„Dæmi um að fólk sé að smygla heilu rútunum af bjór inn í sal“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 25. febrúar 2023 16:07 Leikarar Borgarleikhússins segjast finna fyrir aukinni drykkju sem hafi truflandi áhrif í för með sér. vísir/vilhelm Leikarar Borgarleikhússins hafa orðið varir við aukna drykkju á meðal leikhúsgesta sem sé þeim og öðrum gestum til mikils ama. Dæmi séu um að gestir smygli heilu rútunum af bjór inn í sal. „Það gerðist eitthvað eftir Covid,“ segir Valur Freyr Einarsson leikari sem fer um þessar mundir með hlutverk í hinum geysivinsæla söngleik um Bubba Morthens, 9 líf. „Það hefur aukist að fólk annað hvort mætir mjög drukkið eða drekkur sig mjög fullt áður en það fer inn í sal, sem veldur truflun fyrir aðra áhorfendur.“ Þetta tíðkist ekki aðeins á stórum sýningum eða söngleikjum. „Þar finnst manni alveg eðlilegt að fólk sé að skemmta sér og fá sér dálítið en þetta er líka að gerast á sýningum eins Mátulegir og sýningu sem var fyrr í vetur og heitir Fyrrverandi þar sem fólk var alveg dauðadrukkið, með frammíköll og fleira. Þetta er svona hegðun sem ég hef mjög sjaldan orðið var við í þessi 25 ár sem ég hef verið í leikhúsi,“ segir Valur. Áfengi verði bannað á minni sviðum Honum sé aðallega umhugað um aðra áhorfendur. „Við leikararnir höndlum þetta svo sem en aðalmálið er meðvitund um áhorfandann sem hefur keypt miða og er að njóta þess að vera í leikhúsi. Svo er bara truflun í salnum sem stelur upplifuninni. Þetta er bara óvirðing við þá sem eru með þér í salnum og auðvitað líka þá sem eru á sviðinu.“ Valur Freyr Einarsson leikari.Borgarleikhúsið Hann segist einnig hafa lesið grein í Guardian þar sem umfjöllunarefnið er það sama: leikhús í Englandi og starfsfólk þeirra þurfi að eiga við sótölvaða gesti sem séu til vandræða, bæði á meðan sýningu stendur og á leið sinni inn og út úr húsi. Þetta hafi jafnframt aukist í kjölfar Covid. „Mér finnst það nú bara rannsóknarefni, hvað hefur gerst eftir Covid? Ég hef líka heyrt frá kollegum mínum að sama staða sé á Norðurlöndum. Erum við enn þá eins og kýr á vorin? Maður hefði haldið að það væri búið,“ segir Valur. Honum þætti æskilegt að banna drykki á minni sviðum. „Þar er bara svo mikil nálægð og þá verða meiri truflandi áhrif. Það er aðeins annað á stóra sviðinu. Ef fólk er að klára úr bjór eða vínglasi er engin truflun af því en þegar fólk er farið að smygla heilu rútunum af bjór, eins og áhöld hafa verið um, þá er fólk eitthvað að misskilja miðilinn,“ segir Valur Freyr að lokum. Leikhús Áfengi og tóbak Reykjavík Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira
„Það gerðist eitthvað eftir Covid,“ segir Valur Freyr Einarsson leikari sem fer um þessar mundir með hlutverk í hinum geysivinsæla söngleik um Bubba Morthens, 9 líf. „Það hefur aukist að fólk annað hvort mætir mjög drukkið eða drekkur sig mjög fullt áður en það fer inn í sal, sem veldur truflun fyrir aðra áhorfendur.“ Þetta tíðkist ekki aðeins á stórum sýningum eða söngleikjum. „Þar finnst manni alveg eðlilegt að fólk sé að skemmta sér og fá sér dálítið en þetta er líka að gerast á sýningum eins Mátulegir og sýningu sem var fyrr í vetur og heitir Fyrrverandi þar sem fólk var alveg dauðadrukkið, með frammíköll og fleira. Þetta er svona hegðun sem ég hef mjög sjaldan orðið var við í þessi 25 ár sem ég hef verið í leikhúsi,“ segir Valur. Áfengi verði bannað á minni sviðum Honum sé aðallega umhugað um aðra áhorfendur. „Við leikararnir höndlum þetta svo sem en aðalmálið er meðvitund um áhorfandann sem hefur keypt miða og er að njóta þess að vera í leikhúsi. Svo er bara truflun í salnum sem stelur upplifuninni. Þetta er bara óvirðing við þá sem eru með þér í salnum og auðvitað líka þá sem eru á sviðinu.“ Valur Freyr Einarsson leikari.Borgarleikhúsið Hann segist einnig hafa lesið grein í Guardian þar sem umfjöllunarefnið er það sama: leikhús í Englandi og starfsfólk þeirra þurfi að eiga við sótölvaða gesti sem séu til vandræða, bæði á meðan sýningu stendur og á leið sinni inn og út úr húsi. Þetta hafi jafnframt aukist í kjölfar Covid. „Mér finnst það nú bara rannsóknarefni, hvað hefur gerst eftir Covid? Ég hef líka heyrt frá kollegum mínum að sama staða sé á Norðurlöndum. Erum við enn þá eins og kýr á vorin? Maður hefði haldið að það væri búið,“ segir Valur. Honum þætti æskilegt að banna drykki á minni sviðum. „Þar er bara svo mikil nálægð og þá verða meiri truflandi áhrif. Það er aðeins annað á stóra sviðinu. Ef fólk er að klára úr bjór eða vínglasi er engin truflun af því en þegar fólk er farið að smygla heilu rútunum af bjór, eins og áhöld hafa verið um, þá er fólk eitthvað að misskilja miðilinn,“ segir Valur Freyr að lokum.
Leikhús Áfengi og tóbak Reykjavík Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira