Ástandið á dvalarheimilum í Ástralíu alvarlegt Yfirvöld í Ástralíu hafa sent sérstakar neyðarsveitir, sem iðulega eru sendar til hamfarasvæða, á dvalarheimili í Melbourne þar sem þær eiga að berjast gegn verstu útbreiðslu kórónuveirunnar í héraðin. Erlent 29. júlí 2020 10:44
Fjögur ný innanlandssmit greindust í gær Ekki er búið að skera úr um það hvort þau séu tengd þeim sýkingum sem komið hafa upp síðustu daga. Innlent 29. júlí 2020 10:43
Covid-tengdir sjúkraflutningar hvorki ávísun á smit né innlögn Enginn liggur inni á Landspítalanum vegna Covid-19, sjúkdómsins sem kórónuveiran veldur. Innlent 29. júlí 2020 10:25
Sólveig tvístígandi varðandi Flórídaför: „Leiðinlegt að þetta sé svona akkúrat þegar maður ætlaði út“ Sólveig Jóhannesdóttir Larsen hefur stefnt að því í mörg ár að komast í bandaríska háskólafótboltann. Markmiðið átti að verða að veruleika í næsta mánuði en nú ríkir óvissan ein vegna kórónuveirufaraldursins. Íslenski boltinn 29. júlí 2020 09:00
Segja heilbrigðiskerfið hársbreidd frá því að hrynja vegna kórónuveirunnar Stjórnvöld í Hong Kong vara nú við því að heilbrigðiskerfi sjálfstjórnarhéraðsins hrynji en kórónuveiran er í stórsókn á svæðinu. Erlent 29. júlí 2020 07:27
Mælir áfram með lyfi sem sérfræðingar hans vara við Donald Trump Bandaríkjaforseti heldur áfram að mæla með notkun fólks á lyfinu hydroxychloroquine gegn kórónuveirunni. Erlent 29. júlí 2020 06:57
Miklar líkur taldar á hertari aðgerðum í dag Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar hyggst ekki aðstoða heilbrigðisyfirvöld við skimun gegn kórónuveirunni nema samkomuhöft verði hert. Innlent 29. júlí 2020 06:11
Undirbúa það sem þeir vildu ekki þurfa að undirbúa Arnar Gíslason segir fjölgun smita slæmar fréttir fyrir rekstraraðila fari það svo að gripið verði til harðari aðgerða á ný. Innlent 28. júlí 2020 22:53
Hljóti að vera fleiri smitaðir í samfélaginu „Það leiðir mann að þeirri niðurstöðu að það hljóti að vera einstaklingar milli þessara aðila þannig að fleiri úti í samfélaginu séu sýktir af þessari veiru,“ sagði Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar í viðtali í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins í dag. Innlent 28. júlí 2020 22:49
Gáfu jákvæðar umsagnir um áfengissölu og styrktartónleika um verslunarmannahelgi Vestmannaeyjabær veitti í dag jákvæðar umsagnir við fimm umsóknum sem komu fyrir bæjarráð Vestmannaeyjabæjar í dag. Innlent 28. júlí 2020 21:47
Yfirvöld í Þýskalandi áhyggjufull vegna fjölgunar smita Lothar Wieler, yfirmaður Robert Koch smitsjúkdómastofnunarinnar, minnti Þjóðverja á að heimurinn væri í miðjum heimsfaraldri sem væri að þróast mjög hratt. Erlent 28. júlí 2020 21:14
Hafa áhyggjur af verslunarmannahelginni Almannavarnir og sóttvarnayfirvöld skoða nú hvort herða þurfi gildandi samkomutakmarkanir og koma aftur á svokallaðri tveggja metra reglu. Innlent 28. júlí 2020 20:34
Bandarískur forstjóri flutti fjölskylduna til Íslands þar sem börnin geta verið frjáls Hann segir Íslendinga eiga að prísa sig sæla með að geta notið lífsins áhyggjulaust í miðjum heimsfaraldri. Innlent 28. júlí 2020 19:05
Veiran náð að dreifa sér ef smitin tengjast hópsýkingunni Ef innanlandssmitin tvö sem greindust í gær tengjast hópsýkingunni sem kom upp á Akranesi gæti þurft að grípa til harðari aðgerða að sögn Kamillu Sigríðar Jósefsdóttur Innlent 28. júlí 2020 18:48
Tap ferðamannaiðnaðarins þrefalt meira en í kreppunni Ferðamannaiðnaðurinn í heiminum hefur orðið af tugum þúsunda milljarða króna vegna kórónuveiruheimsfaraldursins, um þrefalt meira en í efnahagskreppunni sem gekk yfir heiminn árið 2009, að mati ferðamálastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNWTO). Viðskipti erlent 28. júlí 2020 16:50
