

Óskarsverðlaunin
Fréttir af Óskarsverðlaunahátíðinni í Los Angeles.

Jimmy Kimmel verður kynnir á Óskarnum
Þáttastjórnandinn Jimmy Kimmel verður kynnir á Óskarsverðlaununum þann 12. mars á næsta ári. Þetta er í þriðja sinn sem hann fær hlutverkið en hann hélt einnig utan um hátíðina árin 2017 og 2018.

Segja Littlefeather hafa logið til um ættir sínar
Systur aðgerðarsinnans Sacheen Littlefeather segja hana hafa logið til um að vera af ættum innfæddra í Bandaríkjunum. Faðir hennar eigi ekki rætur að rekja til Apache- og Yaqui-þjóðflokkanna, heldur sé hann frá Mexíkó.

Réttað yfir Weinstein vegna Óskarsmála
Byrjað verður að velja kviðdómendur fyrir réttarhöld yfir Harvey Weinstein, kvikmyndaframleiðandanum alræmda, í Los Angeles í Bandaríkjunum í dag. Weinstein er ákærður fyrir að brjóta á fimm konum, meðal annars í kringum Óskarsverðlaunahátíð fyrir níu árum.

Sacheen Littlefeather er látin
Aðgerðarsinninn Sacheen Littlefeather er látin, 75 ára að aldri. Hún hafði barist við krabbamein í brjósti undanfarin ár. Í tilkynningu frá Óskarsverðlaunaakademíunni segir að hún hafi verið umkringd fjölskyldu og vinum þegar hún féll frá.

Hildur Guðnadóttir eigi möguleika á að slá met hljóti hún tilnefningu
Íslenska tónskáldið Hildur Guðnadóttir er sögð eiga möguleika á því að vera tilnefnd til tveggja Óskarsverðlauna á komandi hátíð. Bæði fyrir tónlist sína í kvikmyndinni „Tár“ og „Women Talking.“

Rússar sniðganga Óskarinn
Rússar ætla ekki að senda inn tilnefningu til bestu erlendu kvikmyndarinnar á Óskarsverðlaunahátíðinni sem fer fram í mars á næsta ári. Formaður rússnesku Óskarstilnefninganefndarinnar hefur sagt af sér vegna málsins.

Berdreymi framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna
Framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna 2023 er kvikmyndin Berdreymi eftir leikstjórann Guðmund Arnar Guðmundsson. Þetta tilkynnti Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra á Eddunni fyrr í kvöld.

Hildur Guðna orðuð við Óskarsverðlaun
Kvikmyndin Tár var í dag frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum. Cate Blanchett fer með aðalhlutverk myndarinnar og samdi Hildur Guðnadóttir tónlistina. Hildur er sögð líkleg til að vinna Óskarsverðlaun fyrir myndina.

Segist hafa afþakkað boð um að verða aðalkynnir á næstu Óskarsverðlaunahátíð
Bandaríski grínistinn Chris Rock segist hafa hafnað boði um að verða kynnir á næstu Óskarsverðlaunahátíð sem fram fer í mars á næsta ári. Rock var kýldur af Will Smith á síðustu Óskarsverðlaunahátíð þegar hann var að kynna tilnefningar fyrir bestu heimildarmynd ársins og gerði þá grín að Jada Pinkett Smith, eiginkonu Will Smith.

Gantast enn með kinnhestinn en vill ekki ræða við Will Smith
Á nýlegu uppistandi hélt grínistinn Chris Rock áfram að gantast með kinnhestinn víðfræga sem Will Smith veitti honum á síðustu Óskarsverðlaunum. Chris minntist ekki á nýlegt myndband Will Smith þar sem sá síðarnefndi biðst fyrirgefningar á framferði sínu á Óskarsverðlaununum. Hann hélt hins vegar áfram að gera grín að atvikinu.

Will Smith biðst aftur afsökunar á kinnhestinum
Will Smith birti myndband á Instagram-síðu sinni fyrr í dag þar sem hann biður Chris Rock afsökunar fyrir að hafa gefði honum kinnhest á síðustu Óskarsverðlaunahátíð.

Óskarsverðlaunahafi handtekinn á Ítalíu
Kanadíski kvikmyndaleikstjórinn og Óskarsverðlaunahafinn Paul Haggis var handtekinn vegna gruns um kynferðisofbeldi á Ítalíu í gær. Haggis er sagður neita sök en hann er nú í stofufangelsi.

Grét þegar hún var ekki tilnefnd til Óskarsins
Í nýrri stiklu fyrir heimildarmyndina um Jennifer Lopez má sjá að hún tók það mjög nærri sér að vera ekki tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir kvikmyndina Hustlers.

Liza Minnelli upplifði eins og skemmt hafi verið fyrir sér á Óskarnum
Grammy verðlaunahafinn Michael Feinstein sem er vinur og samstarfsmaður Lizu Minnelli sagði í viðtali í gær að henni hafi fundist vera eyðilagt fyrir sér á Óskarnum í síðasta mánuði þegar hún kom fram með Lady Gaga.

Will Smith í tíu ára bann frá Óskarnum
Bandaríski leikarinn Will Smith fær ekki að mæta á Óskarsverðlaunahátíðina eða aðra tengda viðburði næstu tíu ár.

Óskarsvaktin fer yfir hátíðina og eftirmála hennar
Óskarvakt Vísis í ár skipuðu þær Dóra Júlía og Elísabet Hanna. Þær hafa nú tekið saman stærstu mál Óskarsins 2022 og sett þau í svokallaðan uppgjörsþátt, um hátíðina og allt sem henni hefur fylgt. Kjólarnir, tískan, kynnarnir, atvikið sem allir eru að tala um og eftirmálar þess.

Hættur í akademíunni eftir löðrunginn
Leikarinn Will Smith hefur sagt sig úr bandarísku kvikmyndaakademíunni vegna hegðunar sinnar á óskarverðlaunahátíðinni á dögunum þegar hann löðrungaði grínistann Chris Rock.

Rock að melta kinnhestinn: „Hvernig var helgin ykkar?“
Grínistinn Chris Rock er enn að melta kinnhestinn sem leikarinn Will Smith veitti honum á Óskarsverðlaunahátíðinni aðfaranótt mánudags. Rock kom fram í Boston í gærkvöldi í fyrsta skipti síðan uppákoman átti sér stað.

Smith neitaði að yfirgefa salinn eftir kinnhestinn
Leikarinn Will Smith var beðinn um að yfirgefa Óskarsverðlaunahátíðina eftir að hann gaf grínistanum Chris Rock kinnhest. Smith neitaði að verða við beiðninni.

Talaði um Ísland á rauða dreglinum: „Það var ískalt“
Leikkonan Rosie Perez nýtti viðtal á rauða dreglinum á Óskarsverðlaununum í það að lofsama Ísland. Hún var stödd hér við tökur í lok síðasta árs.

Stjörnurnar skiptu um föt og fóru beint í eftirpartý
Eftir Óskarshátíðina er fjörið rétt að byrja og halda stjörnurnar beint í eftirpartý í nýjum sparifötum. Stærstu og umtöluðustu teitin utan hátíðarinnar eru líklega Governors Ball, Vanity Fair og áhorfspartýið hjá Elton John.

Sýnatökugrín Reginu Hall féll í grýttan jarðveg
Óskarskynnirinn Regina Hall kallaði á Bradley Cooper, Tyler Perry, Simu Liu og Timothée Chalamet á svið á verðlaunaafhendingunni á sunnudag. Hún þóttist þurfa að prófa þá fyrir Covid baksviðs.

Smith biður Chris Rock afsökunar á kinnhestinum
Leikarinn Will Smith hefur beðist afsökunar á að hafa slegið starfsbróður sinn, Chris Rock, á sviðinu á Óskarsverðlaunahátíðinni í nótt. Hann sló Rock eftir að sá síðarnefndi, sem var að kynna verðlaunaflokk á hátíðinni, grínaðist með hárgreiðslu Jada Pinkett Smith, eiginkonu Will, en hún er með sjúkdóm sem veldur hárlosi.

Fordæma kinnhestinn sem verður rannsakaður
Bandaríska kvikmyndakademían hefur fordæmt hegðun leikarans Wills Smith á nýafstaðinni Óskarsverðlaunafhendingu, þar sem Smith gaf grínistanum Chris Rock kinnhest í beinni útsendingu.

Megan Thee Stallion stal senunni í Encanto atriði
Lagið We Don't Talk About Bruno úr Encanto var flutt á hátíðinni í gær í sérstakri Óskarsútgáfu. Megan Thee Stallion fór þar á kostum.

Óskarsverðlaunaflutningur Billie Eilish og Finneas O'Connell
Systkinin Billie Eilish og Finneas O'Connell unnu Óskarsverðlaunin í ár fyrir besta frumsamda lagið. Bond lagið þeirra No Time to Die var valið það besta úr kvikmyndum síðasta árs.

Það besta í hári og förðun á rauða dreglinum að mati HI beauty
„Hárið stal klárlega senunni þetta kvöldið,“ segja Ingunn Sig og Heiður Ósk þáttastjórnendur Snyrtiborðsins hér á Vísi.

Stjörnurnar sem skinu skærast á Óskarnum
Í beinni textalýsingu okkar frá Óskarsverðlaununum í nótt fórum við auðvitað líka yfir tískuna á rauða dreglinum jafn óðum og gestirnir mættu á svæðið.

Blue Ivy kom fram í Óskarsatriði Beyoncé
Beyoncé ljómaði eins og sólin í stórkostlegu atriði í nótt. Söngkonan Beyoncé opnaði Óskarsverðlaunin með flutningi á laginu Be Alive úr kvikmyndinni King Richard.

Bradley Cooper og Denzel Washington ræddu við Will Smith eftir atvikið
Leikararnir Bradley Cooper, Denzel Washington og Tyler Perry ræddu allir við Will Smith eftir að hann sló Chris Rock á Óskarnum í nótt.