Skemmtistaðareigandi svekktur: Margir staðir róa nú þegar lífróður Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 30. júlí 2020 12:17 Haraldur Anton Skúlason er einn eigandi skemmtistaðarins Lebowski. Hann segist svekktur með tíðindi dagsins. STÖÐ2 Eigandi skemmtistaðar segist afar svekktur með tíðindi dagsins. Hann hefði viljað sjá hertari aðgerðir á landamærum í stað þess að þær bitni á innlendum fyrirtækjum. Margir veitinga- og skemmtistaðir rói nú lífróður. Í hertari aðgerðum felst meðal annars að veitingastaðir þurfa að tryggja tveggja metra regluna í samræmi við stærð hvers rýmis og mega einungis hundrað koma saman. Líkt og áður hefur verið greint frá breytist opnunartími skemmti- og veitingastaða ekki og verður hann því áfram til klukkan 23 á kvöldin. Haraldur Anton Skúlason er einn eiganda skemmtistaðarins Lebowski. „Við erum augljóslega afar svekktir og vonsviknir vegna tíðinda dagsins sérstaklega í ljósi þess að ekkert smit hefur verið rakið til skemmti- eða veitingastaða,“ sagði Haraldur Anton Skúlason, einn eiganda skemmtistaðarins Lebowski. Hljóðið sé afar þungt í fólki sem starfar á veitinga- og skemmtistöðum. „Það er ekkert rosalega gott hljóð því maður safnar yfirleitt smá forða yfir sumartímann til að halda veturinn út nú er farið að skera á forðann þannig að við horfum ekkert rosalega vel fram í veturinn. Eins með starfsfólkið okkar, það er leiðinlegt að horfa upp á það stressað yfir því hvort það haldi starfi sínu eða ekki,“ sagði Haraldur. Margir skemmti- og veitingastaðir róa lífróður Rekstur margra skemmti- og veitingastaða sé í hættu. „Þetta hefur þau áhrif að róðurinn er farinn að verða erfiðari og erfiðari og afar leiðinlegt að horfa upp á starfsfólkið sitt með kvíða yfir því hvort það haldi vinnu sinni eftir mánuð eða hvað. Það má ekki gleyma öllum þeim störfum sem eru í húfi. Hundurðir ef ekki þúsund starfa sem eru í húfi og gætu tapst þegar líður á veturinn ef þetta heldur svona áfram,“ sagði Haraldur. Hann hefði viljað sjá hertari aðgerðir á landamærum. „Ég hefði frekar viljað sjá hertari aðgerðir við landamærin í það fyrsta og leyfa fyrirtækjum landsins að rúlla, koma þeim af stað þannig að hagkerfi landsins myndi ganga frekar en að hleypa útlendingum inn,“ sagði Haraldur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Veitingastaðir Næturlíf Tengdar fréttir Bransinn bregst við nýjum takmörkunum: „Reiður og sár“ Hertari aðgerðir vegna kórónuveirunnar taka gildi á hádegi á morgun. Þeirra á meðal er að fjöldatakmörk verða lækkuð úr 500 manns niður í 100 manns. 30. júlí 2020 12:05 Hertar aðgerðir: Tveggja metra reglan skylda og 100 manna samkomumörk Hertari aðgerðir vegna kórónuveirunnar taka gildi á hádegi á morgun. Þeirra á meðal er að fjöldatakmörk verða lækkuð úr 500 manns niður í 100 manns. 30. júlí 2020 11:09 Mest lesið Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Neytendur Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni Atvinnulíf Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
Eigandi skemmtistaðar segist afar svekktur með tíðindi dagsins. Hann hefði viljað sjá hertari aðgerðir á landamærum í stað þess að þær bitni á innlendum fyrirtækjum. Margir veitinga- og skemmtistaðir rói nú lífróður. Í hertari aðgerðum felst meðal annars að veitingastaðir þurfa að tryggja tveggja metra regluna í samræmi við stærð hvers rýmis og mega einungis hundrað koma saman. Líkt og áður hefur verið greint frá breytist opnunartími skemmti- og veitingastaða ekki og verður hann því áfram til klukkan 23 á kvöldin. Haraldur Anton Skúlason er einn eiganda skemmtistaðarins Lebowski. „Við erum augljóslega afar svekktir og vonsviknir vegna tíðinda dagsins sérstaklega í ljósi þess að ekkert smit hefur verið rakið til skemmti- eða veitingastaða,“ sagði Haraldur Anton Skúlason, einn eiganda skemmtistaðarins Lebowski. Hljóðið sé afar þungt í fólki sem starfar á veitinga- og skemmtistöðum. „Það er ekkert rosalega gott hljóð því maður safnar yfirleitt smá forða yfir sumartímann til að halda veturinn út nú er farið að skera á forðann þannig að við horfum ekkert rosalega vel fram í veturinn. Eins með starfsfólkið okkar, það er leiðinlegt að horfa upp á það stressað yfir því hvort það haldi starfi sínu eða ekki,“ sagði Haraldur. Margir skemmti- og veitingastaðir róa lífróður Rekstur margra skemmti- og veitingastaða sé í hættu. „Þetta hefur þau áhrif að róðurinn er farinn að verða erfiðari og erfiðari og afar leiðinlegt að horfa upp á starfsfólkið sitt með kvíða yfir því hvort það haldi vinnu sinni eftir mánuð eða hvað. Það má ekki gleyma öllum þeim störfum sem eru í húfi. Hundurðir ef ekki þúsund starfa sem eru í húfi og gætu tapst þegar líður á veturinn ef þetta heldur svona áfram,“ sagði Haraldur. Hann hefði viljað sjá hertari aðgerðir á landamærum. „Ég hefði frekar viljað sjá hertari aðgerðir við landamærin í það fyrsta og leyfa fyrirtækjum landsins að rúlla, koma þeim af stað þannig að hagkerfi landsins myndi ganga frekar en að hleypa útlendingum inn,“ sagði Haraldur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Veitingastaðir Næturlíf Tengdar fréttir Bransinn bregst við nýjum takmörkunum: „Reiður og sár“ Hertari aðgerðir vegna kórónuveirunnar taka gildi á hádegi á morgun. Þeirra á meðal er að fjöldatakmörk verða lækkuð úr 500 manns niður í 100 manns. 30. júlí 2020 12:05 Hertar aðgerðir: Tveggja metra reglan skylda og 100 manna samkomumörk Hertari aðgerðir vegna kórónuveirunnar taka gildi á hádegi á morgun. Þeirra á meðal er að fjöldatakmörk verða lækkuð úr 500 manns niður í 100 manns. 30. júlí 2020 11:09 Mest lesið Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Neytendur Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni Atvinnulíf Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
Bransinn bregst við nýjum takmörkunum: „Reiður og sár“ Hertari aðgerðir vegna kórónuveirunnar taka gildi á hádegi á morgun. Þeirra á meðal er að fjöldatakmörk verða lækkuð úr 500 manns niður í 100 manns. 30. júlí 2020 12:05
Hertar aðgerðir: Tveggja metra reglan skylda og 100 manna samkomumörk Hertari aðgerðir vegna kórónuveirunnar taka gildi á hádegi á morgun. Þeirra á meðal er að fjöldatakmörk verða lækkuð úr 500 manns niður í 100 manns. 30. júlí 2020 11:09