Innlent

Vill banna alla símanotkun í akstri

Doktor í sálfræði vill að ökumönnum verði bannað að tala í síma á akstri hvort sem þeir nota handfrjálsan búnað eða ekki. Síminn veldur miklu áreiti og getur skapað stórhættu í umferðinni.

Kamilla Rut Jóhannsdóttir doktor í sálfræði og kennari við Háskólann á Akureyri hefur gert margvíslegar rannsóknir í Kanada með aðstoð bílhermis. Niðurstöðurnar eru að ýmis tæki og tól geta truflað einbeitingu ökumanna lífshættulega.

Hún vill með vísan í bæði eigin rannsóknir og annarra að öll símanotkun ökumanna verði bönnuð.

Lögreglumenn sem fréttastofa Stöðvar 2 ræddi við í dag um algjört símabann á akstri samsinntu því að eðlilegt væri að banna alla símanotkun, reyndist hún varasöm, fremur en að leyfa sumt og banna annað. Ökukennarar hafa einnig sýnt rannsóknum Kamillu nokkurn áhuga enda margt á huldu um einbeitingu og hugarstarfsemi þegar menn aka bíl. Lítið má út af bregða hvað varðar einbeitingu í umferðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×