Segir Will Smith vera tík fyrir að slá sig Bjarki Sigurðsson skrifar 5. mars 2023 14:37 Chris Rock á Óskarsverðlaunahátíðinni í fyrra. Getty/Al Seib Chris Rock segir leikarann Will Smith vera tík fyrir að hafa slegið sig á Óskarsverðlaunahátíðinni í fyrra. Rock gaf í skyn að illindi hans og Smith hafi byrjað árið 2016. Það er mönnum enn ferskt í minni þegar Will Smith gekk upp á svið Óskarsins í fyrra og sló Chris Rock vegna brandara sem sá síðarnefndi sagði um eiginkonu Smith, Jada Pinkett Smith. Í gær var nýtt uppistand Chris Rock frumsýnt á Netflix. Uppistandið ber yfirskriftina „Selective Outrage“ eða „Valkvæð svívirðing“ og er það fyrsta frá Rock síðan á Óskarsverðlaunahátíðinni í fyrra. Líkt og flestir höfðu gert ráð fyrir ræddi Rock um þennan frægasta kinnhest heimssögunnar. Hann segir að þrátt fyrir að hann hafi verið beittur pressu hafi hann ekki viljað tala opinberlega um kinnhestinn í spjallþáttum á borð við Oprah Winfrey Show. „Það er aldrei að fara að gerast. Skítt með það. Ég tók þessum kinnhest eins og Pacquiao,“ segir Rock í uppistandinu en Manny Pacquiao er einn besti hnefaleikakappi sögunnar. Klippa: Will Smith sló Chris Rock á Óskarsverðlaununum Hann gagnrýndi Smith fyrir að hafa slegið sig enda sé Smith töluvert stærri og sterkari en hann. Þaðan kemur akkúrat nafn sýningarinnar, valkvæð svívirðing. Smith vissi að hann gæti lamið Rock og komist upp með það og því valið að svívirða hann. „Will Smith er ber að ofan í kvikmyndum. Þú munt aldrei sjá mig vera beran að ofan í kvikmynd. Ef ég er í kvikmynd að fá hjartaaðgerð þá er ég í peysu,“ segir Rock til að sýna fram á styrkleika mun þeirra. Árið 2020 opnaði Pinkett Smith sig um framhjáhald sitt með söngvaranum August Alsina. Hún gerði það í hlaðvarpi sínu, Red Table Talk, og var Will viðstaddur þegar hún ræddi þetta. Fjöldi fólks kallaði hann tík og aumingja fyrir það. „Allir í heiminum kölluðu hann tík. Ég reyndi að hringja í tíkarsoninn, ég reyndi að hringja í hann og hughreysta hann en hann svaraði mér ekki. Allir kölluðu hann tík en hvern slær hann? Mig. Það er eitthvað sem tík myndi gera,“ segir Rock. Hann gaf í skyn að illindi milli hans og Smith hafi byrjað árið 2016 þegar Rock var einnig að kynna Óskarsverðlaunin líkt og þegar Smith sló hann. Fyrir hátíðina hafði Pinkett Smith gagnrýnd Óskarsakademíuna fyrir skort á tilnefningum til svartra listamanna. Hún bað Rock um að hætta við að kynna sem hann gerði ekki. „Þeir segja að orð særa. Þú verður að passa hvað þú segir því orð særa. Allir sem segja að orð særa hafa aldrei verið kýldir í andlitið. Orð særa þegar búið er að skrifa þau í múrstein,“ segir Rock. Will Smith löðrungar Chris Rock Óskarsverðlaunin Bandaríkin Hollywood Bíó og sjónvarp Mest lesið Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Lífið Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Lífið Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Lífið Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Lífið Silja hlýtur verðlaun Jónasar Hallgrímssonar Menning Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Leikjavísir Beyoncé tilkynnir næstu plötu sína Tónlist Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Menning Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife Lífið Fleiri fréttir Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Sjá meira
Það er mönnum enn ferskt í minni þegar Will Smith gekk upp á svið Óskarsins í fyrra og sló Chris Rock vegna brandara sem sá síðarnefndi sagði um eiginkonu Smith, Jada Pinkett Smith. Í gær var nýtt uppistand Chris Rock frumsýnt á Netflix. Uppistandið ber yfirskriftina „Selective Outrage“ eða „Valkvæð svívirðing“ og er það fyrsta frá Rock síðan á Óskarsverðlaunahátíðinni í fyrra. Líkt og flestir höfðu gert ráð fyrir ræddi Rock um þennan frægasta kinnhest heimssögunnar. Hann segir að þrátt fyrir að hann hafi verið beittur pressu hafi hann ekki viljað tala opinberlega um kinnhestinn í spjallþáttum á borð við Oprah Winfrey Show. „Það er aldrei að fara að gerast. Skítt með það. Ég tók þessum kinnhest eins og Pacquiao,“ segir Rock í uppistandinu en Manny Pacquiao er einn besti hnefaleikakappi sögunnar. Klippa: Will Smith sló Chris Rock á Óskarsverðlaununum Hann gagnrýndi Smith fyrir að hafa slegið sig enda sé Smith töluvert stærri og sterkari en hann. Þaðan kemur akkúrat nafn sýningarinnar, valkvæð svívirðing. Smith vissi að hann gæti lamið Rock og komist upp með það og því valið að svívirða hann. „Will Smith er ber að ofan í kvikmyndum. Þú munt aldrei sjá mig vera beran að ofan í kvikmynd. Ef ég er í kvikmynd að fá hjartaaðgerð þá er ég í peysu,“ segir Rock til að sýna fram á styrkleika mun þeirra. Árið 2020 opnaði Pinkett Smith sig um framhjáhald sitt með söngvaranum August Alsina. Hún gerði það í hlaðvarpi sínu, Red Table Talk, og var Will viðstaddur þegar hún ræddi þetta. Fjöldi fólks kallaði hann tík og aumingja fyrir það. „Allir í heiminum kölluðu hann tík. Ég reyndi að hringja í tíkarsoninn, ég reyndi að hringja í hann og hughreysta hann en hann svaraði mér ekki. Allir kölluðu hann tík en hvern slær hann? Mig. Það er eitthvað sem tík myndi gera,“ segir Rock. Hann gaf í skyn að illindi milli hans og Smith hafi byrjað árið 2016 þegar Rock var einnig að kynna Óskarsverðlaunin líkt og þegar Smith sló hann. Fyrir hátíðina hafði Pinkett Smith gagnrýnd Óskarsakademíuna fyrir skort á tilnefningum til svartra listamanna. Hún bað Rock um að hætta við að kynna sem hann gerði ekki. „Þeir segja að orð særa. Þú verður að passa hvað þú segir því orð særa. Allir sem segja að orð særa hafa aldrei verið kýldir í andlitið. Orð særa þegar búið er að skrifa þau í múrstein,“ segir Rock.
Will Smith löðrungar Chris Rock Óskarsverðlaunin Bandaríkin Hollywood Bíó og sjónvarp Mest lesið Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Lífið Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Lífið Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Lífið Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Lífið Silja hlýtur verðlaun Jónasar Hallgrímssonar Menning Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Leikjavísir Beyoncé tilkynnir næstu plötu sína Tónlist Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Menning Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife Lífið Fleiri fréttir Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Sjá meira