Viðskipti innlent

Gengi Mosaic Fashions hækkar eftir verðmat

Frá tískusýningu Mosaic Fashions.
Frá tískusýningu Mosaic Fashions.

Mosaic Fashions, móðurfélag nokkurra tískuverslanakeðja, hefur hækkað um tæp sex prósent í Kauphöll Íslands í dag. Helsta ástæðan er nýtt verðmat Landsbankans, sem birt var fyrr í dag.

Í verðmatinu er vænt verð í Mosaic Fashions, sem sendi frá sér jákvæða afkomuviðvörun í síðustu viku, 22,9 krónur á hvern hlut, að mati Landsbankans.

Gengi félagsins stóð í 16,1 krónu á hlut rétt eftir hádegi í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×