Fjarlægðu tíst Trump vegna lyga um lækningu gegn Covid Starfsmenn Twitter fjarlægðu í dag tíst Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, þar sem því var haldið fram að til væri lækning gegn Covid-19. Erlent 28. júlí 2020 15:40
Finna engin tengsl í tveimur tilfellum Ekki hefur tekist að rekja tvö innanlandssmit sem greindust í gær. Þannig er ekki vitað til þess að þau tengist innanlandssmitum sem komið hafa upp síðustu daga. Innlent 28. júlí 2020 15:13
Skoða hertar aðgerðir og boða frekari skimun vegna fjölgunar smita Til umræðu er nú að herða sóttvarnaaðgerðir innanlands og hugsanlega á landamærunum vegna nýrra kórónuveirusmita frá mismunandi uppsprettum undanfarna daga, að sögn staðgengils sóttvarnalæknis. Frekari skimun fyrir veirunni hefst á næstu dögum. Innlent 28. júlí 2020 14:18
Svona var 89. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar í dag, örfáum dögum eftir að hafa boðað til „síðasta fundarins í bili“. Innlent 28. júlí 2020 13:37
Leikmaður Real Madrid smitaður Nú þegar ellefu dagar eru í að Real Madrid mæti Manchester City í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu er komið upp kórónuveirusmit í leikmannahópi spænsku meistaranna. Fótbolti 28. júlí 2020 13:00
Allir þeir smituðu á Akranesi búa saman Sjö einstaklingar sem hafa greinst smitaðir af kórónuveiru á Akranesi undanfarna daga eru erlendir verkamenn sem búa saman. Sóttvarnalæknir Vesturlands segir engan þeirra alvarlega veikan og engin frekari smit hafi greinst í tengslum við hópsýkinguna. Innlent 28. júlí 2020 11:53
Þrjú innanlandssmit til viðbótar Þrjú innanlandssmit kórónuveirunnar greindust á sýkla- og veirufræðideild Landspítala í gær. Innlent 28. júlí 2020 11:32
Segir fulla ástæðu til að hægja á tilslökunum Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segist áhyggjufull vegna fjölgunar kórónuveirusmita innanlands sem greinst hafa á síðustu dögum. Hún segir fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af þeim. Innlent 28. júlí 2020 11:30
WHO um faraldurinn: Ein stór bylgja, engar árstíðarsveiflur Nýtt afbrigði kórónuveiru hagar sér ekki eins og inflúensa sem tekur árstíðarsveiflur, að sögn Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO). Fólk ætti að búa sig undir að faraldurinn verði aðeins ein stór bylgja. Erlent 28. júlí 2020 11:20
Tilslökunum á samkomubanni frestað um tvær vikur Fyrirhuguðum tilslökunum á samkomubanni sem taka áttu gildi 4. ágúst næstkomandi verður frestað um tvær vikur. Innlent 28. júlí 2020 11:04
Aftur boðað til upplýsingafundar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar í dag, örfáum dögum eftir að hafa boðað til „síðasta fundarins í bili“ Innlent 28. júlí 2020 10:24
Þriðju stærstu borg Víetnam lokað vegna nýrra smita Yfirvöld í Víetnam hafa komið á tveggja vikna útgöngubanni í Da Nang, þriðju stærstu borg landsins, eftir að fyrstu nýju kórónuveirusmitin í meira en þrjá mánuði greindust á sjúkrahúsi þar. Erlent 28. júlí 2020 10:23
Milljónir barna verða vannærð vegna áhrifa kórónuveirunnar Nærri sjö milljón börn undir fimm ára aldri bætast í hóp barna sem eru vannærð á þessu ári og má að stórum hluta rekja það til kórónuveirufaraldursins. Erlent 28. júlí 2020 09:09
Yfirmaður sóttvarna í Kína sprautaði sig með tilraunamótefni Gao Fu, yfirmaður Sóttvarnastofnunar Kína, CCDC, segist hafa verið sprautaður af tilraunamótefni gegn Covid-19, sjúkdómnum sem nýja kórónuveiran veldur. Erlent 28. júlí 2020 08:48
Veiran líklega ekki legið í leyni á Íslandi Ólíklegt verður að teljast að kórónuveiran hafi legið í leyni á Íslandi. Innlent 28. júlí 2020 08:39
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent