankann um endurfjármögnun og stefnir að hlutafjárútboði á fyrsta fjórðungi næsta árs þar sem hlutafé verður aukið um 6 milljarða krónur. Viðskipti innlent 1.12.2006 09:28 Viðvörun vegna al-Kaída í Bandaríkjunum - Uppfært Bandaríkin hafa sent út frá sér viðvörun til fjármálastofnanna vegna þess að þeir telja að hætta sé á tölvuárásum frá liðsmönnum al-Kaída á tölvukerfi þeirra. Hótun þess efnis var sett á vefsíðu í dag og var þar sagt að árásirnar yrðu gerðar í hefndarskyni vegna Guantanamo fangelsisins en Bandaríkjamenn halda þar grunuðum hryðjuverkamönnum án þess að hafa dæmt þá fyrir nokkuð. Erlent 30.11.2006 23:16 Hringur á hálfan milljarð Demantar eru víst bestu vinir kvenna og bráðlega verður 28 karata bleikur demantur besti vinur einhverrar konu. Demanturinn, sem er á hring, er metinn á um 7 milljón dollara, eða um hálfan milljarð íslenskra króna. Hann verður seldur á uppboði hjá Sotheby's í New York þann sjötta desember ef einhvern vantar jólagjöf. Erlent 30.11.2006 23:06 Rice hvetur Arabaríki til þess að styðja við Íraka Condoleezza Rice hvatti í dag leiðtoga Arabaríkja til þess að styðja betur við bakið á írösku þjóðinni í þeim erfiðleikum sem hún gengur í gegnum um þessar mundir. Hún tók líka fram að þeir hefðu hreinlega ekki efni á því að hafa borgarastyrjöld sem gæti breiðst út nálægt sér. Hún sagði að allir vissu að ef Írak myndi vegna vel myndi velmegun svæðisins aukast gríðarlega. Erlent 30.11.2006 23:02 Ekki nóg avókadó í gvakamóleinu Bandarísk kona hefur farið í mál við matarframleiðandann Kraft þar sem gvakamóle ídýfan þeirra innihélt ekki nóg avókadó en í hefðbundu gvakamóle er avókadó víst aðalinnihald ídýfunnar frægu. Eftir að konan hafði notað gvakamóleið frá Kraft til þess að búa til þriggja laga ídýfu fyrir veislu sem hún hélt komst hún að því að það var bara ekkert avókadóbragð af henni. Erlent 30.11.2006 22:29 Forseti Mexíkó vígður í embætti á morgun Væntanlegur forseti Mexíkó, Felipe Calderon, verður vígður í embættið á morgun og ætlar sér að halda athöfnina í þinghúsinu eins og stjórnarskráin mælir fyrir. Það gæti hins vegar verið vandkvæðum bundið þar sem stjórnarandstöðuþingmenn sem þar sitja hafa tekið yfir hluta af þinghúsinu. Urður meðal annars slagsmál á milli þingmanna sem styðja Calderon og þeirra sem styðja Obrador, þann sem tapaði, í vikunni sem leið. Erlent 30.11.2006 22:20 Ekki búist við Kastró í stjórnmál á ný Fjölskylda Fidels Kastró hefur sagt honum að taka því rólega og taka ekki þátt í hátíðarhöldum sem marka bæði 80 ára afmæli hans sjálfs sem og 50 ára afmæli uppreisnarinnar á Kúbu. Þetta sagði dóttir Raul Kastrós í dag en Raul er yngri bróðir Fidels. Kúbverskir embættismenn hafa verið duglegir við að segja fréttir af góðum bata Kastró og segja sífellt að hann muni taka við stjórninni á ný. Erlent 30.11.2006 21:59 Harður árekstur á Reykjanesbraut Erilsamur dagur var hjá lögreglu Hafnarfjarðar í dag en þrjú umferðarslys urðu þar sem slys urðu á fólki. Klukkan sjö í kvöld varð harður árekstur á Reykjanesbraut en tveir bílar úr gagnstæðri átt skullu þá á hvor öðrum og teljast bílarnir mikið skemmdir og nær ónýtir. Báðir ökumenn voru fluttir á slysadeild til aðhlynningar en þeir eru ekki taldir alvarlega slasaðir samkvæmt vakthafandi lækni. Innlent 30.11.2006 21:37 Sarkozy vill Tyrki ekki í Evrópusambandið Nicolas Sarkozy, sem ætlar sér að bjóða sig fram til forseta Frakklands á næsta ári, sagði í dag í viðtali á franskri sjónvarpsstöð að hann vildi að öllum viðræðum við Tyrkland um inngöngu í Evrópusambandið væri hætt þar sem "...