Skemmtistaðareigandi svekktur: Margir staðir róa nú þegar lífróður Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 30. júlí 2020 12:17 Haraldur Anton Skúlason er einn eigandi skemmtistaðarins Lebowski. Hann segist svekktur með tíðindi dagsins. STÖÐ2 Eigandi skemmtistaðar segist afar svekktur með tíðindi dagsins. Hann hefði viljað sjá hertari aðgerðir á landamærum í stað þess að þær bitni á innlendum fyrirtækjum. Margir veitinga- og skemmtistaðir rói nú lífróður. Í hertari aðgerðum felst meðal annars að veitingastaðir þurfa að tryggja tveggja metra regluna í samræmi við stærð hvers rýmis og mega einungis hundrað koma saman. Líkt og áður hefur verið greint frá breytist opnunartími skemmti- og veitingastaða ekki og verður hann því áfram til klukkan 23 á kvöldin. Haraldur Anton Skúlason er einn eiganda skemmtistaðarins Lebowski. „Við erum augljóslega afar svekktir og vonsviknir vegna tíðinda dagsins sérstaklega í ljósi þess að ekkert smit hefur verið rakið til skemmti- eða veitingastaða,“ sagði Haraldur Anton Skúlason, einn eiganda skemmtistaðarins Lebowski. Hljóðið sé afar þungt í fólki sem starfar á veitinga- og skemmtistöðum. „Það er ekkert rosalega gott hljóð því maður safnar yfirleitt smá forða yfir sumartímann til að halda veturinn út nú er farið að skera á forðann þannig að við horfum ekkert rosalega vel fram í veturinn. Eins með starfsfólkið okkar, það er leiðinlegt að horfa upp á það stressað yfir því hvort það haldi starfi sínu eða ekki,“ sagði Haraldur. Margir skemmti- og veitingastaðir róa lífróður Rekstur margra skemmti- og veitingastaða sé í hættu. „Þetta hefur þau áhrif að róðurinn er farinn að verða erfiðari og erfiðari og afar leiðinlegt að horfa upp á starfsfólkið sitt með kvíða yfir því hvort það haldi vinnu sinni eftir mánuð eða hvað. Það má ekki gleyma öllum þeim störfum sem eru í húfi. Hundurðir ef ekki þúsund starfa sem eru í húfi og gætu tapst þegar líður á veturinn ef þetta heldur svona áfram,“ sagði Haraldur. Hann hefði viljað sjá hertari aðgerðir á landamærum. „Ég hefði frekar viljað sjá hertari aðgerðir við landamærin í það fyrsta og leyfa fyrirtækjum landsins að rúlla, koma þeim af stað þannig að hagkerfi landsins myndi ganga frekar en að hleypa útlendingum inn,“ sagði Haraldur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Veitingastaðir Næturlíf Tengdar fréttir Bransinn bregst við nýjum takmörkunum: „Reiður og sár“ Hertari aðgerðir vegna kórónuveirunnar taka gildi á hádegi á morgun. Þeirra á meðal er að fjöldatakmörk verða lækkuð úr 500 manns niður í 100 manns. 30. júlí 2020 12:05 Hertar aðgerðir: Tveggja metra reglan skylda og 100 manna samkomumörk Hertari aðgerðir vegna kórónuveirunnar taka gildi á hádegi á morgun. Þeirra á meðal er að fjöldatakmörk verða lækkuð úr 500 manns niður í 100 manns. 30. júlí 2020 11:09 Mest lesið Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Fleiri fréttir Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Sjá meira
Eigandi skemmtistaðar segist afar svekktur með tíðindi dagsins. Hann hefði viljað sjá hertari aðgerðir á landamærum í stað þess að þær bitni á innlendum fyrirtækjum. Margir veitinga- og skemmtistaðir rói nú lífróður. Í hertari aðgerðum felst meðal annars að veitingastaðir þurfa að tryggja tveggja metra regluna í samræmi við stærð hvers rýmis og mega einungis hundrað koma saman. Líkt og áður hefur verið greint frá breytist opnunartími skemmti- og veitingastaða ekki og verður hann því áfram til klukkan 23 á kvöldin. Haraldur Anton Skúlason er einn eiganda skemmtistaðarins Lebowski. „Við erum augljóslega afar svekktir og vonsviknir vegna tíðinda dagsins sérstaklega í ljósi þess að ekkert smit hefur verið rakið til skemmti- eða veitingastaða,“ sagði Haraldur Anton Skúlason, einn eiganda skemmtistaðarins Lebowski. Hljóðið sé afar þungt í fólki sem starfar á veitinga- og skemmtistöðum. „Það er ekkert rosalega gott hljóð því maður safnar yfirleitt smá forða yfir sumartímann til að halda veturinn út nú er farið að skera á forðann þannig að við horfum ekkert rosalega vel fram í veturinn. Eins með starfsfólkið okkar, það er leiðinlegt að horfa upp á það stressað yfir því hvort það haldi starfi sínu eða ekki,“ sagði Haraldur. Margir skemmti- og veitingastaðir róa lífróður Rekstur margra skemmti- og veitingastaða sé í hættu. „Þetta hefur þau áhrif að róðurinn er farinn að verða erfiðari og erfiðari og afar leiðinlegt að horfa upp á starfsfólkið sitt með kvíða yfir því hvort það haldi vinnu sinni eftir mánuð eða hvað. Það má ekki gleyma öllum þeim störfum sem eru í húfi. Hundurðir ef ekki þúsund starfa sem eru í húfi og gætu tapst þegar líður á veturinn ef þetta heldur svona áfram,“ sagði Haraldur. Hann hefði viljað sjá hertari aðgerðir á landamærum. „Ég hefði frekar viljað sjá hertari aðgerðir við landamærin í það fyrsta og leyfa fyrirtækjum landsins að rúlla, koma þeim af stað þannig að hagkerfi landsins myndi ganga frekar en að hleypa útlendingum inn,“ sagði Haraldur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Veitingastaðir Næturlíf Tengdar fréttir Bransinn bregst við nýjum takmörkunum: „Reiður og sár“ Hertari aðgerðir vegna kórónuveirunnar taka gildi á hádegi á morgun. Þeirra á meðal er að fjöldatakmörk verða lækkuð úr 500 manns niður í 100 manns. 30. júlí 2020 12:05 Hertar aðgerðir: Tveggja metra reglan skylda og 100 manna samkomumörk Hertari aðgerðir vegna kórónuveirunnar taka gildi á hádegi á morgun. Þeirra á meðal er að fjöldatakmörk verða lækkuð úr 500 manns niður í 100 manns. 30. júlí 2020 11:09 Mest lesið Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Fleiri fréttir Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Sjá meira
Bransinn bregst við nýjum takmörkunum: „Reiður og sár“ Hertari aðgerðir vegna kórónuveirunnar taka gildi á hádegi á morgun. Þeirra á meðal er að fjöldatakmörk verða lækkuð úr 500 manns niður í 100 manns. 30. júlí 2020 12:05
Hertar aðgerðir: Tveggja metra reglan skylda og 100 manna samkomumörk Hertari aðgerðir vegna kórónuveirunnar taka gildi á hádegi á morgun. Þeirra á meðal er að fjöldatakmörk verða lækkuð úr 500 manns niður í 100 manns. 30. júlí 2020 11:09