„Þetta er með því óhollara sem þú getur látið inn fyrir þínar varir“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 21. febrúar 2023 13:20 Saltkjöt og baunir eru fyrir marga órjúfanlegur hluti af febrúar en rétturinn getur verið varasamur, sérstaklega í miklu magni. Vísir/Margrét Saltkjöt er með því óhollara sem hægt er að borða. Þetta segir næringarfræðingur og doktor í heilbrigðisvísindum. Fólk sem glímir við háan blóðþrýsting er ráðlagt að nálgast saltkjöt og baunir, hinn þjóðlega rétt, af mikilli hófsemd. Saltkjöt og baunir eru fyrir marga órjúfanlegur hluti af febrúar en rétturinn getur verið varasamur, sérstaklega í miklu magni. Anna Ragna Fossberg Jóhönnudóttir er næringarfræðingur og doktor í heilbrigðisvísindum. „Saltkjöt, þetta er með því óhollara sem þú getur látið inn fyrir þínar varir. Þar með er ég ekki að segja að við getum ekki flestöll leyft okkur að borða saltkjöt einu sinni á ári. Þetta er hefð og allt það en það er margt í saltkjöti sem er varasamt. Þetta er til dæmis rautt kjöt og mikil neysla á rauðu kjöti hefur fylgni við krabbamein í ristli. Í saltkjöti er saltpétur (kalíum nítrat) og það er saltpéturinn sem gerir kjötið bleikt á litinn; bæði saltkjöt og reykt kjöt verður bleikt á litinn út af saltpétrinum og saltpéturinn hefur ennþá sterkari fylgni við krabbamein og sérstaklega í maga.“ Sjálft saltið sé heldur ekki alltaf skaðlaust. „Það er mikið salt í saltkjöti og salt er natríumjónir, natríumjónir safnast upp í blóðinu og eru mjög nauðsynleg í vissu magni en mikið af natríum í æðunum og utanfrumuvökva, það dregur vatn út í æðarnar úr frumunum og þá hækkar blóðþrýstingurinn og fyrir þá sem eru með háþrýsting eða einhvern veikleika í hjarta- og æðakerfi þá er varasamt að borða mikið salt. Eins og ég sagði áðan þá þarf ekki að gera neitt til að borða saltkjöt einu sinni á ári en fyrir þá sem eru með þessa veikleika í hjarta- og æðakerfi og með háþrýsting þá getur ein stór máltíð af saltkjöti verið varasöm.“ En eru til ráðleggingar fyrir þau sem eru með háþrýsting sem ætla samt að gæða sér á saltkjöti? „Já, það er auðvitað gott að drekka vel af vatni með þegar maður borðar mikið salt en ég myndi líka bara setja minna af kjöti í súpuna, þannig að súpan verði ekki eins sölt og borða meira af súpunni og grænmetinu heldur en kjötinu og reyna að takmarka fjölda kjötbitanna sem lenda ofan í maga,“ segir Anna Ragna. Sprengidagur Heilsa Matur Menning Tengdar fréttir Verkaði 2,5 tonn af saltkjöti sem fólk hámaði í sig Gestir Múlakaffis hámuðu í sig saltkjöt og baunir í tilefni sprengidags. Yfirkokkurinn verkaði tvö og álft tonn af saltkjöti og sögðu gestir vel þess virði að vakna á morgun með bjúg eftir saltneyslunna. 1. mars 2022 21:01 Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Hár blóðþrýstingur og saltkjöt fara illa saman og hjartveikir ættu ekki að láta þennan þjóðlega rétt eftir sér. 28. febrúar 2017 11:33 Mest lesið Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Innlent Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Erlent „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Innlent Fleiri fréttir Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Sjá meira
Saltkjöt og baunir eru fyrir marga órjúfanlegur hluti af febrúar en rétturinn getur verið varasamur, sérstaklega í miklu magni. Anna Ragna Fossberg Jóhönnudóttir er næringarfræðingur og doktor í heilbrigðisvísindum. „Saltkjöt, þetta er með því óhollara sem þú getur látið inn fyrir þínar varir. Þar með er ég ekki að segja að við getum ekki flestöll leyft okkur að borða saltkjöt einu sinni á ári. Þetta er hefð og allt það en það er margt í saltkjöti sem er varasamt. Þetta er til dæmis rautt kjöt og mikil neysla á rauðu kjöti hefur fylgni við krabbamein í ristli. Í saltkjöti er saltpétur (kalíum nítrat) og það er saltpéturinn sem gerir kjötið bleikt á litinn; bæði saltkjöt og reykt kjöt verður bleikt á litinn út af saltpétrinum og saltpéturinn hefur ennþá sterkari fylgni við krabbamein og sérstaklega í maga.“ Sjálft saltið sé heldur ekki alltaf skaðlaust. „Það er mikið salt í saltkjöti og salt er natríumjónir, natríumjónir safnast upp í blóðinu og eru mjög nauðsynleg í vissu magni en mikið af natríum í æðunum og utanfrumuvökva, það dregur vatn út í æðarnar úr frumunum og þá hækkar blóðþrýstingurinn og fyrir þá sem eru með háþrýsting eða einhvern veikleika í hjarta- og æðakerfi þá er varasamt að borða mikið salt. Eins og ég sagði áðan þá þarf ekki að gera neitt til að borða saltkjöt einu sinni á ári en fyrir þá sem eru með þessa veikleika í hjarta- og æðakerfi og með háþrýsting þá getur ein stór máltíð af saltkjöti verið varasöm.“ En eru til ráðleggingar fyrir þau sem eru með háþrýsting sem ætla samt að gæða sér á saltkjöti? „Já, það er auðvitað gott að drekka vel af vatni með þegar maður borðar mikið salt en ég myndi líka bara setja minna af kjöti í súpuna, þannig að súpan verði ekki eins sölt og borða meira af súpunni og grænmetinu heldur en kjötinu og reyna að takmarka fjölda kjötbitanna sem lenda ofan í maga,“ segir Anna Ragna.
Sprengidagur Heilsa Matur Menning Tengdar fréttir Verkaði 2,5 tonn af saltkjöti sem fólk hámaði í sig Gestir Múlakaffis hámuðu í sig saltkjöt og baunir í tilefni sprengidags. Yfirkokkurinn verkaði tvö og álft tonn af saltkjöti og sögðu gestir vel þess virði að vakna á morgun með bjúg eftir saltneyslunna. 1. mars 2022 21:01 Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Hár blóðþrýstingur og saltkjöt fara illa saman og hjartveikir ættu ekki að láta þennan þjóðlega rétt eftir sér. 28. febrúar 2017 11:33 Mest lesið Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Innlent Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Erlent „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Innlent Fleiri fréttir Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Sjá meira
Verkaði 2,5 tonn af saltkjöti sem fólk hámaði í sig Gestir Múlakaffis hámuðu í sig saltkjöt og baunir í tilefni sprengidags. Yfirkokkurinn verkaði tvö og álft tonn af saltkjöti og sögðu gestir vel þess virði að vakna á morgun með bjúg eftir saltneyslunna. 1. mars 2022 21:01
Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Hár blóðþrýstingur og saltkjöt fara illa saman og hjartveikir ættu ekki að láta þennan þjóðlega rétt eftir sér. 28. febrúar 2017 11:33