þeirra staður er ekki í Evrópusambandinu." Erlent 30.11.2006 21:26 Kaffi er gott fyrir heilsuna Það gæti verið góð hugmynd að fá sér kaffibolla á morgnanna í staðinn fyrir djúsglas ef maður er í hættu á að fá sykursýki af gerð tvö en þetta kom í ljós í bandarískri rannsókn sem var birt nýlega. Í ljós kom að þeir sem drekka fjóra eða fleiri kaffibolla á dag voru í minni hættu á að fá sykursýki tvö en þeir sem fengu sér sjaldan kaffi og eru niðurstöðurnar í samræmi við fyrri rannsóknir. Erlent 30.11.2006 21:03 Páfinn heimsækir mosku Benedikt páfi heimsótti í dag eina frægustu mosku Tyrklands í tilraun til þess að bæta samskipti trúarbragðanna tveggja, kristni og íslam. Páfi er nú í heimsókn í Tyrklandi í þeim tilgangi og er þetta aðeins önnur heimsókn hvaða páfa sem er á helgistað múslima. Erlent 30.11.2006 20:35 Hústökudraugar í Noregi Norskur maður hefur neitað að rífa niður gamla hlöðu sem bæjaryfirvöld hafa skipað honum að fjarlægja. Ástæðuna segir hann vera að illar annars heims verur hafi tekið sér bólfestu í hlöðunni. Hlaðan hefur staðið síðan óhreyfð síðan átti að fella hana í febrúar á síðasta ári og fær maðurinn um 3.000 króna sekt fyrir hvern dag sem hún stendur uppi. Erlent 30.11.2006 20:27 Á sjöundu milljón króna í biðlaun Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri á Akureyri fær á sjöundu milljón króna í biðlaun þegar hann lætur sjálfviljugur af embætti um áramót. Oddviti L-listanns í bæjarstjórn sakar bæjarstjórann fráfarandi um fullkomið siðleysi. Innlent 30.11.2006 20:04 « ‹ 289 290 291 292 293 294 295 296 297 … 334 ›
Ekki hægt að rekja hækkun til Landsvirkjunar Landsvirkjun mótmælir því að rekja megi hækkun hjá Orkuveitu Reykjavíkur til hækkunar á raforkuverði Landsvirkjunar. Upplýsingafulltrúi Orkuveitunnar hefur haldið því fram að hækkun á gjaldskrá fyrirtækisins upp á 2,4% megi rekja til 10% hækkunar á raforku frá Landsvirkjun. Innlent 1.12.2006 16:47
Verulegir gallar á matarskattsfrumvarpi Samtök iðnaðarins segja verulega galla á frumvarpi ríkisstjórnarinnar um matarskatt. Engin rök séu fyrir því að sætindi og sælgæti beri áfram vörugjöld. Innlent 1.12.2006 16:30
Enginn sérstakur viðbúnaður í dómnum vegna strokufanga Mál strokufangans Ívars Smára Guðmundssonar var tekið fyrir í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur. Ívar afplánar nú tuttugu mánaða dóm á Litla Hrauni en síðast þegar farið var með hann í héraðsdóm náði hann að flýja frá fangavörðum. Innlent 1.12.2006 15:53
Aer Lingus boðar hagræðingu Írska flugfélagið Aer Lingus, sem var einkavætt í septemberlok, hefur boðað hagræðingaraðgerðir á næsta ári til að draga úr útgjöldum og auka hagnað fyrirtækisins. Viðskipti erlent 1.12.2006 15:47
