Fréttir Kaupþing hækkar verðmat á Bakkavör Greiningardeild Kaupþings hefur uppfært verðmat sitt á Bakkvör í kjölfar birtingar á ársuppgjöri fyrirtækisins og mælir með því að fjárfestar kaupi bréf í félaginu. Kaupþing segir sjóðstreymi Bakkaverar í fyrra hafa verið mjög sterkt og hafi það verið notað til að vinna á langtímaskuldum. Við það hafi lánastofnanir lækkað lánaálag félagsins. Viðskipti innlent 1.3.2007 16:36 Stúlka á 136 km hraða Sautján ára stúlka var tekin á 136 km hraða í Ártúnsbrekku um níuleytið í gærkvöldi. Hún má búast við ökuleyfissviptingu í einn mánuð og sekt upp á 75 þúsund krónur, en bílprófið fékk hún síðastliðið haust. Það telst til undantekninga að stúlkur séu teknar fyrir ofsaakstur en í síðustu viku var önnur 17 ára stúlka tekin á 130 km hraða á sama stað. Innlent 1.3.2007 16:27 Þriggja bíla árekstur á Akureyri Harður árekstur varð á Akureyri í dag þegar tveir fólksbílar lentu saman með þeim afleiðingum að annar kastaðist á þriðja bílinn. Áreksturinn varð á mótum Glerárgötu og Þórunnarstrætis. Klippa þurfti hurð af einum bílnum til að ná slösuðum manni út. Hann var fluttur á slysadeild með minniháttar áverka. Þetta var sjötti áreksturinn á Akureyri í dag, en mikil hálka er í bænum, ísing og fimm til sex stiga frost. Innlent 1.3.2007 16:14 Markaðir enn á niðurleið Gengi hlutabréfa á helstu fjármálamörkuðum í Asíu og Evrópu hélt áfram að lækka í dag, þriðja daginn í röð eftir að SCI-vísitalan féll snarlega í Kína á þriðjudag eftir nokkrar hækkanir dagana á undan. Greinendur eru ekki á einu máli um það hvenær vísitölurnar rétta úr kútnum og telja að markaðurinn nái sinni fyrri stöðu ekki fyrr en um miðjan mánuðinn. Viðskipti erlent 1.3.2007 16:12 Svifryk beislað með magnesíumklórlausn Reykjavíkurborg dreyfir nú magnesíumklórlausn um götur borgarinnar í þeim tilgangi að binda svifryk. Rykbindingin hefur gefið góða raun og mælingar sýna að minna er um svifryk eftir notkun efnisins, en áður við svipaðar aðstæður. Um er að ræða 20 prósent magnesíumklórlausn sem er hættulaus. Innlent 1.3.2007 15:04 100 kall í strætó gegn svifryksmengun Borgarfulltrúar Samfylkingarinnar lögðu til við borgarráð í morgun að það samþykkti að óska eftir við Strætó bs. að fargjald verði lækkað í 100 krónur í marsmánuði. Lækkunin væri tilraun til að sporna gegn svifryksmengun í borginni auk þess að kanna hvort það hefði áhrif á notkun almenningssamgangna. Innlent 1.3.2007 14:47 Krefur Kópavogsbæ um 38 milljónir Stjórn Skógræktarfélags Reykjavíkur krefur Kópavogsbæ um bætur fyrir tífalt fleiri tré en bærinn telur sig hafa hróflað við í Heiðmörk. Ekkert bólar enn á framkvæmdaleyfi frá borginni. Skógræktarfélagið krefur bæinn 38 milljónir króna í skaðabætur vegna spjalla á trjágróðri. Tilkvaddir matsemenn skógræktarinnar telja að um þúsund tré, af mismunandi stærðum, geti verið að ræða. Innlent 1.3.2007 12:13 Ofurlaun stjórnarmanna fyrirtækja Algengt er að laun stjórnarformanna og stjórnarmanna í þeim fyrirtækjum, sem skráð eru í Kauphöllinni, hafi verið tvö- til þrefölduð á nýafstöðnum aðalfundum félaganna. Viðskiptablaðið