Lífið

Ætlar að tala al­menni­lega um löðrunginn

Máni Snær Þorláksson skrifar
Chris Rock ætlar sér að tala almennilega um kinnhestinn í nýju uppistandi.
Chris Rock ætlar sér að tala almennilega um kinnhestinn í nýju uppistandi. Getty/Myung Chun

Það vakti gífurlega athygli þegar leikarinn Will Smith löðrungaði grínistann Chris Rock í beinni útsendingu á Óskarsverðlaunahátíðinni í fyrra. Samkvæmt upplýsingum frá Netflix mun Rock tala almennilega um löðrunginn í nýju uppistandi sínu.

Síðan atvikið átti sér stað hefur Rock nokkrum sinnum minnst á atvikið í stuttu máli. Nú ætlar hann þó að gera því skil í þessu nýja uppistandi sem frumsýnt verður á Netflix þann 4. mars næstkomandi.

Í janúar prufukeyrði Rock grínið fyrir uppistandið á sýningum ásamt grínistanum Dave Chappelle. 

Samkvæmt Wall Street Journal fór Rock þar yfir kinnhestinn þegar um þriðjungur var búinn af uppistandinu. Hann er sagður hafa talað um hversu hneykslað fólk var í kjölfar atviksins. Þá á hann að hafa sagt þó nokkra brandara sem snérust um það.

Til að mynda er Rock sagður hafa talað um sársaukann sem fylgdi högginu. „Það sem fólk vill vita er hvort þetta hafi verið vont? Andskotinn, já þetta var vont. Hann lék Muhammad Ali! Ég lék Pookie. Jafnvel í teiknimyndum þá leik ég sebrahest á meðan hann er andskotans hákarl,“ er á meðal þess sem haft hefur verið eftir honum.


Tengdar fréttir

Gantast enn með kinnhestinn en vill ekki ræða við Will Smith

Á nýlegu uppistandi hélt grínistinn Chris Rock áfram að gantast með kinnhestinn víðfræga sem Will Smith veitti honum á síðustu Óskarsverðlaunum. Chris minntist ekki á nýlegt myndband Will Smith þar sem sá síðarnefndi biðst fyrirgefningar á framferði sínu á Óskarsverðlaununum. Hann hélt hins vegar áfram að gera grín að atvikinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×