Innlent

Umferðin án banaslysa 2007

Ekkert banaslys hefur orðið í umferðinni það sem af er þessu ári. Fjórir höfðu látist á sama tíma í fyrra þegar banaslys varð að meðaltali tólfta hvern dag. Árið í fyrra var næstversta ár varðandi banaslys í umferðinni á Íslandi í aldarfjórðung. Umferðarstofa segir skipulagsbreytingar hjá lögreglu og aukið eftirlit hafa haft áhrif á fækkun alvarlegra slysa. Þá sé mikilvægt að þakka ökumönnum þeirra hlut.

Umferðaröryggisáætlun stjórnvalda miðar að því að hér verði ekki fleiri banaslys og alvarleg slys í umferðinni en í þeim löndum þar sem ástandið er best.

Umferðarstofa telur mikilvæga þætti þess að þróunin haldi áfram sé að ökumenn virði hraðatakmarkanir og muni eftir að nota öryggisbúnað í bílum á réttan hátt. Akstur ökumanna undir áhrifum áfengis og vímuefna þurfi að hindra með öllum tiltækum ráðum.

Umferðarstofa telur mikilvægt að landsmenn taki höndum saman um að auka öryggi sitt og annarra í umferðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×