geinir frá því að laun stjórnarformanns Glitnis hafi til dæmis tvöfaldast frá því í fyrra og þrefaldast frá árinu áður, og losi nú eina miljón á mánuði. Innlent 1.3.2007 12:06 Flestir vilja Geir Langflestir landsmenn vilja að Geir Haarde verði áfram forsætisráðherra eftir kosningarnar, þótt stjórnarflokkarnir njóti ekki meirihlutafylgis almennings samkvæmt skoðanakönnunum. Tæp 48 prósent þeirra, sem tóku afstöðu í nýjustu skoðanakönnun Fréttablaðsins vilja að Geir, formaður Sjálfstæðisflokksins, verði næsti forsætisráðherra. Innlent 1.3.2007 11:58 Raunveruleikaþáttur um Davíð og Viktoríu Vel verður fylgst með vistaskiptum Beckham-hjónanna sem flytja innan tíðar frá Spáni til Bandaríkjanna þegar knattspyrnukappinn David Beckham gengur til liðs við lið Los Angeles Galaxy frá Real Madríd. Spáð er fjölmiðlafári og hefur bandaríska sjónvarpsstöðin NBC samið um að fá að mynda flutninginn og sýna í raunveruleikaþáttaröð. Erlent 1.3.2007 12:11 Hækkar og lækkar Verð á hlutabréfum í Evrópu hefur hækkað nokkuð þrátt fyrir verðlækkanir á mörkuðum í Asíu í morgun, þriðja daginn í röð. Verð á hlutabréfum lækkuðu í Asíu og Evrópu í gær og fyrradag og mátti merkja áhrif lækkananna hér á Íslandi. Í morgun hækkaði þó úrvalsvísitalan íslenska um tæp 2% og hækkanir hafa einnig orðið víðar í Evrópu, þar á meðal í Frankfurt, Lundúnum og París. Innlent 1.3.2007 12:09 Gengi Mosaic Fashions hækkar eftir verðmat Mosaic Fashions, móðurfélag nokkurra tískuverslanakeðja, hefur hækkað um tæp sex prósent í Kauphöll Íslands í dag. Helsta ástæðan er nýtt verðmat Landsbankans, sem birt var fyrr í dag. Viðskipti innlent 1.3.2007 12:28 Umsátur á Norðurbrú Lögreglan í Kaupmannahöfn gerði áhlaup á Ungdomshuset á Norðurbrú í morgun og rýmdi það á svipstundu. Til harðra átaka hefur komið. Óeirðir eru einnig að brjótast út í Kristjaníu þar sem ungmenni hafa reist vegatálma og fleygt bensínsprengjum. Erlent 1.3.2007 12:04 Hagnaður Mörthu Stewart sexfaldast Fyrirtæki bandarísku sjónvarps- og lífsstílskonunnar Mörthu Stewart skilaði 16,2 milljóna dala hagnaði á síðasta ársfjórðungi í fyrra. Þetta jafngildir tæplega 1,1 milljarði íslenskra króna sem er tæplega sex sinnum meira en fyrirtækið skilaði á sama fjórðungi árið 2005. Viðskipti erlent 1.3.2007 10:58 Fjórtándi dagur aðalmeðferðar í Baugsmálinu Fjórtándi dagur aðalmeðferðar í Baugsmálinu er í dag. Fyrsta vitni dagsins var Auðbjörg Friðgeirsdóttir, innri endurskoðandi Baugs, hún var spurð út í færslur í bókahaldi og fleiri atriði sem lúta að málinu. Innlent 1.3.2007 10:53 Ísland í fjórða sæti í ferðaþjónustu Ísland er í fjórða sæti af 124 þjóðum varðandi samkeppnishæfni í ferðaþjónustu samkvæmt könnun Alþjóða efnahagsstofnunarinnar WEF. Sviss er í efsta sæti af þeim þjóðum sem taka þátt, þá Austurríki og svo Þýskaland í því þriðja. Bandaríkin koma næst á eftir Íslandi. Iðntæknistofnun er samstarfsaðili stofnunarinnar en WEF er í farabroddi rannsókna á samkeppnishæfni landa. Innlent 1.3.2007 10:46 Hagnaður Sparisjóðs Vestfirðinga næstum fjórfaldast Sparisjóður Vestfirðinga skilaði 800,6 