Trommari Yes er fallinn frá Breski tónlistarmaðurinn Alan White, sem var trommari í rokksveitinni Yes, er látinn, 72 ára að aldri. Hann lést á heimili sínu í Bandaríkjunum í gær eftir glímu við veikindi. Lífið 27. maí 2022 10:12
Andrew Fletcher látinn sextugur að aldri Andrew Fletcher, hljómborðsleikari og stofnmeðlimur bresku raftónlistarsveitarinnar Depeche Mode er látinn. Hljómsveitin tilkynnti þetta á samfélagsmiðlum í gær en Fletcher var sextíu ára að aldri. Lífið 27. maí 2022 08:09
Klara Elias er höfundur og flytjandi Þjóðhátíðarlagsins í ár Höfundur og flytjandi Þjóðhátíðarlags Vestmannaeyja 2022 er Klara Elias söngkona og lagahöfundur. Aðeins einu sinni áður hefur hið opinbera þjóðhátíðarlag verið samið og flutt af konu og var það lagið og var það lagið Sjáumst þar eftir Röggu Gísla árið 2017. Tónlist 27. maí 2022 06:01
„Hérna erum við enn eina ferðina, annar sorgardagur í sögu þjóðarinnar“ Skotárásin í Robb-grunnskólanum í Texas í Bandaríkjunum í vikunni var ofarlega í huga helstu spjallþáttastjórnenda Bandaríkjanna í þáttum þeirra eftir árásina mannskæðu. Erlent 26. maí 2022 20:14
Reykjavíkurdætur frumsýna nýtt tónlistarmyndband á Lífinu á Vísi á morgun Lífið á Vísi mun frumsýna nýtt tónlistarmyndband frá hljómsveitinni Reykjavíkurdætrum á morgun, 27. maí, klukkan 12:00. Tónlist 26. maí 2022 20:01
Spacey ákærður fyrir kynferðisbrot á ný Saksóknari í Bretlandi hefur gefið út fjórar ákærur á hendur leikaranum Kevin Spacey. Í kjölfar #MeToo byltingarinnar steig mikill fjöldi karlmanna fram og sakaði leikarann um að hafa brotið á sér kynferðislega. Erlent 26. maí 2022 15:07
„Áður en við vissum af vorum við farnir að semja og pródúsa saman“ Bear The Ant er nýtt band sem var stofnað í miðju covid 2021. Meðlimir bandsins eru þeir Björn Óli Harðarson (söngur) og Davíð Antonsson (trommur) sem margir þekkja úr hljómsveitinni Kaleo. Félagarnir voru að senda frá sér sína fyrstu fjögurra laga EP plötu, Unconscious ásamt tónlistarmyndbandi. Albumm hitti á kappana á sólríkum degi í miðbænum og fékk meðal annars að spyrja þá út í plötuna, samstarfið og hvort það sé ekki erfitt að finna tíma sem trommari í nýju bandi ásamt því að vera trommari á sama tíma í heimsfrægri hljómsveit. Albumm 26. maí 2022 13:31
Með sameiginlega fortíð í pönki og performansi Listamennirnir og æskuvinirnir Hrafnkell Sigurðsson, Stefán Jónsson og Óskar Jónasson opna myndlistarsýningu og fagna útgáfu bókarinnar ARCTIC CREATURES í Pop Up Gallery við Hafnartorg á laugardag. Menning 26. maí 2022 13:31
Til varnar Conversations With Friends Stöð 2 hefur nú hafið sýningar á írsku þáttaröðinni Conversations with Friends, sem byggir á samnefndri skáldsögu Sally Rooney. Ekki er langt síðan Stöð 2 sýndi aðra þáttaröð byggða á skáldsögu hennar, Normal People. Gagnrýni 26. maí 2022 08:32
„Líf mitt er meira og minna bara einn gjörningur“ Snorri Ásmundsson er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst. Hann er listamaður sem takmarkar sig ekki við einn listmiðil, ber marga hatta og er meðal annars gjörningalistamaður, myndlistarmaður, lífskúnstner og frambjóðandi svo eitthvað sé nefnt. Menning 26. maí 2022 07:38