Valgerður á ráðherrafundi EFTA Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra, sat í dag ráðherrafund EFTA ríkjanna í Genf í Sviss. Á fundinum var rætt um fríverslunarsamning EFTA ríkjanna og aukin samskipti við önnur ríki. Ráðherrarnir funduðu einnig með Kamal Nath, viðskiptaráðherra Indlands, en undirritað var samkomulag um sameiginlega hagkvæmnikönnun vegna mögulegs fríverslunarsamnings milli ríkjanna. Innlent 1.12.2006 15:44
Rúmenar dæmdir fyrir hraðbankasvindl Tveir Rúmenar voru sakfelldir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag fyrir að hafa sett upp leynilegan afritunarbúnað á hraðbanka til að afrita banka- og greiðslukortanúmera viðskiptavina. Annar mannanna fékk tólf mánaða fangelsisdóm en hinn átta. Innlent 1.12.2006 15:22
Aldrei fleiri ferðamenn til Írlands Aldrei fleiri ferðmenn hafa sótt Írland heim en á þessu ári. 8,8 milljónir ferðamanna komu landsins það sem af er árs, en það er 8,5 prósenta aukning á milli ára og met, samkvæmt írska blaðinu Tourism Ireland. Viðskipti erlent 1.12.2006 15:13
Tekinn á 165 kílómetra hraða Lögreglan á Akranesi stöðvaði í morgun ökumann á 165 kílómetra hraða á Vesturlandsvegi í Kollafirði. Samkvæmt nýrri reglugerð sem tók gildi í dag, um sektir og viðurlög vegna brota á umferðarlögum, getur maðurinn átt von á 90.000 króna sekt og ökuleyfissviptingu í sex mánuði. Innlent 1.12.2006 14:19
Landspítalinn sýknaður af skaðabótakröfu Landspítali-Háskólasjúkrahús var í dag sýknað, í Héraðsdómi Reykjavíkur, af skaðabótakröfu konu sem taldi sig hafa hlotið skaða við mistök lækna er gerðu á henni brjósklosaðgerð. Innlent 1.12.2006 13:48
Hættir störfum þegar nýr mjólkurrisi tekur til starfa Forstjóri Norðurmjólkur hættir störfum þegar nýr mjólkurrisi, Mjólkursamsalan, tekur til starfa um áramót. Öll mjólkurvinnsla flyst frá Reykjavík. Félagið verður undanþegið samkeppnislögum. Innlent 1.12.2006 12:23
Minna atvinnuleysi á evrusvæðinu Atvinnuleysi mældist 7,7 prósent á evrusvæðinu í október, samkvæmt upplýsingum Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins. Þetta er 0,1 prósentustigi minna atvinnuleysi en í mánuðinum á undan. Viðskipti erlent 1.12.2006 10:51
Kaup hindruðu ekki samkeppni Samkeppnisstofnun hefur úrskurðað að kaup skipaþjónustufyrirtækisins O.W. Bunker og Trading A/S í Danmörku á öllu hlutafé Grupo ABC Atlantic Bunker S.L. hindri ekki virka samkeppni og sér ekki ástæðu til að aðhafast vegna kaupa OW á ABC. Innlent 1.12.2006 10:40
Kerkorian selur meira í GM Bandaríski auðkýfingurinn Kirk Kerkorian hefur selt helmingshlut sinn í bandaríska bílaframleiðandanum General Motors. Fjárfestingafélag Kerkorians, Tracinda Corp., átti lengi vel tæpan 10 prósenta hlut. Þetta er í annað sinn sem hann selur stóra hluti í GM og á nú um 4,9 prósent. Viðskipti erlent 1.12.2006 09:24
Margrét ætlar að taka sæti ef hún fær það Margrét Sverrisdóttir, sem sagt var upp störfum í gær sem framkvæmdastjóri Frjálslynda flokksins, ætlar að taka sæti á lista flokksins ef hún fær það í leiðbeinandi forvali hjá flokknum. Margrét telur skýringar formannsins fyrir uppsögn sinni ekki nægjanlegar. Innlent 1.12.2006 10:29