milljóna króna hagnaði í fyrra samanborið við 212,6 milljóna króna hagnað árið áður. Það jafngildir því að hagnaðurinn hafi tæplega fjórfaldast á árinu. Viðskipti innlent 1.3.2007 10:14 Mótmæla gjaldtöku í Hvalfjarðargöng Samfylkingin mótmælir gjaldtöku í Hvalfjarðargöngin við norðurenda ganganna klukkan eitt í dag. Félagar fylkingarinnar í norðvestur kjördæmi ætla að bjóða ökumönnum á leið í bæinn frítt veggjald. Þannig vilja þeir leggja áherslu á þá kröfu sína að gjaldið verði fellt niður. Innlent 1.3.2007 10:07 Umferðin án banaslysa 2007 Ekkert banaslys hefur orðið í umferðinni það sem af er þessu ári. Á sama tíma í fyrra höfðu fjórir látist, en þá varð banaslys að meðaltali tólfta hvern dag. Árið í fyrra var næstversta ár varðandi banaslys í umferðinni á Íslandi í aldarfjórðung. Umferðarstofa segir skipulagsbreytingar hjá lögreglu og aukið eftirlit hafa haft áhrif á fækkun alvarlegra slysa. Þá sé mikilvægt að þakka ökumönnum þeirra hlut. Innlent 1.3.2007 09:53 Pólár Sameinuðu þjóðanna hefst á morgun Fleiri en 60 þjóðir taka þátt í umfangsmestu vísindarannsókn á heimsskautasvæðunum en hún hefst á morgun. Hún á meðal annars að kortleggja svæðin sem að eru í hættu að bráðni vegna loftslagsbreytinga. 3.000 börn í Osló munu búa til snjókarla, virtir vísindamenn munu funda í París og hópur rannsóknarmanna leggur af stað frá Höfðaborg í Suður-Afríku áleiðis til Suður-Heimsskautsins. Erlent 28.2.2007 23:42 Vínið lengir lífið Að drekka lítið magn af víni á hverjum degi - minna en eitt glas á dag - eykur lífslíkur karlmanna um nokkur ár. Þetta kom fram í rannsókn hollenskra rannsóknarmanna sem var kunngjörð í hófi bandarískra hjartalækna í Flórídaríki í Bandaríkjunum í kvöld. Erlent 28.2.2007 23:20 Reykingar bannaðar á opinberum stöðum í Þýskalandi Þýska ríkisstjórnin samþykkti í dag frumvarp sem á að banna reykingar í almenningssamgöngum og opinberum byggingum. Þó verður hægt að segja upp sérstök reykherbergi á stöðum þar sem bannað verður að reykja. Erlent 28.2.2007 22:49 Evrópusambandið dregur úr herafla í Bosníu-Hersegóviníu Evrópusambandið ætlar að draga úr herafla sínum í Bosníu-Hersegóviníu. Herafli sambandsins var um 6.500 hermenn en mun fækka niður í 2.500 á næstu mánuðum. Erlent 28.2.2007 22:23 Anna Nicole verður jörðuð á Bahamas-eyjum Áfrýjunardómstóll í Flórídaríki í Bandaríkjunum hefur hafnað því að móðir Önnu Nicole Smith fái lík hennar afhent. Því er nú ljóst að Anna Nicole verður brátt lögð til hinstu hvílu á Bahamas-eyjunum. Fylkisdómstóll hafði áður hafnað kröfu móður Önnu, Virgie Arthur, en hún var að reyna að fá að grafa dóttur sína í Texasríki þar sem hún var fædd. Sérstakur umsjónarmaður var skipaður til þess að sjá um útför Önnu Nicole og hefur hann þegar hafið undirbúning að jarðarför hennar. Erlent 28.2.2007 21:54 Íranar ætla að taka þátt í ráðstefnunni í Írak Íranar hafa sagt að þeir ætli sér að taka þátt í ráðstefnu í Írak þann 10. mars næstkomandi. Ali Larijani, æðsti samningamaður Írana í kjarnorkumálum, sagði að Íranar séu tilbúnir til þess að beita hvaða ráðum sem er til þess að