Erlent

Reykingar bannaðar á opinberum stöðum í Þýskalandi

Angela Merkel, kanslari Þýskalands, á ríkisstjórnarfundi í dag.
Angela Merkel, kanslari Þýskalands, á ríkisstjórnarfundi í dag. MYND/AFP
Þýska ríkisstjórnin samþykkti í dag frumvarp sem á að banna reykingar í almenningssamgöngum og opinberum byggingum. Þó verður hægt að segja upp sérstök reykherbergi á stöðum þar sem bannað verður að reykja.

Stjórnin samþykkti einnig að hækka aldur sem þarf til þess að kaupa tóbak úr 16 í 18 ár. Bannið á að taka gildi þann 1. september næstkomandi. Þingið á þó eftir að samþykkja lögin.

Þýskaland hefur hingað til verið á meðal landa sem hafa veirð hvað umburðarlyndust gagnvart reykingamönnum. Landið virðist þó vera að aðlaga sig að þeim lögum sem ganga nú um í Evrópu eins og eldur í sinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×