Seðlabanki Evrópu selur 23 tonn af gulli Evrópski seðlabankinn hefur selt 23 tonn af gullforða bankans. Salan er í samræmi við samkomulagi við seðlabanka Sviss og Svíþjóðar frá 2004 þess efnis að bankarnir megi ekki selja frá sér meira en 500 tonn af gulli á ári á fimm ára tímabili. Viðskipti erlent 1.12.2006 10:08
Ógnaði starfsfólki með öxi Karlmaður á fimmtugsaldri var í dag dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi, í Héraðsdómi Reykjaness, fyrir vopnað rán í lyfjaversluninni Apótekaranum. Fyrir viku var karlmaður á þrítugsaldri dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi fyrir vopnað rán í sama apótek. Innlent 1.12.2006 09:52
Landsbankinn sölutryggir hlut 365 í Wyndeham Gengið hefur verið frá samkomulagi við Landsbanka Íslands um að sölutryggja 64% eignarhlut 365 hf. í Daybreak Acquisitions Ltd, sem á allan eignarhlut í bresku prentsmiðjunni Wyndeham Press Group. Félagið mun ráðstafa söluandvirði eignanna til lækkunar skulda. Viðskipti innlent 1.12.2006 09:39
Teymi semur um endurfjármögnun Teymi hf. hefur gengið frá samkomulagi um sölu á fasteignum fyrirtækisins fyrir tæpa 2 milljarða krónur. Andvirðinu verður varið til niðurgreiðslu skulda. Félagið hefur ennfremur samið við Landsbankann um endurfjármögnun og stefnir að hlutafjárútboði á fyrsta fjórðungi næsta árs þar sem hlutafé verður aukið um 6 milljarða krónur. Viðskipti innlent 1.12.2006 09:28
Viðvörun vegna al-Kaída í Bandaríkjunum - Uppfært Bandaríkin hafa sent út frá sér viðvörun til fjármálastofnanna vegna þess að þeir telja að hætta sé á tölvuárásum frá liðsmönnum al-Kaída á tölvukerfi þeirra. Hótun þess efnis var sett á vefsíðu í dag og var þar sagt að árásirnar yrðu gerðar í hefndarskyni vegna Guantanamo fangelsisins en Bandaríkjamenn halda þar grunuðum hryðjuverkamönnum án þess að hafa dæmt þá fyrir nokkuð. Erlent 30.11.2006 23:16
Hringur á hálfan milljarð Demantar eru víst bestu vinir kvenna og bráðlega verður 28 karata bleikur demantur besti vinur einhverrar konu. Demanturinn, sem er á hring, er metinn á um 7 milljón dollara, eða um hálfan milljarð íslenskra króna. Hann verður seldur á uppboði hjá Sotheby's í New York þann sjötta desember ef einhvern vantar jólagjöf. Erlent 30.11.2006 23:06
Rice hvetur Arabaríki til þess að styðja við Íraka Condoleezza Rice hvatti í dag leiðtoga Arabaríkja til þess að styðja betur við bakið á írösku þjóðinni í þeim erfiðleikum sem hún gengur í gegnum um þessar mundir. Hún tók líka fram að þeir hefðu hreinlega ekki efni á því að hafa borgarastyrjöld sem gæti breiðst út nálægt sér. Hún sagði að allir vissu að ef Írak myndi vegna vel myndi velmegun svæðisins aukast gríðarlega. Erlent 30.11.2006 23:02
Ekki nóg avókadó í gvakamóleinu Bandarísk kona hefur farið í mál við matarframleiðandann Kraft þar sem gvakamóle ídýfan þeirra innihélt ekki nóg avókadó en í hefðbundu gvakamóle er avókadó víst aðalinnihald ídýfunnar frægu. Eftir að konan hafði notað gvakamóleið frá Kraft til þess að búa til þriggja laga ídýfu fyrir veislu sem hún hélt komst hún að því að það var bara ekkert avókadóbragð af henni. Erlent 30.11.2006 22:29
