Lífið

Sacheen Littlefeather er látin

Bjarki Sigurðsson skrifar
Littlefeather á Óskarsverðlaunahátíðinni árið 1973.
Littlefeather á Óskarsverðlaunahátíðinni árið 1973. Getty

Aðgerðarsinninn Sacheen Littlefeather er látin, 75 ára að aldri. Hún hafði barist við krabbamein í brjósti undanfarin ár. Í tilkynningu frá Óskarsverðlaunaakademíunni segir að hún hafi verið umkringd fjölskyldu og vinum þegar hún féll frá.

Littlefeather varð heimsfræg á einni nóttu þegar hún tók neitaði Óskarsverðlaununum fyrir hönd leikarans Marlon Brando árið 1973. Leikarinn hafði hlotið verðlaunin fyrir leik sinn í Guðfaðirinn en hann vildi mótmæla til stuðnings við réttindabaráttu innfæddra í Bandaríkjunum.

Baulað var á Littlefeather í salnum og sagði hún eitt sinn í viðtali að gæslan hafi þurft að halda aftur af leikaranum John Wayne sem freistaði þess að ráðast á hana. Akademían baðst afsökunar á því í ágúst á þessu ári hvernig komið var fram við hana eftir að hún tók á móti verðlaununum.

Littlefeather glímdi við ýmis heilsufarsleg vandamál síðustu ár lífs síns.Getty/Frazer Harrison





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.