Balta fannst hann eiga smá sérvisku inni hjá Hollywood Nýjasta mynd Baltasars Kormáks, Beast, er væntanleg í kvikmyndahús í ágúst. Myndin var unnin í Suður-Afríku síðasta sumar og segir sögu manns sem þarf að kljást við illvígt ljón í hefndarhug á sama tíma og hann reynir að rækta tengslin við dætur sínar á nýjan leik. Bíó og sjónvarp 26. maí 2022 07:33
Leyfir öðrum að koma illa fram við sig því það þykir svo vænt um það Gugusar er átján ára tónlistarkona sem hefur samið sína tónlist sjálf síðan hún var þrettán ára gömul. Hún gaf út fyrstu plötuna sína Listen To This Twice árið 2020 og hefur verið að vinna í næstu plötu síðan. Albumm 25. maí 2022 14:30
Iceland Airwaves kynnir fleiri listamenn til leiks Iceland Airwaves tilkynni í dag um fleiri atriði sem munu koma fram á hátíðinni í nóvember. Íslenska deildin kemur þar sterk inn ásamt erlendu tónlistarfólki úr ólíkum áttum. Tónlist 25. maí 2022 13:30
Júníus Meyvant fylgir Kaleo á tónleikaferðalagi um Evrópu Tónlistarmaðurinn Júníus Meyvant mun hita upp fyrir íslensku hljómsveitina Kaleo á tónleikaferðalagi þeirra um Evrópu. Ævintýrið hefst 4. júní í Berlín og endar í Aþenu 6. júlí. Blaðamaður sló á þráðinn og tók púlsinn á Júníusi. Tónlist 25. maí 2022 12:31
Steven Tyler í meðferð og Aerosmith fellir niður tónleika Hljómsveitin Aerosmith hefur fellt niður alla tónleika í sumar. Aerosmith mun því ekki byrja að koma fram í Las Vegas fyrr en í september. Lífið 25. maí 2022 10:53
„Ótrúlega sterkur hópur sem vinnur kraftaverk á örfáum dögum“ Útskriftarnemar við myndlistar, hönnunar og arkitektúrs deild Listaháskóla Íslands standa fyrir samsýningu á Kjarvalsstöðum um þessar mundir. Sýningin ber nafnið Verandi vera, er opin öllum og stendur til næstkomandi sunnudags, 29. maí. Menning 25. maí 2022 07:00
Typpi Jimi Hendrix á leið til landsins Afsteypa af getnaðarlim rokkarans Jimi Hendrix er á leið til landsins. Afsteypan verður til sýnis á Hinu Íslenzka Reðasafni en safnið fékk afsteypun að gjöf frá Cynthiu „Plaster Caster“ Albritton heitinni. Lífið 24. maí 2022 16:22
Kvikmyndarisar bíði eftir aukinni endurgreiðslu Leifur B. Dagfinnsson, stofnandi og formaður stjórnar kvikmyndaframleiðandans True North segir að stór kvikmyndaver séu að bíða eftir því að endurgreiðsla stærri kvikmyndaverkefna verði 35 prósent hér á landi. Mikil tækifæri felist í slíkri endurgreiðslu fyrir íslensk framleiðslufyrirtæki en stjórnvöld hafa þegar lagt fram frumvarp þess efnis. Viðskipti innlent 24. maí 2022 15:27
Hannes og Steinunn heiðursdoktorar við Háskóla Íslands Skáldin Hannes Pétursson og Steinunn Sigurðardóttir voru sæmd heiðursdoktorsnafnbót frá Íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands við hátíðlega athöfn í Hátíðasal skólans í gær. Menning 24. maí 2022 15:17
Íslendingar yfirtaka Cannes Það er margt um Íslendinginn í Cannes þetta árið en Volaða land eftir Hlyn Pálmason er heimsfrumsýnd á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Cannes í flokknum Un Certain Regard í aðaldagskrá hátíðarinnar. Lífið 24. maí 2022 14:31