leysa vandamál Íraks. Erlent 28.2.2007 21:30 Fallegur veturhiminn yfir Reykjavík í kvöld Falleg ský sáust yfir höfuðborginni nú í kvöld. Þau voru marglit og alla vega í laginu og glöddu margan manninn. Vísir hafði samband við Sigurð Þ. Ragnarsson, veðurfræðing á Stöð tvö og bað hann að útskýra þessa fágætu sjón. Innlent 28.2.2007 21:06 Prodi fær stuðning þingsins Forsætisráðherra Ítalíu, Romano Prodi, vann stuðningsyfirlýsingu í öldungadeild ítalska þingsins í kvöld. Yfirlýsingin bindur endi á þá krísu sem hefur verið í ítölskum stjórnmálum undanfarna viku. Prodi bauðst þá til þess að segja af sér eftir að frumvarp sem hann hafði lagt fram varðandi utanríkisstefnu Ítalíu var fellt. Erlent 28.2.2007 20:46 Rykbinding skilar árangri Rykbinding gatna í Reykjavík, með því að úða þær, hefur skilað árangri. Þrátt fyrir kalt og þurrt veður í gær og í dag hefur svifryk ekki farið yfir heilsuverndarmörk. Innlent 28.2.2007 19:48 Vill banna alla símanotkun í akstri Doktor í sálfræði vill að ökumönnum verði bannað að tala í síma á akstri hvort sem þeir nota handfrjálsan búnað eða ekki. Síminn veldur miklu áreiti og getur skapað stórhættu í umferðinni. Innlent 28.2.2007 19:43 Myrti börnin sín fimm Belgísk kona myrti fimm börn sín og reyndi svo að taka eigið líf. Lögregla í bænum Nivelles, sem er um 30 kílómetra fyrir sunnan Brussel, skýrði frá þessu í dag. Lögreglan sagði að hún hefði fundið lík barnanna fimm sem voru á aldrinum þriggja til 14 ára. Erlent 28.2.2007 19:42 « ‹ 211 212 213 214 215 216 217 218 219 … 334 ›
Kaupþing hækkar verðmat á Bakkavör Greiningardeild Kaupþings hefur uppfært verðmat sitt á Bakkvör í kjölfar birtingar á ársuppgjöri fyrirtækisins og mælir með því að fjárfestar kaupi bréf í félaginu. Kaupþing segir sjóðstreymi Bakkaverar í fyrra hafa verið mjög sterkt og hafi það verið notað til að vinna á langtímaskuldum. Við það hafi lánastofnanir lækkað lánaálag félagsins. Viðskipti innlent 1.3.2007 16:36
Stúlka á 136 km hraða Sautján ára stúlka var tekin á 136 km hraða í Ártúnsbrekku um níuleytið í gærkvöldi. Hún má búast við ökuleyfissviptingu í einn mánuð og sekt upp á 75 þúsund krónur, en bílprófið fékk hún síðastliðið haust. Það telst til undantekninga að stúlkur séu teknar fyrir ofsaakstur en í síðustu viku var önnur 17 ára stúlka tekin á 130 km hraða á sama stað. Innlent 1.3.2007 16:27
Þriggja bíla árekstur á Akureyri Harður árekstur varð á Akureyri í dag þegar tveir fólksbílar lentu saman með þeim afleiðingum að annar kastaðist á þriðja bílinn. Áreksturinn varð á mótum Glerárgötu og Þórunnarstrætis. Klippa þurfti hurð af einum bílnum til að ná slösuðum manni út. Hann var fluttur á slysadeild með minniháttar áverka. Þetta var sjötti áreksturinn á Akureyri í dag, en mikil hálka er í bænum, ísing og fimm til sex stiga frost. Innlent 1.3.2007 16:14
Markaðir enn á niðurleið Gengi hlutabréfa á helstu fjármálamörkuðum í Asíu og Evrópu hélt áfram að lækka í dag, þriðja daginn í röð eftir að SCI-vísitalan féll snarlega í Kína á þriðjudag eftir nokkrar hækkanir dagana á undan. Greinendur eru ekki á einu máli um það hvenær vísitölurnar rétta úr kútnum og telja að markaðurinn nái sinni fyrri stöðu ekki fyrr en um miðjan mánuðinn. Viðskipti erlent 1.3.2007 16:12
