Innlent

Krefur Kópavogsbæ um 38 milljónir

MYND/Daníel Rúnarsson

Stjórn Skógræktarfélags Reykjavíkur krefur Kópavogsbæ um bætur fyrir tífalt fleiri tré en bærinn telur sig hafa hróflað við í Heiðmörk. Ekkert bólar enn á framkvæmdaleyfi frá borginni.

Skógræktarfélagið krefur bæinn 38 milljónir króna í skaðabætur vegna spjalla á trjágróðri. Tilkvaddir matsemenn skógræktarinnar telja að um þúsund tré, af mismunandi stærðum, geti verið að ræða. Það er margföld sú tala sem fulltrúar frá Reykjavík og Kópavogi töldu á sínum tíma að væru á fyrirhuguðu framkvæmdasvæði, samkvæmt heimildum Frétatstofunnar.

Skógræktarfélagið frestaði um miðja síðustu viku að leggja fram kæru, að ósk borgarstjóra, sem vildi fara samningaleiðina. Sá frestur er liðinn, og ekkert bólar á framkvæmdaleyfinu, sem borgaryfirvöld hétu, að sögn Gunnars Birgissonar bæjarstjóra nú rétt fyrir hádegi.

Þetta er þriðja kæran á hendur bænum því áður höfðu Náttúruverndarsmatök Íslands og Skógrækt ríkisins lagt fram kærur.

Talsmenn Kópavogsbæjar saka hinsvegar borgaryfirvöld um vanefndir á útgáfu framkvæmdaleyfis og áskilja sér rétt til að krefjast bóta af borginni vegna þess.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×