Menning

Menning

Sviðslistir, bókmenntir, sagnfræði, tónlist, myndlist og aðrar listasýningar.

Fréttamynd

Estelle Har­ris er látin

Leikkonan Estelle Harris, sem er hvað þekktust fyrir að hafa farið með hlutverk móður George Costanza í þáttunum Seinfeld, er látin. Harris lést á heimili sínu í Palm Desert í Kaliforníu á laugardagskvöld af náttúrulegum orsökum. 

Lífið
Fréttamynd

„Þegar hann talaði þá hlustuðu allir“

Michel Rocard, fyrrum forsætisráðherra Frakklands, heimsótti Ísland árið 2010 og heillaðist þar af myndum Ragnars Axelssonar á sýningu í Gerðarsafni. Hann ákvað í kjölfarið að bjóða RAX með sér í ferð á Suðurskautið.

Menning
Fréttamynd

Bræður í einvígi á toppnum

Ástsælu bræðurnir Friðrik Dór og Jón Jónssynir standa ansi nálægt hvor öðrum á íslenska listanum þessa vikuna. Friðrik Dór trónir enn á toppnum með silkimjúka smellinn Bleikur og blár en Jón fylgir fast á eftir með ástarlagið Lengi lifum við og hefur hækkað sig um eitt sæti frá því í síðustu viku.

Tónlist
Fréttamynd

Minnir sig reglulega á að gjörsamlega allt er geranlegt

Ragga Hólm er ofurtöffari sem leggur mikið upp úr lífsgleðinni. Hún er tónlistarkona, útvarpskona og lífskúnstner og hefur hvað sérstaklega vakið athygli sem meðlimur í hljómsveitinni Reykjavíkurdætur. Tónlistin er hennar helsti innblástur í lífinu en Ragga er einmitt viðmælandi vikunnar í Innblæstrinum.

Heilsa
Fréttamynd

Röskun á umferð í Reykjavík vegna Netflix-myndar

Víðtækar vegalokanir eru í Reykjavík um helgina, bæði fyrir akandi og gangandi vegfarendur, í tengslum við kvikmyndatökur á myndinni Heart of Stone. Gal Gadot, Jamie Dornan og fleiri stórstjörnur leika í Netflix-myndinni og verða við störf í miðbæ Reykjavíkur næstu daga.

Innlent
Fréttamynd

Hættur í akademíunni eftir löðrunginn

Leikarinn Will Smith hefur sagt sig úr bandarísku kvikmyndaakademíunni vegna hegðunar sinnar á óskarverðlaunahátíðinni á dögunum þegar hann löðrungaði grínistann Chris Rock.

Lífið
Fréttamynd

Sýndar­popp­stjarna er í dag popp­stjarna og kemur fram á Húrra

Á laugardagskvöld verður blásið til tilraunatónleika á skemmtistaðnum Húrra, undir yfirskriftinni The Exterior. Þar kemur fram HYD, sem lýst væri sem hvalreka í ákveðnum kreðsum, ásamt Countess Malaise, Ketracel, DJ XWIFE, Alfreð Drexler, Psalixera, Echinacea og öðru samstarfsfólki.

Tónlist
Fréttamynd

Sænski grín­istinn Sven Meland­er látinn

Sænski grínistinn Sven Melander er látinn, 74 ára að aldri. Hann hafði glímt við krabbamein um nokkurt skeið og segir í tilkynningu að hann hafi andast á heimili sínu í faðmi fjölskyldu sinnar.

Menning
Fréttamynd

Afhjúpuðu styttu af þríeykinu

Stytta af þríeykinu svokallaða, Ölmu Möller landlækni, Víði Reynissyni yfirlögregluþjóni og Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni verður afhjúpuð við hátíðlega athöfn við Björgunarmiðstöðina í Skógarhlíð í Reykjavík í dag. Afhjúpunin hefst klukkan 10 og er almenningi boðið að vera viðstaddur. Fyrir þá sem ekki komast verður beint streymi á Vísi og Stöð 2 Vísi.

Menning
Fréttamynd

Meira bíó!

Nýlega fjallaði RÚV um gott gengi kvikmyndaiðnaðarins hér á landi en áætlað er að hann hafi skilað samfélaginu 9 milljörðum króna á síðasta ári. Þá er gert er ráð fyrir áframhaldandi velgengni íslenskrar kvikmyndagerðar á næstkomandi árum.

Skoðun