Lífið

Ri­hanna syngur á Óskarnum

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Rihanna var svo sannarlega á allra vörum eftir tónlistaratriði sitt í hálfleik Ofurskálarinnar.
Rihanna var svo sannarlega á allra vörum eftir tónlistaratriði sitt í hálfleik Ofurskálarinnar. Getty/Bow

Söngkonan Rihanna kemur fram á Óskarnum 12. mars næstkomandi. Hún mun fylgja eftir stórbrotna hálfleiksatriði sínu á Ofurskálinni, þar sem hún sló í gegn.

Enn er lítið vitað um skemmtiatriði á Óskarnum en Vogue greinir frá því að Rihanna muni flytja „Lift Me Up“ úr kvikmyndinni Black Panther: Wakanda Forever. Þá eru vonir bundnar við að Lady Gaga flytji „Hold My Hand“ úr Top Gun: Maverick.

Rihanna hefur verið á allra vörum eftir atriði sitt í hálfleik Ofurskálarinnar fyrr í febrúarmánuði. Hún tók sína bestu smelli og minnti á ómetanlega arfleið sína í tónlistarheiminum

Hægt er að horfa á atriði Rihönnu hér að neðan.


Tengdar fréttir

Tákn­máls­túlkur Ri­hönnu slær í gegn

Kona sem sá um að túlka hálfleiksatriði söngkonunnar Rihönnu á Ofurskálinni á táknmáli hefur slegið í gegn á internetinu í dag. Sumir hafa kallað eftir því að túlkurinn fái verðlaun fyrir frammistöðu sína. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.