Innlent

Hækkar og lækkar

Verð á hlutabréfum í Evrópu hefur hækkað nokkuð þrátt fyrir verðlækkanir á mörkuðum í Asíu í morgun, þriðja daginn í röð. Verð á hlutabréfum lækkuðu í Asíu og Evrópu í gær og fyrradag og mátti merkja áhrif lækkananna hér á Íslandi.

Í morgun hækkaði þó úrvalsvísitalan íslenska um tæp 2% og hækkanir hafa einnig orðið víðar í Evrópu, þar á meðal í Frankfurt, Lundúnum og París.

Við lokun markaðar í Bandaríkjunum í gær hafði Dow Jones vísitalan hækkað um 0,4% og telja sérfræðingar að Evrópumarkaðir hafi einfaldlega tekið mið af þróun þar við opnun þeirra í morgun. Enn er þó fylgst vel með þróun mála og fjárfestar engan veginn vissir um að lægt hafi á mörkuðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×