Svifryk beislað með magnesíumklórlausn Reykjavíkurborg dreyfir nú magnesíumklórlausn um götur borgarinnar í þeim tilgangi að binda svifryk. Rykbindingin hefur gefið góða raun og mælingar sýna að minna er um svifryk eftir notkun efnisins, en áður við svipaðar aðstæður. Um er að ræða 20 prósent magnesíumklórlausn sem er hættulaus. Innlent 1.3.2007 15:04
100 kall í strætó gegn svifryksmengun Borgarfulltrúar Samfylkingarinnar lögðu til við borgarráð í morgun að það samþykkti að óska eftir við Strætó bs. að fargjald verði lækkað í 100 krónur í marsmánuði. Lækkunin væri tilraun til að sporna gegn svifryksmengun í borginni auk þess að kanna hvort það hefði áhrif á notkun almenningssamgangna. Innlent 1.3.2007 14:47
Krefur Kópavogsbæ um 38 milljónir Stjórn Skógræktarfélags Reykjavíkur krefur Kópavogsbæ um bætur fyrir tífalt fleiri tré en bærinn telur sig hafa hróflað við í Heiðmörk. Ekkert bólar enn á framkvæmdaleyfi frá borginni. Skógræktarfélagið krefur bæinn 38 milljónir króna í skaðabætur vegna spjalla á trjágróðri. Tilkvaddir matsemenn skógræktarinnar telja að um þúsund tré, af mismunandi stærðum, geti verið að ræða. Innlent 1.3.2007 12:13
Ofurlaun stjórnarmanna fyrirtækja Algengt er að laun stjórnarformanna og stjórnarmanna í þeim fyrirtækjum, sem skráð eru í Kauphöllinni, hafi verið tvö- til þrefölduð á nýafstöðnum aðalfundum félaganna. Viðskiptablaðið geinir frá því að laun stjórnarformanns Glitnis hafi til dæmis tvöfaldast frá því í fyrra og þrefaldast frá árinu áður, og losi nú eina miljón á mánuði. Innlent 1.3.2007 12:06
Flestir vilja Geir Langflestir landsmenn vilja að Geir Haarde verði áfram forsætisráðherra eftir kosningarnar, þótt stjórnarflokkarnir njóti ekki meirihlutafylgis almennings samkvæmt skoðanakönnunum. Tæp 48 prósent þeirra, sem tóku afstöðu í nýjustu skoðanakönnun Fréttablaðsins vilja að Geir, formaður Sjálfstæðisflokksins, verði næsti forsætisráðherra. Innlent 1.3.2007 11:58
Raunveruleikaþáttur um Davíð og Viktoríu Vel verður fylgst með vistaskiptum Beckham-hjónanna sem flytja innan tíðar frá Spáni til Bandaríkjanna þegar knattspyrnukappinn David Beckham gengur til liðs við lið Los Angeles Galaxy frá Real Madríd. Spáð er fjölmiðlafári og hefur bandaríska sjónvarpsstöðin NBC samið um að fá að mynda flutninginn og sýna í raunveruleikaþáttaröð. Erlent 1.3.2007 12:11
Hækkar og lækkar Verð á hlutabréfum í Evrópu hefur hækkað nokkuð þrátt fyrir verðlækkanir á mörkuðum í Asíu í morgun, þriðja daginn í röð. Verð á hlutabréfum lækkuðu í Asíu og Evrópu í gær og fyrradag og mátti merkja áhrif lækkananna hér á Íslandi. Í morgun hækkaði þó úrvalsvísitalan íslenska um tæp 2% og hækkanir hafa einnig orðið víðar í Evrópu, þar á meðal í Frankfurt, Lundúnum og París. Innlent 1.3.2007 12:09
Gengi Mosaic Fashions hækkar eftir verðmat Mosaic Fashions, móðurfélag nokkurra tískuverslanakeðja, hefur hækkað um tæp sex prósent í Kauphöll Íslands í dag. Helsta ástæðan er nýtt verðmat Landsbankans, sem birt var fyrr í dag. Viðskipti innlent 1.3.2007 12:28