Ultraflex sendir frá sér Rhodos: „Sömdum lagið þegar við þráðum að djamma“ Hljómsveitin Ultraflex, skipuð hinni íslensku Special-K (Katrín Helga Andrésdóttir) og norsku tónlistarkonunni Farao, var að senda frá sér nýtt partý lag sem ber nafnið Rhodos. Tónlist 24. maí 2022 13:31
„Myndlist er svo fjölbreytt og víðfeðm“ Listval stendur að myndlistarsýningunni Mens et Manus sem opnaði á síðastliðinn föstudaginn við hátíðlega athöfn í íslenska sendiráðinu í Kaupmannahöfn. Er sýningin sú fyrsta í röð sýninga sem Listval mun setja upp í sendiráðinu. Blaðamaður tók púlsinn á Helgu Björg Kjerúlf og Elísabetu Ölmu Svendsen, eigendum og stjórnendum Listvals. Menning 24. maí 2022 12:01
Gorr guða-slátrari slæst við Þór Marvel hefur birt nýja stiklu fyrir næstu myndina um guðinn og ofurhetjuna Þór, Thor: Love and Thunder. Óhætt er að segja að virðist ansi margt um að vera hjá Þór, sé mið tekið af stiklunni og að hann hafi þurft að finna sig á nýjan leik eftir atburði Avengers: Endgame. Bíó og sjónvarp 24. maí 2022 10:10
„Frábært samtal sem ég mæli með fyrir öll sem vilja skilja, breyta og bæta“ Næstkomandi miðvikudag 25. maí fer fram annar viðburður í viðburðaröðinni „Í liði með náttúrunni – náttúrumiðaðar lausnir og áhrif þeirra í víðu samhengi“ í Norræna húsinu ásamt því að vera í beinu streymi. Þessi viðburður ber nafnið Heilbrigð jörð - Heilbrigt líf og fer fram frá klukkan 16:00-18:00. Fundarstjóri er Katrín Oddsdóttir en blaðamaður tók á henni púlsinn og fékk að heyra nánar frá þessu framtaki. Menning 23. maí 2022 20:01
Þessi 35% skipta máli fyrir kvikmyndaframleiðslu á Íslandi Á Alþingi í dag mælti Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, fyrir frumvarpi um breytingu á lögum um endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar. Breytingin felur í sér að stærri verkefni, sem uppfylla ákveðin skilyrði sem fram koma í lögunum, geti sótt allt að 35% endurgreiðslu framleiðslukostnaðar. Skoðun 23. maí 2022 16:30
Tónlistarmínútur með Steinari Fjeldsted – Reggí, Rokk og BSÍ gleði! Steinar Fjeldsted hjá Albumm.is fer alla fimmtudaga yfir það helsta sem er að gerast í Íslenskri tónlist í Tónlistarmínútum hjá Ósk Gunnars á FM957. Albumm 23. maí 2022 12:30
Faðir Helstirnisins og X-vængjunnar látinn Colin Cantwell, listamaðurinn sem hannaði mörg þekktustu geimför Stjörnustríðsheimsins eins og Helstirnið og X-vængjuna, er látinn, níræður að aldri. Hann vann einnig við opnunaratriði 2001: Geimævintýraferðar Stanleys Kubrick. Erlent 23. maí 2022 11:20
Rekja apabólusmit til kynsvalls á reifum í Evrópu Sérfræðingur hjá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni (WHO) segir mögulegt að apabólusmit sem hafa komið upp megi rekja til áhættusamrar kynhegðunar á tveimur stórum reiftónlistarhátíðum í Evrópu. Erlent 23. maí 2022 09:47
Götulistakonan Miss. Tic er látin Franska stensil-og götulistakonan Miss. Tic er látin, 66 ára að aldri. Menning 23. maí 2022 08:51