Enga menningu að finna í boxum Elísabet Inga Sigurðardóttir og Eiður Þór Árnason skrifa 2. mars 2023 19:48 Elísabet Jökulsdóttir vill að barist verði fyrir því að halda lífi í bréfaskiptum landsmanna. Vísir/Egill Pósthús eru menning á undanhaldi að sögn rithöfundar sem harmar breytta póstþjónustu. Pósthúsum hefur víða verið lokað og segir hún að reka þurfi áróður fyrir bréfaskriftum. Í vikunni var greint frá því að Pósthúsinu í Mjódd yrði fljótlega skellt í lás. Fréttin er ekki einsdæmi því sömu sögu er að segja af pósthúsinu í Ólafsvík, Hveragerði, Bolungarvík, Súðavík, Grenivík, á Laugum, Reykjahlíð, Skagaströnd og Kópaskeri svo dæmi séu tekin. Pósthúsinu í Vesturbæ hefur verið lokað og er hverfispósthús Vesturbæinga nú í Síðumúla en ferðatíminn frá Hagatorgi að pósthúsinu tekur hátt í fjörutíu mínútur með strætó. Forstjóri Póstsins hefur sagt breytingar á póstþjónustu í takt við breyttar þarfir og kröfur neytenda enda hafi dregið úr eftirspurn eftir afgreiðslu pósthúsa. Elísabetu Jökulsdóttur rithöfundi finnst sorglegt að pósthús landsins séu svo gott sem á undanhaldi enda mikil menning fólgin í þjónustunni. „Á pósthúsinu kemur fólk saman og stendur í biðröð og er að senda mikilvægar sendingar.“ Pósthúsin séu mörg hver merkileg, sér í lagi pósthúsið í Pósthússtræti sem nú er mathöll. „Svona falleg pósthús eins og pósthúsið niðri í Pósthússtræti, maður sá það hvað það var merkilegt að reka pósthús, þetta var allt svo fallegt og útskorið,“ bætir Elísabet við. Leggur til áróðursherferð Elísabetu þykir sérstaklega miður hversu margir séu hættir að senda bréf og hvetur fólk til að gera meira af því. „Mér finnst ekki að við ættum að vera loka pósthúsunum heldur frekar að reka áróður fyrir því að við sendum bréf.“ Póstbox hafa að einhverju leyti komið í stað pósthúsa en Elísabet segir litla menningu að finna í slíkum boxum. „Það er ómögulegt. Við viljum ekkert svoleiðis heldur almennilegt pósthús,“ segir hún að lokum. Pósturinn Menning Reykjavík Neytendur Mest lesið Umferðarslys við Hvalfjarðargöngin Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Erlent Þorgerður Katrín endurkjörin Innlent Fleiri fréttir Kviknað í íbúð í Breiðholti Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Umferðarslys við Hvalfjarðargöngin Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Sjá meira
Í vikunni var greint frá því að Pósthúsinu í Mjódd yrði fljótlega skellt í lás. Fréttin er ekki einsdæmi því sömu sögu er að segja af pósthúsinu í Ólafsvík, Hveragerði, Bolungarvík, Súðavík, Grenivík, á Laugum, Reykjahlíð, Skagaströnd og Kópaskeri svo dæmi séu tekin. Pósthúsinu í Vesturbæ hefur verið lokað og er hverfispósthús Vesturbæinga nú í Síðumúla en ferðatíminn frá Hagatorgi að pósthúsinu tekur hátt í fjörutíu mínútur með strætó. Forstjóri Póstsins hefur sagt breytingar á póstþjónustu í takt við breyttar þarfir og kröfur neytenda enda hafi dregið úr eftirspurn eftir afgreiðslu pósthúsa. Elísabetu Jökulsdóttur rithöfundi finnst sorglegt að pósthús landsins séu svo gott sem á undanhaldi enda mikil menning fólgin í þjónustunni. „Á pósthúsinu kemur fólk saman og stendur í biðröð og er að senda mikilvægar sendingar.“ Pósthúsin séu mörg hver merkileg, sér í lagi pósthúsið í Pósthússtræti sem nú er mathöll. „Svona falleg pósthús eins og pósthúsið niðri í Pósthússtræti, maður sá það hvað það var merkilegt að reka pósthús, þetta var allt svo fallegt og útskorið,“ bætir Elísabet við. Leggur til áróðursherferð Elísabetu þykir sérstaklega miður hversu margir séu hættir að senda bréf og hvetur fólk til að gera meira af því. „Mér finnst ekki að við ættum að vera loka pósthúsunum heldur frekar að reka áróður fyrir því að við sendum bréf.“ Póstbox hafa að einhverju leyti komið í stað pósthúsa en Elísabet segir litla menningu að finna í slíkum boxum. „Það er ómögulegt. Við viljum ekkert svoleiðis heldur almennilegt pósthús,“ segir hún að lokum.
Pósturinn Menning Reykjavík Neytendur Mest lesið Umferðarslys við Hvalfjarðargöngin Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Erlent Þorgerður Katrín endurkjörin Innlent Fleiri fréttir Kviknað í íbúð í Breiðholti Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Umferðarslys við Hvalfjarðargöngin Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Sjá meira