Innlent

Flestir vilja Geir

Langflestir landsmenn vilja að Geir Haarde verði áfram forsætisráðherra eftir kosningarnar, þótt stjórnarflokkarnir njóti ekki meirihlutafylgis almennings samkvæmt skoðanakönnunum.

Tæp 48 prósent þeirra, sem tóku afstöðu í nýjustu skoðanakönnun Fréttablaðsins vilja að Geir, formaður Sjálfstæðisflokksins, verði næsti forsætisráðherra. Rúmur helmingur karla studdi Geir, en hann sótti minna fylgi til kvenna.

Geir hefur afgerandi forystu á næsta mann því rúmur fjórðungur, eða um 26 prósent, vilja að Steingrímur J. Sigfússon formaður Vinstri grænna verði næsti forsætisráðherra. Lítill munur er á afstöðu til hans eftir kynjum, en hann nýtur heldur meira fylgis á höfuðborgarsvæðinu en á landsbyggðinni.

Í þriðja sæti er Ingibjörg Sólrún Gísladóttir formaður Samfylkingarinnar með átján og hálft prósent og sækir meirihluta fylgis síns til kvenna. Rúm 77 prósent þáttakenda í könnuninni tóku afstöðu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×