Innlent

Harður árekstur á Reykjanesbraut

MYND/Valli

Erilsamur dagur var hjá lögreglu Hafnarfjarðar í dag en þrjú umferðarslys urðu þar sem slys urðu á fólki. Klukkan sjö í kvöld varð harður árekstur á Reykjanesbraut en tveir bílar úr gagnstæðri átt skullu þá á hvor öðrum og teljast bílarnir mikið skemmdir og nær ónýtir. Báðir ökumenn voru fluttir á slysadeild til aðhlynningar en þeir eru ekki taldir alvarlega slasaðir samkvæmt vakthafandi lækni.

Fyrr um daginn urðu tvenn slys. Klukkan eitt í dag var ekið á gangandi vegfaranda við bæjarhraun og ökklabrotnaði hann við fallið og var farið með hann á slysadeild. Klukkan korter yfir þrjú var bíl síðan velt á Hafnarfjarðarvegi og endaði hann síðan á ljósastaur. Er bíllinn talinn ónýtur en ökumaðurinn slapp með skrekkinn og hefur þegar verið útskrifaður af slysadeild með minniháttar áverka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×