Segir Will Smith vera tík fyrir að slá sig Bjarki Sigurðsson skrifar 5. mars 2023 14:37 Chris Rock á Óskarsverðlaunahátíðinni í fyrra. Getty/Al Seib Chris Rock segir leikarann Will Smith vera tík fyrir að hafa slegið sig á Óskarsverðlaunahátíðinni í fyrra. Rock gaf í skyn að illindi hans og Smith hafi byrjað árið 2016. Það er mönnum enn ferskt í minni þegar Will Smith gekk upp á svið Óskarsins í fyrra og sló Chris Rock vegna brandara sem sá síðarnefndi sagði um eiginkonu Smith, Jada Pinkett Smith. Í gær var nýtt uppistand Chris Rock frumsýnt á Netflix. Uppistandið ber yfirskriftina „Selective Outrage“ eða „Valkvæð svívirðing“ og er það fyrsta frá Rock síðan á Óskarsverðlaunahátíðinni í fyrra. Líkt og flestir höfðu gert ráð fyrir ræddi Rock um þennan frægasta kinnhest heimssögunnar. Hann segir að þrátt fyrir að hann hafi verið beittur pressu hafi hann ekki viljað tala opinberlega um kinnhestinn í spjallþáttum á borð við Oprah Winfrey Show. „Það er aldrei að fara að gerast. Skítt með það. Ég tók þessum kinnhest eins og Pacquiao,“ segir Rock í uppistandinu en Manny Pacquiao er einn besti hnefaleikakappi sögunnar. Klippa: Will Smith sló Chris Rock á Óskarsverðlaununum Hann gagnrýndi Smith fyrir að hafa slegið sig enda sé Smith töluvert stærri og sterkari en hann. Þaðan kemur akkúrat nafn sýningarinnar, valkvæð svívirðing. Smith vissi að hann gæti lamið Rock og komist upp með það og því valið að svívirða hann. „Will Smith er ber að ofan í kvikmyndum. Þú munt aldrei sjá mig vera beran að ofan í kvikmynd. Ef ég er í kvikmynd að fá hjartaaðgerð þá er ég í peysu,“ segir Rock til að sýna fram á styrkleika mun þeirra. Árið 2020 opnaði Pinkett Smith sig um framhjáhald sitt með söngvaranum August Alsina. Hún gerði það í hlaðvarpi sínu, Red Table Talk, og var Will viðstaddur þegar hún ræddi þetta. Fjöldi fólks kallaði hann tík og aumingja fyrir það. „Allir í heiminum kölluðu hann tík. Ég reyndi að hringja í tíkarsoninn, ég reyndi að hringja í hann og hughreysta hann en hann svaraði mér ekki. Allir kölluðu hann tík en hvern slær hann? Mig. Það er eitthvað sem tík myndi gera,“ segir Rock. Hann gaf í skyn að illindi milli hans og Smith hafi byrjað árið 2016 þegar Rock var einnig að kynna Óskarsverðlaunin líkt og þegar Smith sló hann. Fyrir hátíðina hafði Pinkett Smith gagnrýnd Óskarsakademíuna fyrir skort á tilnefningum til svartra listamanna. Hún bað Rock um að hætta við að kynna sem hann gerði ekki. „Þeir segja að orð særa. Þú verður að passa hvað þú segir því orð særa. Allir sem segja að orð særa hafa aldrei verið kýldir í andlitið. Orð særa þegar búið er að skrifa þau í múrstein,“ segir Rock. Will Smith löðrungar Chris Rock Óskarsverðlaunin Bandaríkin Hollywood Bíó og sjónvarp Mest lesið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Fjölgar mannkyninu enn frekar Lífið Laufey treður upp með Justin Bieber Tónlist Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Fleiri fréttir Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Sjá meira
Það er mönnum enn ferskt í minni þegar Will Smith gekk upp á svið Óskarsins í fyrra og sló Chris Rock vegna brandara sem sá síðarnefndi sagði um eiginkonu Smith, Jada Pinkett Smith. Í gær var nýtt uppistand Chris Rock frumsýnt á Netflix. Uppistandið ber yfirskriftina „Selective Outrage“ eða „Valkvæð svívirðing“ og er það fyrsta frá Rock síðan á Óskarsverðlaunahátíðinni í fyrra. Líkt og flestir höfðu gert ráð fyrir ræddi Rock um þennan frægasta kinnhest heimssögunnar. Hann segir að þrátt fyrir að hann hafi verið beittur pressu hafi hann ekki viljað tala opinberlega um kinnhestinn í spjallþáttum á borð við Oprah Winfrey Show. „Það er aldrei að fara að gerast. Skítt með það. Ég tók þessum kinnhest eins og Pacquiao,“ segir Rock í uppistandinu en Manny Pacquiao er einn besti hnefaleikakappi sögunnar. Klippa: Will Smith sló Chris Rock á Óskarsverðlaununum Hann gagnrýndi Smith fyrir að hafa slegið sig enda sé Smith töluvert stærri og sterkari en hann. Þaðan kemur akkúrat nafn sýningarinnar, valkvæð svívirðing. Smith vissi að hann gæti lamið Rock og komist upp með það og því valið að svívirða hann. „Will Smith er ber að ofan í kvikmyndum. Þú munt aldrei sjá mig vera beran að ofan í kvikmynd. Ef ég er í kvikmynd að fá hjartaaðgerð þá er ég í peysu,“ segir Rock til að sýna fram á styrkleika mun þeirra. Árið 2020 opnaði Pinkett Smith sig um framhjáhald sitt með söngvaranum August Alsina. Hún gerði það í hlaðvarpi sínu, Red Table Talk, og var Will viðstaddur þegar hún ræddi þetta. Fjöldi fólks kallaði hann tík og aumingja fyrir það. „Allir í heiminum kölluðu hann tík. Ég reyndi að hringja í tíkarsoninn, ég reyndi að hringja í hann og hughreysta hann en hann svaraði mér ekki. Allir kölluðu hann tík en hvern slær hann? Mig. Það er eitthvað sem tík myndi gera,“ segir Rock. Hann gaf í skyn að illindi milli hans og Smith hafi byrjað árið 2016 þegar Rock var einnig að kynna Óskarsverðlaunin líkt og þegar Smith sló hann. Fyrir hátíðina hafði Pinkett Smith gagnrýnd Óskarsakademíuna fyrir skort á tilnefningum til svartra listamanna. Hún bað Rock um að hætta við að kynna sem hann gerði ekki. „Þeir segja að orð særa. Þú verður að passa hvað þú segir því orð særa. Allir sem segja að orð særa hafa aldrei verið kýldir í andlitið. Orð særa þegar búið er að skrifa þau í múrstein,“ segir Rock.
Will Smith löðrungar Chris Rock Óskarsverðlaunin Bandaríkin Hollywood Bíó og sjónvarp Mest lesið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Fjölgar mannkyninu enn frekar Lífið Laufey treður upp með Justin Bieber Tónlist Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Fleiri fréttir Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Sjá meira