„Þetta er með því óhollara sem þú getur látið inn fyrir þínar varir“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 21. febrúar 2023 13:20 Saltkjöt og baunir eru fyrir marga órjúfanlegur hluti af febrúar en rétturinn getur verið varasamur, sérstaklega í miklu magni. Vísir/Margrét Saltkjöt er með því óhollara sem hægt er að borða. Þetta segir næringarfræðingur og doktor í heilbrigðisvísindum. Fólk sem glímir við háan blóðþrýsting er ráðlagt að nálgast saltkjöt og baunir, hinn þjóðlega rétt, af mikilli hófsemd. Saltkjöt og baunir eru fyrir marga órjúfanlegur hluti af febrúar en rétturinn getur verið varasamur, sérstaklega í miklu magni. Anna Ragna Fossberg Jóhönnudóttir er næringarfræðingur og doktor í heilbrigðisvísindum. „Saltkjöt, þetta er með því óhollara sem þú getur látið inn fyrir þínar varir. Þar með er ég ekki að segja að við getum ekki flestöll leyft okkur að borða saltkjöt einu sinni á ári. Þetta er hefð og allt það en það er margt í saltkjöti sem er varasamt. Þetta er til dæmis rautt kjöt og mikil neysla á rauðu kjöti hefur fylgni við krabbamein í ristli. Í saltkjöti er saltpétur (kalíum nítrat) og það er saltpéturinn sem gerir kjötið bleikt á litinn; bæði saltkjöt og reykt kjöt verður bleikt á litinn út af saltpétrinum og saltpéturinn hefur ennþá sterkari fylgni við krabbamein og sérstaklega í maga.“ Sjálft saltið sé heldur ekki alltaf skaðlaust. „Það er mikið salt í saltkjöti og salt er natríumjónir, natríumjónir safnast upp í blóðinu og eru mjög nauðsynleg í vissu magni en mikið af natríum í æðunum og utanfrumuvökva, það dregur vatn út í æðarnar úr frumunum og þá hækkar blóðþrýstingurinn og fyrir þá sem eru með háþrýsting eða einhvern veikleika í hjarta- og æðakerfi þá er varasamt að borða mikið salt. Eins og ég sagði áðan þá þarf ekki að gera neitt til að borða saltkjöt einu sinni á ári en fyrir þá sem eru með þessa veikleika í hjarta- og æðakerfi og með háþrýsting þá getur ein stór máltíð af saltkjöti verið varasöm.“ En eru til ráðleggingar fyrir þau sem eru með háþrýsting sem ætla samt að gæða sér á saltkjöti? „Já, það er auðvitað gott að drekka vel af vatni með þegar maður borðar mikið salt en ég myndi líka bara setja minna af kjöti í súpuna, þannig að súpan verði ekki eins sölt og borða meira af súpunni og grænmetinu heldur en kjötinu og reyna að takmarka fjölda kjötbitanna sem lenda ofan í maga,“ segir Anna Ragna. Sprengidagur Heilsa Matur Menning Tengdar fréttir Verkaði 2,5 tonn af saltkjöti sem fólk hámaði í sig Gestir Múlakaffis hámuðu í sig saltkjöt og baunir í tilefni sprengidags. Yfirkokkurinn verkaði tvö og álft tonn af saltkjöti og sögðu gestir vel þess virði að vakna á morgun með bjúg eftir saltneyslunna. 1. mars 2022 21:01 Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Hár blóðþrýstingur og saltkjöt fara illa saman og hjartveikir ættu ekki að láta þennan þjóðlega rétt eftir sér. 28. febrúar 2017 11:33 Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Fleiri fréttir Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Sjá meira
Saltkjöt og baunir eru fyrir marga órjúfanlegur hluti af febrúar en rétturinn getur verið varasamur, sérstaklega í miklu magni. Anna Ragna Fossberg Jóhönnudóttir er næringarfræðingur og doktor í heilbrigðisvísindum. „Saltkjöt, þetta er með því óhollara sem þú getur látið inn fyrir þínar varir. Þar með er ég ekki að segja að við getum ekki flestöll leyft okkur að borða saltkjöt einu sinni á ári. Þetta er hefð og allt það en það er margt í saltkjöti sem er varasamt. Þetta er til dæmis rautt kjöt og mikil neysla á rauðu kjöti hefur fylgni við krabbamein í ristli. Í saltkjöti er saltpétur (kalíum nítrat) og það er saltpéturinn sem gerir kjötið bleikt á litinn; bæði saltkjöt og reykt kjöt verður bleikt á litinn út af saltpétrinum og saltpéturinn hefur ennþá sterkari fylgni við krabbamein og sérstaklega í maga.“ Sjálft saltið sé heldur ekki alltaf skaðlaust. „Það er mikið salt í saltkjöti og salt er natríumjónir, natríumjónir safnast upp í blóðinu og eru mjög nauðsynleg í vissu magni en mikið af natríum í æðunum og utanfrumuvökva, það dregur vatn út í æðarnar úr frumunum og þá hækkar blóðþrýstingurinn og fyrir þá sem eru með háþrýsting eða einhvern veikleika í hjarta- og æðakerfi þá er varasamt að borða mikið salt. Eins og ég sagði áðan þá þarf ekki að gera neitt til að borða saltkjöt einu sinni á ári en fyrir þá sem eru með þessa veikleika í hjarta- og æðakerfi og með háþrýsting þá getur ein stór máltíð af saltkjöti verið varasöm.“ En eru til ráðleggingar fyrir þau sem eru með háþrýsting sem ætla samt að gæða sér á saltkjöti? „Já, það er auðvitað gott að drekka vel af vatni með þegar maður borðar mikið salt en ég myndi líka bara setja minna af kjöti í súpuna, þannig að súpan verði ekki eins sölt og borða meira af súpunni og grænmetinu heldur en kjötinu og reyna að takmarka fjölda kjötbitanna sem lenda ofan í maga,“ segir Anna Ragna.
Sprengidagur Heilsa Matur Menning Tengdar fréttir Verkaði 2,5 tonn af saltkjöti sem fólk hámaði í sig Gestir Múlakaffis hámuðu í sig saltkjöt og baunir í tilefni sprengidags. Yfirkokkurinn verkaði tvö og álft tonn af saltkjöti og sögðu gestir vel þess virði að vakna á morgun með bjúg eftir saltneyslunna. 1. mars 2022 21:01 Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Hár blóðþrýstingur og saltkjöt fara illa saman og hjartveikir ættu ekki að láta þennan þjóðlega rétt eftir sér. 28. febrúar 2017 11:33 Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Fleiri fréttir Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Sjá meira
Verkaði 2,5 tonn af saltkjöti sem fólk hámaði í sig Gestir Múlakaffis hámuðu í sig saltkjöt og baunir í tilefni sprengidags. Yfirkokkurinn verkaði tvö og álft tonn af saltkjöti og sögðu gestir vel þess virði að vakna á morgun með bjúg eftir saltneyslunna. 1. mars 2022 21:01
Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Hár blóðþrýstingur og saltkjöt fara illa saman og hjartveikir ættu ekki að láta þennan þjóðlega rétt eftir sér. 28. febrúar 2017 11:33