Erlent

Íranar ætla að taka þátt í ráðstefnunni í Írak

Ali Larijani.
Ali Larijani. MYND/AP
Íranar hafa sagt að þeir ætli sér að taka þátt í ráðstefnu í Írak þann 10. mars næstkomandi. Ali Larijani, æðsti samningamaður Írana í kjarnorkumálum, sagði að Íranar séu tilbúnir til þess að beita hvaða ráðum sem er til þess að leysa vandamál Íraks.

Stjórnmálaskýrendur segja þessi orð Larijani vera merki um að kannski sé þýða að komast á í málum Írans og Bandaríkjamanna. Stefnan núna virðist vera sú að viðræður séu bestar til þess að leysa þær deilur sem löndin tvö eiga í. Þeir benda jafnframt á að svo virðist sem að viðræðutaktík Condoleezzu Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hafi borið sigur af herskárri stefnu Dick Cheneys, varaforseta Bandaríkjanna, allavega um stundarsakir.

Undanfarið hafa Bandaríkjamenn sakað íranska herinn um að styðja við bakið á íröskum uppreisnarmönnum. Þeir hafa þó ekki getað sannað að ráðamenn í Íran viti af athæfi hermanna sinna. Rice hefur þó sagt að tækifærið til þess að bæta samvinnu landanna og koma á friði í Írak verði nýtt.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×