Forseti Mexíkó vígður í embætti á morgun Væntanlegur forseti Mexíkó, Felipe Calderon, verður vígður í embættið á morgun og ætlar sér að halda athöfnina í þinghúsinu eins og stjórnarskráin mælir fyrir. Það gæti hins vegar verið vandkvæðum bundið þar sem stjórnarandstöðuþingmenn sem þar sitja hafa tekið yfir hluta af þinghúsinu. Urður meðal annars slagsmál á milli þingmanna sem styðja Calderon og þeirra sem styðja Obrador, þann sem tapaði, í vikunni sem leið. Erlent 30.11.2006 22:20
Ekki búist við Kastró í stjórnmál á ný Fjölskylda Fidels Kastró hefur sagt honum að taka því rólega og taka ekki þátt í hátíðarhöldum sem marka bæði 80 ára afmæli hans sjálfs sem og 50 ára afmæli uppreisnarinnar á Kúbu. Þetta sagði dóttir Raul Kastrós í dag en Raul er yngri bróðir Fidels. Kúbverskir embættismenn hafa verið duglegir við að segja fréttir af góðum bata Kastró og segja sífellt að hann muni taka við stjórninni á ný. Erlent 30.11.2006 21:59
Harður árekstur á Reykjanesbraut Erilsamur dagur var hjá lögreglu Hafnarfjarðar í dag en þrjú umferðarslys urðu þar sem slys urðu á fólki. Klukkan sjö í kvöld varð harður árekstur á Reykjanesbraut en tveir bílar úr gagnstæðri átt skullu þá á hvor öðrum og teljast bílarnir mikið skemmdir og nær ónýtir. Báðir ökumenn voru fluttir á slysadeild til aðhlynningar en þeir eru ekki taldir alvarlega slasaðir samkvæmt vakthafandi lækni. Innlent 30.11.2006 21:37
Sarkozy vill Tyrki ekki í Evrópusambandið Nicolas Sarkozy, sem ætlar sér að bjóða sig fram til forseta Frakklands á næsta ári, sagði í dag í viðtali á franskri sjónvarpsstöð að hann vildi að öllum viðræðum við Tyrkland um inngöngu í Evrópusambandið væri hætt þar sem "...þeirra staður er ekki í Evrópusambandinu." Erlent 30.11.2006 21:26
Kaffi er gott fyrir heilsuna Það gæti verið góð hugmynd að fá sér kaffibolla á morgnanna í staðinn fyrir djúsglas ef maður er í hættu á að fá sykursýki af gerð tvö en þetta kom í ljós í bandarískri rannsókn sem var birt nýlega. Í ljós kom að þeir sem drekka fjóra eða fleiri kaffibolla á dag voru í minni hættu á að fá sykursýki tvö en þeir sem fengu sér sjaldan kaffi og eru niðurstöðurnar í samræmi við fyrri rannsóknir. Erlent 30.11.2006 21:03
Páfinn heimsækir mosku Benedikt páfi heimsótti í dag eina frægustu mosku Tyrklands í tilraun til þess að bæta samskipti trúarbragðanna tveggja, kristni og íslam. Páfi er nú í heimsókn í Tyrklandi í þeim tilgangi og er þetta aðeins önnur heimsókn hvaða páfa sem er á helgistað múslima. Erlent 30.11.2006 20:35
Hústökudraugar í Noregi Norskur maður hefur neitað að rífa niður gamla hlöðu sem bæjaryfirvöld hafa skipað honum að fjarlægja. Ástæðuna segir hann vera að illar annars heims verur hafi tekið sér bólfestu í hlöðunni. Hlaðan hefur staðið síðan óhreyfð síðan átti að fella hana í febrúar á síðasta ári og fær maðurinn um 3.000 króna sekt fyrir hvern dag sem hún stendur uppi. Erlent 30.11.2006 20:27
Á sjöundu milljón króna í biðlaun Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri á Akureyri fær á sjöundu milljón króna í biðlaun þegar hann lætur sjálfviljugur af embætti um áramót. Oddviti L-listanns í bæjarstjórn sakar bæjarstjórann fráfarandi um fullkomið siðleysi. Innlent 30.11.2006 20:04