Umsátur á Norðurbrú Lögreglan í Kaupmannahöfn gerði áhlaup á Ungdomshuset á Norðurbrú í morgun og rýmdi það á svipstundu. Til harðra átaka hefur komið. Óeirðir eru einnig að brjótast út í Kristjaníu þar sem ungmenni hafa reist vegatálma og fleygt bensínsprengjum. Erlent 1.3.2007 12:04
Hagnaður Mörthu Stewart sexfaldast Fyrirtæki bandarísku sjónvarps- og lífsstílskonunnar Mörthu Stewart skilaði 16,2 milljóna dala hagnaði á síðasta ársfjórðungi í fyrra. Þetta jafngildir tæplega 1,1 milljarði íslenskra króna sem er tæplega sex sinnum meira en fyrirtækið skilaði á sama fjórðungi árið 2005. Viðskipti erlent 1.3.2007 10:58
Fjórtándi dagur aðalmeðferðar í Baugsmálinu Fjórtándi dagur aðalmeðferðar í Baugsmálinu er í dag. Fyrsta vitni dagsins var Auðbjörg Friðgeirsdóttir, innri endurskoðandi Baugs, hún var spurð út í færslur í bókahaldi og fleiri atriði sem lúta að málinu. Innlent 1.3.2007 10:53
Ísland í fjórða sæti í ferðaþjónustu Ísland er í fjórða sæti af 124 þjóðum varðandi samkeppnishæfni í ferðaþjónustu samkvæmt könnun Alþjóða efnahagsstofnunarinnar WEF. Sviss er í efsta sæti af þeim þjóðum sem taka þátt, þá Austurríki og svo Þýskaland í því þriðja. Bandaríkin koma næst á eftir Íslandi. Iðntæknistofnun er samstarfsaðili stofnunarinnar en WEF er í farabroddi rannsókna á samkeppnishæfni landa. Innlent 1.3.2007 10:46
Hagnaður Sparisjóðs Vestfirðinga næstum fjórfaldast Sparisjóður Vestfirðinga skilaði 800,6 milljóna króna hagnaði í fyrra samanborið við 212,6 milljóna króna hagnað árið áður. Það jafngildir því að hagnaðurinn hafi tæplega fjórfaldast á árinu. Viðskipti innlent 1.3.2007 10:14
Mótmæla gjaldtöku í Hvalfjarðargöng Samfylkingin mótmælir gjaldtöku í Hvalfjarðargöngin við norðurenda ganganna klukkan eitt í dag. Félagar fylkingarinnar í norðvestur kjördæmi ætla að bjóða ökumönnum á leið í bæinn frítt veggjald. Þannig vilja þeir leggja áherslu á þá kröfu sína að gjaldið verði fellt niður. Innlent 1.3.2007 10:07
Umferðin án banaslysa 2007 Ekkert banaslys hefur orðið í umferðinni það sem af er þessu ári. Á sama tíma í fyrra höfðu fjórir látist, en þá varð banaslys að meðaltali tólfta hvern dag. Árið í fyrra var næstversta ár varðandi banaslys í umferðinni á Íslandi í aldarfjórðung. Umferðarstofa segir skipulagsbreytingar hjá lögreglu og aukið eftirlit hafa haft áhrif á fækkun alvarlegra slysa. Þá sé mikilvægt að þakka ökumönnum þeirra hlut. Innlent 1.3.2007 09:53
Pólár Sameinuðu þjóðanna hefst á morgun Fleiri en 60 þjóðir taka þátt í umfangsmestu vísindarannsókn á heimsskautasvæðunum en hún hefst á morgun. Hún á meðal annars að kortleggja svæðin sem að eru í hættu að bráðni vegna loftslagsbreytinga. 3.000 börn í Osló munu búa til snjókarla, virtir vísindamenn munu funda í París og hópur rannsóknarmanna leggur af stað frá Höfðaborg í Suður-Afríku áleiðis til Suður-Heimsskautsins. Erlent 28.2.2007 23:42
