Erlent

Evrópusambandið dregur úr herafla í Bosníu-Hersegóviníu

Frá fundi Nikola Spiric, forsætisráðherra Bosníu-Hersegóviníu, og Javier Solana, utanríkismálaráðherra Evrópusambandsins, í dag.
Frá fundi Nikola Spiric, forsætisráðherra Bosníu-Hersegóviníu, og Javier Solana, utanríkismálaráðherra Evrópusambandsins, í dag. MYND/AFP
Evrópusambandið ætlar að draga úr herafla sínum í Bosníu-Hersegóviníu. Herafli sambandsins var um 6.500 hermenn en mun fækka niður í 2.500 á næstu mánuðum.

Búist er við því að Bretar, sem eru með marga hermenn í Írak og Afganistan, muni draga alla hermenn sína frá Bosníu-Hersegóviníu, eða um 600 manns. Einn af þremur forsetum Bosníu-Hersegóviníu sagði að ríkið væri nú fært um sjá um eigin öryggi. Her Evrópusambandsins hefur verið í landinu síðan árið 2004.

Evrópusambandið sagði þó að það áskildi sér rétt til þess að fjölga hermönnum á næstu sex mánuðum ef ástandið yrði ótryggt á ný. Alþjóðlegi hópurinn sem sér um mál í Bosníu-Hersegóviníu ætlar sér að halda um stjórnartauma á svæðinu til að minnsta kosti 2008 til þess að tryggja að ýmsum endurbótum yrði hrint í framkvæmd.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×