Stjörnurnar vilji ekki tengja sig við konunginn Máni Snær Þorláksson skrifar 2. mars 2023 23:45 Elton John, Adele og Harry Styles eru á meðal þeirra sem eru sögð hafa afþakkað boð um að spila fyrir Karl konung. Getty/Max Mumby/Karwai Tang/Michael Buckner/Rob Ball Það virðist ekki ganga alveg nógu vel að finna tónlistarfólk til að koma fram á krýningarathöfn Karls III Bretlandskonungs. Stórstjörnur á borð við Elton John, Adele og Harry Styles eru til að mynda sagðar hafa afþakkað boð um að spila fyrir konunginn. Simon Jones, sem starfar sem fjölmiðlafulltrúi fyrir ýmsa fræga Breta, telur að hægt sé að rekja ástæðuna fyrir þessu til þess hve umdeild konungsfjölskyldan hefur orðið á síðustu árum. „Konungsfjölskyldan hefur gengið í gegnum fjölda skandala að undanförnu. Allir sem koma fram á athöfninni þurfa að hafa í huga hvort það myndi valda bakslagi meðal sinna aðdáenda,“ er haft eftir Jones í umfjöllun Rolling Stone um málið. Tónlistarfólkið telji að það sé ekki í þeirra hag að tengja sig við Karl konung á þessum tíma ferilsins. „Fólk vill ekki láta tengja sig við arfleifðina hans“ Annar fjölmiðlafulltrúi sem rætt er við segir stjörnurnar ekki vera vissar um að þær vilji að nöfn sín séu skrifuð í sögubækurnar í kringum umfjöllun um Karl konung. Fjölmiðlafulltrúinn, sem kölluð er Meg sökum þess að hún vill ekki að fullt nafn sitt sé gefið upp, segir þá að það sé mikill munur á móður Karls og honum sjálfum. „Elísabet II Bretlandsdrottning var glæsileg og heillandi fyrir sumum. Karl bætir ekki neinu við – fólk vill ekki láta tengja sig við arfleifðina hans,“ segir Meg. „Þessu verður sjónvarpað svo já, það mun fullt af fólki heyra lögin þeirra, en þegar almannatengsl til lengri tíma eru í huga, ég veit ekki hvort það að koma fram á athöfninni muni hafa jákvæð áhrif á neinn, nema sá hinn sami sé þegar dyggur stuðningsmaður konungsfjölskyldunnar.“ Karl III Bretakonungur Bretland Tónlist Kóngafólk Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Fleiri fréttir Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Sjá meira
Simon Jones, sem starfar sem fjölmiðlafulltrúi fyrir ýmsa fræga Breta, telur að hægt sé að rekja ástæðuna fyrir þessu til þess hve umdeild konungsfjölskyldan hefur orðið á síðustu árum. „Konungsfjölskyldan hefur gengið í gegnum fjölda skandala að undanförnu. Allir sem koma fram á athöfninni þurfa að hafa í huga hvort það myndi valda bakslagi meðal sinna aðdáenda,“ er haft eftir Jones í umfjöllun Rolling Stone um málið. Tónlistarfólkið telji að það sé ekki í þeirra hag að tengja sig við Karl konung á þessum tíma ferilsins. „Fólk vill ekki láta tengja sig við arfleifðina hans“ Annar fjölmiðlafulltrúi sem rætt er við segir stjörnurnar ekki vera vissar um að þær vilji að nöfn sín séu skrifuð í sögubækurnar í kringum umfjöllun um Karl konung. Fjölmiðlafulltrúinn, sem kölluð er Meg sökum þess að hún vill ekki að fullt nafn sitt sé gefið upp, segir þá að það sé mikill munur á móður Karls og honum sjálfum. „Elísabet II Bretlandsdrottning var glæsileg og heillandi fyrir sumum. Karl bætir ekki neinu við – fólk vill ekki láta tengja sig við arfleifðina hans,“ segir Meg. „Þessu verður sjónvarpað svo já, það mun fullt af fólki heyra lögin þeirra, en þegar almannatengsl til lengri tíma eru í huga, ég veit ekki hvort það að koma fram á athöfninni muni hafa jákvæð áhrif á neinn, nema sá hinn sami sé þegar dyggur stuðningsmaður konungsfjölskyldunnar.“
Karl III Bretakonungur Bretland Tónlist Kóngafólk Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Fleiri fréttir Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Sjá meira