Vínið lengir lífið Að drekka lítið magn af víni á hverjum degi - minna en eitt glas á dag - eykur lífslíkur karlmanna um nokkur ár. Þetta kom fram í rannsókn hollenskra rannsóknarmanna sem var kunngjörð í hófi bandarískra hjartalækna í Flórídaríki í Bandaríkjunum í kvöld. Erlent 28.2.2007 23:20
Reykingar bannaðar á opinberum stöðum í Þýskalandi Þýska ríkisstjórnin samþykkti í dag frumvarp sem á að banna reykingar í almenningssamgöngum og opinberum byggingum. Þó verður hægt að segja upp sérstök reykherbergi á stöðum þar sem bannað verður að reykja. Erlent 28.2.2007 22:49
Evrópusambandið dregur úr herafla í Bosníu-Hersegóviníu Evrópusambandið ætlar að draga úr herafla sínum í Bosníu-Hersegóviníu. Herafli sambandsins var um 6.500 hermenn en mun fækka niður í 2.500 á næstu mánuðum. Erlent 28.2.2007 22:23
Anna Nicole verður jörðuð á Bahamas-eyjum Áfrýjunardómstóll í Flórídaríki í Bandaríkjunum hefur hafnað því að móðir Önnu Nicole Smith fái lík hennar afhent. Því er nú ljóst að Anna Nicole verður brátt lögð til hinstu hvílu á Bahamas-eyjunum. Fylkisdómstóll hafði áður hafnað kröfu móður Önnu, Virgie Arthur, en hún var að reyna að fá að grafa dóttur sína í Texasríki þar sem hún var fædd. Sérstakur umsjónarmaður var skipaður til þess að sjá um útför Önnu Nicole og hefur hann þegar hafið undirbúning að jarðarför hennar. Erlent 28.2.2007 21:54
Íranar ætla að taka þátt í ráðstefnunni í Írak Íranar hafa sagt að þeir ætli sér að taka þátt í ráðstefnu í Írak þann 10. mars næstkomandi. Ali Larijani, æðsti samningamaður Írana í kjarnorkumálum, sagði að Íranar séu tilbúnir til þess að beita hvaða ráðum sem er til þess að leysa vandamál Íraks. Erlent 28.2.2007 21:30
Fallegur veturhiminn yfir Reykjavík í kvöld Falleg ský sáust yfir höfuðborginni nú í kvöld. Þau voru marglit og alla vega í laginu og glöddu margan manninn. Vísir hafði samband við Sigurð Þ. Ragnarsson, veðurfræðing á Stöð tvö og bað hann að útskýra þessa fágætu sjón. Innlent 28.2.2007 21:06
Prodi fær stuðning þingsins Forsætisráðherra Ítalíu, Romano Prodi, vann stuðningsyfirlýsingu í öldungadeild ítalska þingsins í kvöld. Yfirlýsingin bindur endi á þá krísu sem hefur verið í ítölskum stjórnmálum undanfarna viku. Prodi bauðst þá til þess að segja af sér eftir að frumvarp sem hann hafði lagt fram varðandi utanríkisstefnu Ítalíu var fellt. Erlent 28.2.2007 20:46
Rykbinding skilar árangri Rykbinding gatna í Reykjavík, með því að úða þær, hefur skilað árangri. Þrátt fyrir kalt og þurrt veður í gær og í dag hefur svifryk ekki farið yfir heilsuverndarmörk. Innlent 28.2.2007 19:48
Vill banna alla símanotkun í akstri Doktor í sálfræði vill að ökumönnum verði bannað að tala í síma á akstri hvort sem þeir nota handfrjálsan búnað eða ekki. Síminn veldur miklu áreiti og getur skapað stórhættu í umferðinni. Innlent 28.2.2007 19:43
Myrti börnin sín fimm Belgísk kona myrti fimm börn sín og reyndi svo að taka eigið líf. Lögregla í bænum Nivelles, sem er um 30 kílómetra fyrir sunnan Brussel, skýrði frá þessu í dag. Lögreglan sagði að hún hefði fundið lík barnanna fimm sem voru á aldrinum þriggja til 14 ára. Erlent 28.2.2007 19:42
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent